Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Ritstjórn skrifar 15. nóvember 2016 10:15 Glamour/Getty Það var mikið um dýrðir í Los Angeles í gærkvöldi þegar rauða dreglinum var rúllað út að því tilefni að bandaríska útgáfa Glamour hélt Women of the Year-verðlaunin. Verðlaunin eru gefin til kvenna sem hafa staðið upp á árinu fyrir vinnu sína og störf en að þessu sinni var einn karl á lista líka, en tónlistarmaðurinn Bono hlaut verðlaun sem karl ársins. Gwen Stefani, Simone Biles, Ashley Graham og Christine Lagarde voru meðal þeirra kvenna sem voru verðlaunaðar í gærkvöldi. Nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum settu sinn svip á hátíðina en Hillary Clinton fékk sérstaka hyllingu hjá gestum. Gestir skörtuðu sínu fínasta pússi í tilefni dagsins og rauði dregilinn óvenju fjölbreyttur. Cindi Leive, ritstjóri Glamour, Lena Dunham og Anna Wintour klæddust allar rauðu.Ashley Graham, Cara Delevingne og Amber Hearst stukku allar í blúnduna í tilefni dagsins.Tracee Ellis Ross og Kat Graham í svipuðum kjólum.Fyrirsætan Chanel Iman og Ibtihaj Muhammad, skylmingarkona mættu báðar í pallíettukjólum.Jenna Tatum, Simone Biles og Christine Lagarde.Nýafstaðnar forsetakosningar vestanhafs settu sinn svip á hátíðina og þessi sendi skýr skilaboð.Gwen Stefani. Glamour Tíska Mest lesið Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour Fágað fyrir herrana frá Burberry Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Hátíðarfarðanir sem munu slá í gegn Glamour Karl Lagerfeld og Chanel til Kúbu Glamour Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Cara Delevingne aflitar á sér hárið Glamour Kristen Stewart leikur Coco Chanel Glamour Heita í höfuðið á Instagram-filterum Glamour Pepsi auglýsing Kendall Jenner vekur hörð viðbrögð Glamour
Það var mikið um dýrðir í Los Angeles í gærkvöldi þegar rauða dreglinum var rúllað út að því tilefni að bandaríska útgáfa Glamour hélt Women of the Year-verðlaunin. Verðlaunin eru gefin til kvenna sem hafa staðið upp á árinu fyrir vinnu sína og störf en að þessu sinni var einn karl á lista líka, en tónlistarmaðurinn Bono hlaut verðlaun sem karl ársins. Gwen Stefani, Simone Biles, Ashley Graham og Christine Lagarde voru meðal þeirra kvenna sem voru verðlaunaðar í gærkvöldi. Nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum settu sinn svip á hátíðina en Hillary Clinton fékk sérstaka hyllingu hjá gestum. Gestir skörtuðu sínu fínasta pússi í tilefni dagsins og rauði dregilinn óvenju fjölbreyttur. Cindi Leive, ritstjóri Glamour, Lena Dunham og Anna Wintour klæddust allar rauðu.Ashley Graham, Cara Delevingne og Amber Hearst stukku allar í blúnduna í tilefni dagsins.Tracee Ellis Ross og Kat Graham í svipuðum kjólum.Fyrirsætan Chanel Iman og Ibtihaj Muhammad, skylmingarkona mættu báðar í pallíettukjólum.Jenna Tatum, Simone Biles og Christine Lagarde.Nýafstaðnar forsetakosningar vestanhafs settu sinn svip á hátíðina og þessi sendi skýr skilaboð.Gwen Stefani.
Glamour Tíska Mest lesið Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour Fágað fyrir herrana frá Burberry Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Hátíðarfarðanir sem munu slá í gegn Glamour Karl Lagerfeld og Chanel til Kúbu Glamour Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Cara Delevingne aflitar á sér hárið Glamour Kristen Stewart leikur Coco Chanel Glamour Heita í höfuðið á Instagram-filterum Glamour Pepsi auglýsing Kendall Jenner vekur hörð viðbrögð Glamour