Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Mynd af Donald Trump á matrjoska-dúkku innan um aðrar slíkar til sölu í Kiev, höfuðborg Úkraínu. vísir/epa Lýðskrums- og þjóðernisflokkar á hægri vængnum í Evrópu hafa ákaft fagnað sigri Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. „Bravó!“ voru til dæmis fyrstu viðbrögðin frá Jean-Marie Le Pen, hinum aldna stofnanda og fyrrverandi leiðtoga Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. „Í dag Bandaríkin, á morgun Frakkland.“ Hann sagði sigur Trumps vera spark í rassinn á því stjórnmála- og fjölmiðlakerfi sem talað hefur máli alþjóðavæðingar viðskiptanna.Marine Le Pen, dóttir stofnandans og núverandi leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar.Dóttir hans og núverandi leiðtogi flokksins, Marine Le Pen, tók í sama streng: „Kjör Donalds Trump er góðar fréttir fyrir landið okkar,“ sagði hún og taldi rétt að túlka niðurstöður kosninganna sem sigur frelsisins, ekki sem endalok heimsins heldur endalok tiltekins heims. Félagi þeirra, Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi, var ekki síður ánægður og sagði sigur Trumps vera sér og félögum sínum gríðarleg hvatning til frekari dáða. Í Ungverjalandi óskaði Viktor Orban forseti Trump til hamingju: „Mikið eru þetta frábærar fréttir. Lýðræðið er enn á lífi.“Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, UKIP.Vísir/EPAÍ Bretlandi mátti Nigel Farage, leiðtogi UKIP-flokksins, vart vatni halda. Hann sagði árið 2016 ætla að verða ár tveggja stórra byltinga, fyrst kosninganna í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu og svo kosningu Trumps í Bandaríkjunum: „Ég sem hélt að Brexit væri stórt mál, en svei mér þá, þetta virðist ætla að verða enn þá stærra.” Og Frauke Petry, ein af forystumönnum þýska flokksins AfD, sagði sigur Trumps vera sögulegan: „Bandaríkjamenn hafa kosið nýtt upphaf stjórnmálanna og tekið afstöðu gegn spillingunni.“ Þá fagnar Carl I. Hagen, sem áratugum saman var leiðtogi norska Framfaraflokksins, einnig sigri Trumps. Hann getur jafnframt ekki stillt sig um að skjóta á arftaka sinn, Siv Jensen, sem hefur reynt að gera málflutning flokksmanna hófstilltari eftir að hún tók við leiðtogaembættinu: „Það verður virkilega spennandi að sjá hvort Donald Trump tekst að framkvæma eitthvað af því sem hann hefur sagt, eða hvort embættismönnum og kerfinu tekst að temja hann.“ Allir þessir flokkar, og fleiri til, eiga það sameiginlegt að höfða til óánægju og jafnvel ótta meðal þeirra sem vilja halda í hefðbundið þjóðfélagsmynstur. Þeir hafa varað við innflytjendum, mótmælt áhrifum alþjóðavæðingar og vantreyst stjórnvöldum. Þeir horfa nú greinilega, allir sem einn, til Donalds Trump og vonast til að njóta forystu hans í þessum málum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Lýðskrums- og þjóðernisflokkar á hægri vængnum í Evrópu hafa ákaft fagnað sigri Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. „Bravó!“ voru til dæmis fyrstu viðbrögðin frá Jean-Marie Le Pen, hinum aldna stofnanda og fyrrverandi leiðtoga Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. „Í dag Bandaríkin, á morgun Frakkland.“ Hann sagði sigur Trumps vera spark í rassinn á því stjórnmála- og fjölmiðlakerfi sem talað hefur máli alþjóðavæðingar viðskiptanna.Marine Le Pen, dóttir stofnandans og núverandi leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar.Dóttir hans og núverandi leiðtogi flokksins, Marine Le Pen, tók í sama streng: „Kjör Donalds Trump er góðar fréttir fyrir landið okkar,“ sagði hún og taldi rétt að túlka niðurstöður kosninganna sem sigur frelsisins, ekki sem endalok heimsins heldur endalok tiltekins heims. Félagi þeirra, Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi, var ekki síður ánægður og sagði sigur Trumps vera sér og félögum sínum gríðarleg hvatning til frekari dáða. Í Ungverjalandi óskaði Viktor Orban forseti Trump til hamingju: „Mikið eru þetta frábærar fréttir. Lýðræðið er enn á lífi.“Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, UKIP.Vísir/EPAÍ Bretlandi mátti Nigel Farage, leiðtogi UKIP-flokksins, vart vatni halda. Hann sagði árið 2016 ætla að verða ár tveggja stórra byltinga, fyrst kosninganna í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu og svo kosningu Trumps í Bandaríkjunum: „Ég sem hélt að Brexit væri stórt mál, en svei mér þá, þetta virðist ætla að verða enn þá stærra.” Og Frauke Petry, ein af forystumönnum þýska flokksins AfD, sagði sigur Trumps vera sögulegan: „Bandaríkjamenn hafa kosið nýtt upphaf stjórnmálanna og tekið afstöðu gegn spillingunni.“ Þá fagnar Carl I. Hagen, sem áratugum saman var leiðtogi norska Framfaraflokksins, einnig sigri Trumps. Hann getur jafnframt ekki stillt sig um að skjóta á arftaka sinn, Siv Jensen, sem hefur reynt að gera málflutning flokksmanna hófstilltari eftir að hún tók við leiðtogaembættinu: „Það verður virkilega spennandi að sjá hvort Donald Trump tekst að framkvæma eitthvað af því sem hann hefur sagt, eða hvort embættismönnum og kerfinu tekst að temja hann.“ Allir þessir flokkar, og fleiri til, eiga það sameiginlegt að höfða til óánægju og jafnvel ótta meðal þeirra sem vilja halda í hefðbundið þjóðfélagsmynstur. Þeir hafa varað við innflytjendum, mótmælt áhrifum alþjóðavæðingar og vantreyst stjórnvöldum. Þeir horfa nú greinilega, allir sem einn, til Donalds Trump og vonast til að njóta forystu hans í þessum málum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira