Messi og allt landslið Argentínu neitaði að tjá sig við fjölmiðla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2016 08:30 Lionel Messi í leiknum í nótt. Vísir/Getty Lionel Messi tilkynnti eftir sigur 3-0 Argentínu á Kólumbíu í undankeppni HM 2018 í nótt að liðið myndi ekki ræða við fjölmiðla. Ástæðan eru ásakanir sem blaðamaður kom með gagnvart Ezequiel Lavezzi fyrir leikinn. Lavezzi var ekki í leikmannahópi Argentínu í nótt. Umræddur blaðamaður, Gabriel Anello, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort að Lavezzi væri ekki í landsliðshópnum vegna þess að hann hefði verið uppvís að því að neyta kannabisefna í æfingabúðum liðsins fyrir leik.Lavezzi queda fuera del banco de suplentes mañana por el porro q se fumo anoche en la concentración ? Pregunto ... solo pregunto — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi se fuma su segundo porro en la concentración y el "impresentable" es quien los dice ... Tenemos la selección y jugadores q merecemos — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi brást illur við þessum ásökunum og hét þess að leita réttar síns vegna skrifa Anello.pic.twitter.com/pSOLWFXPOA — Ezequiel Lavezzi (@PochoLavezzi) November 15, 2016 Allir 23 liðsfélagar Lavezzi tóku sér stöðu fyrir blaðamenn eftir leikinn í nótt þar sem Lionel Messi tilkynnti að enginn þeirra myndi ræða við fjölmiðla vegna umræddra skrifa. „Ásakarirnar gagnvart Lavezzi voru miklar. Við hörmum þetta en höfðum enga aðra valkosti,“ sagði Messi og bætti við að það væri eitt að gagnrýna frammistöðu leikmanna inni á vellinum en annað að blanda sér í einkalíf manna. „Við vildum segja þetta fyrir framan alla í stað þess að gefa út yfirlýsingu,“ sagði hann enn fremur en ræðuna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Argentína er í fimmta sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2018 með nítján stig, einu á eftir Ekvador og Síle. Brasilía, sem vann 2-0 sigur á Perú í nótt með mörkum Gabriel Jesus og Renato Augusto, er efst með 27 stig. Messi skoraði fyrsta mark Argentínumanna í nótt en Lucas Prato og Angel Di Maria hin mörk Argentínu í leiknum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira
Lionel Messi tilkynnti eftir sigur 3-0 Argentínu á Kólumbíu í undankeppni HM 2018 í nótt að liðið myndi ekki ræða við fjölmiðla. Ástæðan eru ásakanir sem blaðamaður kom með gagnvart Ezequiel Lavezzi fyrir leikinn. Lavezzi var ekki í leikmannahópi Argentínu í nótt. Umræddur blaðamaður, Gabriel Anello, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort að Lavezzi væri ekki í landsliðshópnum vegna þess að hann hefði verið uppvís að því að neyta kannabisefna í æfingabúðum liðsins fyrir leik.Lavezzi queda fuera del banco de suplentes mañana por el porro q se fumo anoche en la concentración ? Pregunto ... solo pregunto — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi se fuma su segundo porro en la concentración y el "impresentable" es quien los dice ... Tenemos la selección y jugadores q merecemos — Gabriel Anello (@anellogaby) November 15, 2016 Lavezzi brást illur við þessum ásökunum og hét þess að leita réttar síns vegna skrifa Anello.pic.twitter.com/pSOLWFXPOA — Ezequiel Lavezzi (@PochoLavezzi) November 15, 2016 Allir 23 liðsfélagar Lavezzi tóku sér stöðu fyrir blaðamenn eftir leikinn í nótt þar sem Lionel Messi tilkynnti að enginn þeirra myndi ræða við fjölmiðla vegna umræddra skrifa. „Ásakarirnar gagnvart Lavezzi voru miklar. Við hörmum þetta en höfðum enga aðra valkosti,“ sagði Messi og bætti við að það væri eitt að gagnrýna frammistöðu leikmanna inni á vellinum en annað að blanda sér í einkalíf manna. „Við vildum segja þetta fyrir framan alla í stað þess að gefa út yfirlýsingu,“ sagði hann enn fremur en ræðuna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Argentína er í fimmta sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2018 með nítján stig, einu á eftir Ekvador og Síle. Brasilía, sem vann 2-0 sigur á Perú í nótt með mörkum Gabriel Jesus og Renato Augusto, er efst með 27 stig. Messi skoraði fyrsta mark Argentínumanna í nótt en Lucas Prato og Angel Di Maria hin mörk Argentínu í leiknum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira