Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 84-66 | Litlu slátrararnir aftur á sigurbraut Aron Ingi Valtýsson í Keflavík skrifar 12. nóvember 2016 19:30 Thelma Dís Ágústsdóttir átti flottan leik. Vísir/Eyþór Í dag mættust tvö af Suðurnesjaliðinum, Keflavík og Grindavík í hörku leik þar sem Keflavík hafði betur, 84-66. Þetta er í annað skiptið sem þessi tvö lið mættust á leiktíðinni. Í fyrri leiknum höfðu gestirnir betur í Grindavík 65-89. Ungt lið Keflavíkur hefur komið skemmtilega á óvart þennan veturinn. Stelpurnar eru búnar að spila glimrandi vel og deila fyrsta sætinu með Snæfell. Velgengni Keflavíkurliðsins hefur skilað sér inn í landsliðið. Þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir voru valdnar í 15 manna æfingarhóp fyrir síðustu 2 leiki liðsins í undankeppni EM 2017. Grindavík situr hinsvegar á botni deildarinnar með 4 stig. Það hefur lítið gengið upp hjá Grindavíkurstúlkum og búið að skipta um þjálfara. Í fyrsta leik hjá nýjum þjálfara, Bjarna Magnússyni sýndu stelpurnar sitt rétta andlit og unnu Njarðvík í 16. liða úrslitum Maltbikarsins. En töpuðu síðan næsta leik á móti Haukum. Keflavíkurstúlkur byrjuðu fyrsta leikhluta frábærlega og komust í 15-4. Gestirnir höfðu engan áhuga á að spila vörn og var ótrúlegt að fylgjast með spilamennsku heimastúlkna. Thelma Dís fór fyrir sínu liði og skoraði 14 stig. Keflavík var að spila frábæran körfubolta og vann fyrsta leikhluta með 14 stigum 28-14. Gestirnir virtust ætla sýna hvað í þeim bjó í öðrum leikhluta og staðan var orðin 28-20 eftir tvær mínútur. En ekki leið á löngu þangað til heimastúlkur voru aftur komnar með 13 stiga forskot. Birna kom sterk inná fyrir Keflavík og skilaði 7 stigum. Leikhlutinn enda með 14 stiga mun fyrir Keflavík 46-32. Í þriðja leikhluta var lítið um fína drætti. Bæði liðin voru að spila flotta vörn en hinsvegar var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska hjá hvoru liði. Keflavíkurstúlkur héldu 12 stiga forystu eftir leikhlutan, 62-51. Sama var upp á teningnum í byrjun fjórða leikhluta. Um miðjan leikhluta skiptu gestirnir í svæðisvörn. Heimastúlkur voru í smá barsli fyrst en síðan heldu þær sama striki og sigldu sigrinum í höfn. Endaði leikurinn með 18 stiga sigri heimakvenna, 84-66.Keflavík-Grindavík 84-66 (28-14, 18-18, 17-19, 21-15)Keflavík: Dominique Hudson 30/8 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 18, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/10 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Irena Sól Jónsdóttir 2.Grindavík: Ashley Grimes 20/10 fráköst/9 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 14, Petrúnella Skúladóttir 11/4 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 7, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 2.Af hverju vann Keflavík? Liðsheildin hjá Keflavík er búin að vera frábær þetta tímabilið og eru þær löngu búnar að gera öllum grein fyrir því að þær ætla sér að komast í úrslitakeppnina. Sverrir Þór Sverrisson hefur getað dreift álaginu vel á milli leikmanna og allar skila sínu. Í góðri liðsheild koma alltaf fram afburðar leikmenn og erum við búin að kynnast mörgum efnilegum leikmönnum á þessu leikitímabili sem eru að spila sína fyrstu leiki með meistaraflokki.Bestu menn vallarins: Thelma Dís kom ótrúlega sterk inn í leikinn og skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta og kom heimastúlkum í forystuna sem þær héldu út allan leikinn. Hún endaði með 18 stig. Carmen Hudson fór einnig hamförum í leiknum og skilaði 30 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum. Ashley Grimes var akvæðamest hjá gestunum og skilaði flottum tölum í dag. Hún skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og var með 9 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Hjá Grindavík var eins og engin vilji væri til staðar til að vinna leikinn. Það var engin stemning í hópum og þær voru frekar andlausar. Ekki vantar