Heimir: Held að FH geti ekki fengið Gary Martin á viðráðanlegu verði Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 13:30 Heimir Guðjónsson er að leita að frekari styrk. vísir/anton brink Guðmundur Karl Guðmundsson, sem var fyrirliði Fjölnis í Pepsi-deild karla á síðustu leiktíð, samdi í dag við Íslandsmeistara FH í dag til tveggja ára. Hann er annar útispilarinn sem meistararnir fá til sín á eftir Veigari Páli Gunnarssyni. „Mér hefur alltaf fundist hann góður leikmaður. Hann getur leyst margar stöður, er með góðar fyrirgjafir og góður skotmaður bæði með hægri og vinstri. Við teljum að hann geti styrkt okkur, það er ekki spurning,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við Vísi eftir undirskriftina í dag. Sjá einnig: Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Guðmundur Karl er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðju, í bakverði og úti á kanti, en hver verður hans staða hjá Hafnafjarðarliðinu? „Það á eftir að koma í ljós en auðvitað höfum við það bakvið eyrað að það er gott að vera með leikmenn í liðinu sem geta leyst fleiri en eina stöðu. Við byrjum að æfa á morgun og þá fá menn tækifæri til að sanna sig,“ sagði Heimir. Þetta er annað árið í röð sem FH fær fyrirliða Fjölnis til sín. Þarf Heimir ekki að fylgjast vel með því hvern Ágúst Gylfason lætur næst hafa bandið í Grafarvoginum? „Þetta er góð spurning. Ég þarf að fylgjast vel með því næsta sumar,“ sagði Heimir og brosti. FH er aðeins búið að fá til sín tvo útileikmenn; Veigar Pál og Guðmund Karl, og markvörðinn Vigni Jóhannesson sem verður á bekknum í baráttu við Gunnar Nielsen. Er eitthvað meira á teikniborðinu hjá FH? „Við erum alltaf að vinna í einhverju. Við höfum ekki misst af neinu sem að við vildum fá. Við erum alltaf að leita og við ætlum að styrkja okkur, það er alveg klárt,“ sagði Heimir. Gary Martin, framherji Víkings, hefur verið sterklega orðaður við FH undanfarnar vikur en ólíklegt þykir að hann verði áfram í Fossvoginum. Í viðtali í Akraborginni sagði Gary sjálfur að það væri erfitt fyrir hann að hafna Íslandsmeisturunum. „Mér finnst Gary Martin mjög góður leikmaður en hann er með samning við Víking. Ef FH ætlar að fá Gary Martin þá held ég að sú upphæð yrði ekki viðráðanleg fyrir Fimleikafélagið,“ sagði Heimir Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00 Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Enski framherjinn er eftirsóttur en hann er ekki að flýta sér að yfirgefa Ísland þar sem hann ætlar að búa í framtíðinni. 10. nóvember 2016 09:45 Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Vill fá nýja áskorun og ætlar að sanna sig hjá FH. 11. nóvember 2016 11:35 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Guðmundur Karl Guðmundsson, sem var fyrirliði Fjölnis í Pepsi-deild karla á síðustu leiktíð, samdi í dag við Íslandsmeistara FH í dag til tveggja ára. Hann er annar útispilarinn sem meistararnir fá til sín á eftir Veigari Páli Gunnarssyni. „Mér hefur alltaf fundist hann góður leikmaður. Hann getur leyst margar stöður, er með góðar fyrirgjafir og góður skotmaður bæði með hægri og vinstri. Við teljum að hann geti styrkt okkur, það er ekki spurning,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við Vísi eftir undirskriftina í dag. Sjá einnig: Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Guðmundur Karl er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðju, í bakverði og úti á kanti, en hver verður hans staða hjá Hafnafjarðarliðinu? „Það á eftir að koma í ljós en auðvitað höfum við það bakvið eyrað að það er gott að vera með leikmenn í liðinu sem geta leyst fleiri en eina stöðu. Við byrjum að æfa á morgun og þá fá menn tækifæri til að sanna sig,“ sagði Heimir. Þetta er annað árið í röð sem FH fær fyrirliða Fjölnis til sín. Þarf Heimir ekki að fylgjast vel með því hvern Ágúst Gylfason lætur næst hafa bandið í Grafarvoginum? „Þetta er góð spurning. Ég þarf að fylgjast vel með því næsta sumar,“ sagði Heimir og brosti. FH er aðeins búið að fá til sín tvo útileikmenn; Veigar Pál og Guðmund Karl, og markvörðinn Vigni Jóhannesson sem verður á bekknum í baráttu við Gunnar Nielsen. Er eitthvað meira á teikniborðinu hjá FH? „Við erum alltaf að vinna í einhverju. Við höfum ekki misst af neinu sem að við vildum fá. Við erum alltaf að leita og við ætlum að styrkja okkur, það er alveg klárt,“ sagði Heimir. Gary Martin, framherji Víkings, hefur verið sterklega orðaður við FH undanfarnar vikur en ólíklegt þykir að hann verði áfram í Fossvoginum. Í viðtali í Akraborginni sagði Gary sjálfur að það væri erfitt fyrir hann að hafna Íslandsmeisturunum. „Mér finnst Gary Martin mjög góður leikmaður en hann er með samning við Víking. Ef FH ætlar að fá Gary Martin þá held ég að sú upphæð yrði ekki viðráðanleg fyrir Fimleikafélagið,“ sagði Heimir Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00 Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Enski framherjinn er eftirsóttur en hann er ekki að flýta sér að yfirgefa Ísland þar sem hann ætlar að búa í framtíðinni. 10. nóvember 2016 09:45 Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Vill fá nýja áskorun og ætlar að sanna sig hjá FH. 11. nóvember 2016 11:35 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00
Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Enski framherjinn er eftirsóttur en hann er ekki að flýta sér að yfirgefa Ísland þar sem hann ætlar að búa í framtíðinni. 10. nóvember 2016 09:45
Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Vill fá nýja áskorun og ætlar að sanna sig hjá FH. 11. nóvember 2016 11:35