Innlent

Fylgstu með flugi risaeðlunnar til Íslands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugvélin er ógnarstór.
Flugvélin er ógnarstór. Vísir/Getty
Antonov-risaþotan sem áætlað var að myndi koma til Íslands er loksins lögð af stað frá Leipzig í Þýskalandi.

Vélin er af gerðinni Antonov 225 og er orðin 28 ára gömul og afsprengi gömlu Sovétríkjanna. Þetta er eina eintakið í heiminum og sannkölluð risaeðla flugsins. Hún dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Eftir að hætt var við geimferjuáætlun Sovétmanna stóð vélin óhreyfð í áratug eða þar til Úkraínumenn gerðu hana flughæfa á ný árið 2001.

Fylgjast má með flugi vélarinnar til Íslands í beinni hér að neðan.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vélin kemur til Íslands en hingað kom hún sumarið 2014. Hér má sjá lendingu vélarinnar í Keflavík sumarið 2014 og hér má sjá magnað flugtakið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×