Gylfi: Verð sáttur hvar sem ég spila á vellinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2016 13:00 „Ég man vel eftir því að hafa verið inn í klefa hérna eftir leikinn fyrir þrem árum síðan. Maður gleymir því ekkert,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um tilfinninguna að koma aftur á Maksimir-völlinn í Zagreb. „Þetta var sárt og það sást á öllum leikmönnum að við vorum algjörlega í molum. Við vorum svo nálægt því að komast á HM. Eftir á að hyggja þá styrkti þetta okkur og við komum tvíefldir til baka.“ Ísland og Króatía eru með sama stigafjölda á toppi riðilsins og það er því mikið undir í kvöld. „Ef við náum að vinna komumst við í ansi góða stöðu. Það styttist í markmiðið sem er að komast til Rússlands,“ segir Gylfi en einhverjir hafa kallað eftir því að hann verði í fremstu víglínu í dag. „Það væri allt í lagi. Heimir er nógu fær um að taka rétta ákvörðun. Hver svo sem hún verður. Ég er alveg til í að spila frammi því þá fæ ég fleiri færi til þess að skora. Ég verð sáttur hvar sem ég spila á vellinum.“ Það verða engir áhorfendur í stúkunni og það í annað sinn hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Þetta er mjög skrítið. Það var mjög skrítið að spila í Úkraínu. Þetta var eins og æfingaleikur hjá góðu varaliði. Það er mikið undir og því er skrítið að hafa ekki neina áhorfendur,“ segir Gylfi en hann var ánægður með æfingabúðirnar á Ítalíu fyrir leikinn. „Við æfðum vel í Parma og það fór vel um okkur. Hefði mátt vera aðeins heitara. Þetta var stutt ferðalag fyrir flesta og við erum í fínum málum. Við stefnum alltaf á þrjú stig en við vitum að Króatar eru með hörkulið. Það væri frábært að ná góðum úrslitum í þessum leik.“ Sjá má viðtalið við Gylfa í heild sinni hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26 Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00 Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum "Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013. 12. nóvember 2016 12:00 Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
„Ég man vel eftir því að hafa verið inn í klefa hérna eftir leikinn fyrir þrem árum síðan. Maður gleymir því ekkert,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um tilfinninguna að koma aftur á Maksimir-völlinn í Zagreb. „Þetta var sárt og það sást á öllum leikmönnum að við vorum algjörlega í molum. Við vorum svo nálægt því að komast á HM. Eftir á að hyggja þá styrkti þetta okkur og við komum tvíefldir til baka.“ Ísland og Króatía eru með sama stigafjölda á toppi riðilsins og það er því mikið undir í kvöld. „Ef við náum að vinna komumst við í ansi góða stöðu. Það styttist í markmiðið sem er að komast til Rússlands,“ segir Gylfi en einhverjir hafa kallað eftir því að hann verði í fremstu víglínu í dag. „Það væri allt í lagi. Heimir er nógu fær um að taka rétta ákvörðun. Hver svo sem hún verður. Ég er alveg til í að spila frammi því þá fæ ég fleiri færi til þess að skora. Ég verð sáttur hvar sem ég spila á vellinum.“ Það verða engir áhorfendur í stúkunni og það í annað sinn hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Þetta er mjög skrítið. Það var mjög skrítið að spila í Úkraínu. Þetta var eins og æfingaleikur hjá góðu varaliði. Það er mikið undir og því er skrítið að hafa ekki neina áhorfendur,“ segir Gylfi en hann var ánægður með æfingabúðirnar á Ítalíu fyrir leikinn. „Við æfðum vel í Parma og það fór vel um okkur. Hefði mátt vera aðeins heitara. Þetta var stutt ferðalag fyrir flesta og við erum í fínum málum. Við stefnum alltaf á þrjú stig en við vitum að Króatar eru með hörkulið. Það væri frábært að ná góðum úrslitum í þessum leik.“ Sjá má viðtalið við Gylfa í heild sinni hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26 Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00 Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum "Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013. 12. nóvember 2016 12:00 Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26
Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00
Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum "Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013. 12. nóvember 2016 12:00
Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00