reynsluna eða getuna í liðið. Í varnaleiknum skiptu þær illa á skrínum og lítil sem engin hjálparvörn var til staðar.Tölfræði sem vakti athygli: Það vakti athygli í hálfleik að þrátt fyrir að Keflavík var með 14 stiga forystu höfðu þær ekki tekið eitt sóknarfrákast.Sverrir: Ætlum að nota fríð til að bæta okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með spilamennsku síns liðs. „Ég var mjög sáttur, frábær barátta, grimmd og ákefð. Liðið fylgdi planinu fyrir leik. Ég er svolítið sáttur,“ sagði Sverrir. Sverrir ætlar að nýta fríið vel og bæta ákveðna hluti í leik liðsins. „Það er langt frí framundan og við ætlum að nota það frí til að bæta hluti sem við viljum bæta. „Ég vona að einhverjar af mínum stelpur verði í 12 manna hópnum. Ég vona að það vanti nokkrar stelpur í æfingar hjá mér í fríinu,“ sagði Sverrir sem er ánægður með að sínar stelpur sem voru valdar í landsliðið.Bjarni: Náðum ekki að gera spennandi leik Bjarni Magnússon, þjálfari Grindavíkur, var ekki nógu ánægður með fyrsta leikhlutann hjá sínu liði. „Við byrjuðum hörmulega. Öll plön fór í vaskinn í fyrsta leikhluta,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó geta tekið jákvæða punkta út úr leiknum. „Ég ætla að taka úr leiknum að við komum ákveðnar inn í annan leikhluta en náðum aldrei að minnka þetta nógu mikið til þess að gera þetta að spennandi leik. „Þannig er það þegar liðið er búið að tapa mikið af leikjum er liðið stundum fljótt að brotna og komu ekki nógu ákveðnar inn í leikinn. Við þurfum bara að vinna í því,“ sagði Bjarni.Thelma: Við erum allar búnar að stíga upp Thelma Dís Ágústsdóttir var frábær hjá Keflavík í dag og þakkaði varnarleiknum sigurinn. „Ég held að vörnin hafi skilað sigrinum í dag. Við spiluðum góða vörn og þær þurftu að taka erfið skot,“ sagði Thelma sátt þegar hún er að fara einbeita sér að landsliðsverkefni. Liðsheildin hjá ungu liði Keflavíkur skín í hverjum leik. „Þegar leikmenn fara þá þurfa aðrir að stíga upp og við erum allar búnar að gera það,“ sagði Thelma. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Í dag mættust tvö af Suðurnesjaliðinum, Keflavík og Grindavík í hörku leik þar sem Keflavík hafði betur, 84-66. Þetta er í annað skiptið sem þessi tvö lið mættust á leiktíðinni. Í fyrri leiknum höfðu gestirnir betur í Grindavík 65-89. Ungt lið Keflavíkur hefur komið skemmtilega á óvart þennan veturinn. Stelpurnar eru búnar að spila glimrandi vel og deila fyrsta sætinu með Snæfell. Velgengni Keflavíkurliðsins hefur skilað sér inn í landsliðið. Þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir voru valdnar í 15 manna æfingarhóp fyrir síðustu 2 leiki liðsins í undankeppni EM 2017. Grindavík situr hinsvegar á botni deildarinnar með 4 stig. Það hefur lítið gengið upp hjá Grindavíkurstúlkum og búið að skipta um þjálfara. Í fyrsta leik hjá nýjum þjálfara, Bjarna Magnússyni sýndu stelpurnar sitt rétta andlit og unnu Njarðvík í 16. liða úrslitum Maltbikarsins. En töpuðu síðan næsta leik á móti Haukum. Keflavíkurstúlkur byrjuðu fyrsta leikhluta frábærlega og komust í 15-4. Gestirnir höfðu engan áhuga á að spila vörn og var ótrúlegt að fylgjast með spilamennsku heimastúlkna. Thelma Dís fór fyrir sínu liði og skoraði 14 stig. Keflavík var að spila frábæran körfubolta og vann fyrsta leikhluta með 14 stigum 28-14. Gestirnir virtust ætla sýna hvað í þeim bjó í öðrum leikhluta og staðan var orðin 28-20 eftir tvær mínútur. En ekki leið á löngu þangað til heimastúlkur voru aftur komnar með 13 stiga forskot. Birna kom sterk inná fyrir Keflavík og skilaði 7 stigum. Leikhlutinn enda með 14 stiga mun fyrir Keflavík 46-32. Í þriðja leikhluta var lítið um fína drætti. Bæði liðin voru að spila flotta vörn en hinsvegar var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska hjá hvoru liði. Keflavíkurstúlkur héldu 12 stiga forystu eftir leikhlutan, 62-51. Sama var upp á teningnum í byrjun fjórða leikhluta. Um miðjan leikhluta