Innlent

Risaeðlunni seinkar enn

Kristján Már Unnarsson skrifar
Antonov 225, stærsta flugvél heims, á akstursbraut Leipzig-flugvallar í fyrradag.
Antonov 225, stærsta flugvél heims, á akstursbraut Leipzig-flugvallar í fyrradag. Mynd/LeipzigHalle-flugvöllur.
Vandræði við að koma Antonov-risaþotunni af stað til Íslands halda áfram. Nú hefur verið tilkynnt um enn eina seinkunina og að brottför frá Leipzig verði klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Samkvæmt Airport Associates er lending í Keflavík nú áætluð klukkan 18.30 í kvöld. Það er sem fyrr óstaðfestur tími, en gert er ráð fyrir að flugtak frá Keflavík verði tveimur tímum síðar, sem þýðir um klukkan 20.30, standist þessi tímaáætlun.

(Innskot. Flugtak frá Leipzig kl. 15.19. Sjá komutíma hér.

Hafa verður í huga að Antonov 225-vélin er orðin 28 ára gömul og afsprengi gömlu Sovétríkjanna. Þetta er eina eintakið í heiminum og sannkölluð risaeðla flugsins. Hún dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Eftir að hætt var við geimferjuáætlun Sovétmanna stóð vélin óhreyfð í áratug eða þar til Úkraínumenn gerðu hana flughæfa á ný árið 2001. 

Atvikið á flugvellinum í Leipzig í fyrradag, þegar eldtungur stóðu út úr einum sex hreyfla hennar, segir kannski sína sögu um ástandið á þessu fornaldarskrímsli. 

Fylgjast má með flugi vélarinnar á vefnum Flightradar 24. 

Hér má sjá lendingu vélarinnar í Keflavík sumarið 2014 og hér má sjá magnað flugtakið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×