skiptu gestirnir í svæðisvörn. Heimastúlkur voru í smá barsli fyrst en síðan heldu þær sama striki og sigldu sigrinum í höfn. Endaði leikurinn með 18 stiga sigri heimakvenna, 84-66.Keflavík-Grindavík 84-66 (28-14, 18-18, 17-19, 21-15)Keflavík: Dominique Hudson 30/8 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 18, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/10 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Irena Sól Jónsdóttir 2.Grindavík: Ashley Grimes 20/10 fráköst/9 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 14, Petrúnella Skúladóttir 11/4 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 7, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 2.Af hverju vann Keflavík? Liðsheildin hjá Keflavík er búin að vera frábær þetta tímabilið og eru þær löngu búnar að gera öllum grein fyrir því að þær ætla sér að komast í úrslitakeppnina. Sverrir Þór Sverrisson hefur getað dreift álaginu vel á milli leikmanna og allar skila sínu. Í góðri liðsheild koma alltaf fram afburðar leikmenn og erum við búin að kynnast mörgum efnilegum leikmönnum á þessu leikitímabili sem eru að spila sína fyrstu leiki með meistaraflokki.Bestu menn vallarins: Thelma Dís kom ótrúlega sterk inn í leikinn og skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta og kom heimastúlkum í forystuna sem þær héldu út allan leikinn. Hún endaði með 18 stig. Carmen Hudson fór einnig hamförum í leiknum og skilaði 30 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum. Ashley Grimes var akvæðamest hjá gestunum og skilaði flottum tölum í dag. Hún skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og var með 9 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Hjá Grindavík var eins og engin vilji væri til staðar til að vinna leikinn. Það var engin stemning í hópum og þær voru frekar andlausar. Ekki vantar reynsluna eða getuna í liðið. Í varnaleiknum skiptu þær illa á skrínum og lítil sem engin hjálparvörn var til staðar.Tölfræði sem vakti athygli: Það vakti athygli í hálfleik að þrátt fyrir að Keflavík var með 14 stiga forystu höfðu þær ekki tekið eitt sóknarfrákast.Sverrir: Ætlum að nota fríð til að bæta okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með spilamennsku síns liðs. „Ég var mjög sáttur, frábær barátta, grimmd og ákefð. Liðið fylgdi planinu fyrir leik. Ég er svolítið sáttur,“ sagði Sverrir. Sverrir ætlar að nýta fríið vel og bæta ákveðna hluti í leik liðsins. „Það er langt frí framundan og við ætlum að nota það frí til að bæta hluti sem við viljum bæta. „Ég vona að einhverjar af mínum stelpur verði í 12 manna hópnum. Ég vona að það vanti nokkrar stelpur í æfingar hjá mér í fríinu,“ sagði Sverrir sem er ánægður með að sínar stelpur sem voru valdar í landsliðið.Bjarni: Náðum ekki að gera spennandi leik Bjarni Magnússon, þjálfari Grindavíkur, var ekki nógu ánægður með fyrsta leikhlutann hjá sínu liði. „Við byrjuðum hörmulega. Öll plön fór í vaskinn í fyrsta leikhluta,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó geta tekið jákvæða punkta út úr leiknum. „Ég ætla að taka úr leiknum að við komum ákveðnar inn í annan leikhluta en náðum aldrei að minnka þetta nógu mikið til þess að gera þetta að spennandi leik. „Þannig er það þegar liðið er búið að tapa mikið af leikjum er liðið stundum fljótt að brotna og komu ekki nógu ákveðnar inn í leikinn. Við þurfum bara að vinna í því,“ sagði Bjarni.Thelma: Við erum allar búnar að stíga upp Thelma Dís Ágústsdóttir var frábær hjá Keflavík í dag og þakkaði varnarleiknum sigurinn. „Ég held að vörnin hafi skilað sigrinum í dag. Við spiluðum góða vörn og þær þurftu að taka erfið skot,“ sagði Thelma sátt þegar hún er að fara einbeita sér að landsliðsverkefni. Liðsheildin hjá ungu liði Keflavíkur skín í hverjum leik. „Þegar leikmenn fara þá þurfa aðrir að stíga upp og við erum allar búnar að gera það,“ sagði Thelma.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira