Gunnhildur fer með til Slóvakíu | Ívar valdi bæði Emelíu Ósk og Thelmu Dís Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2016 13:30 Gunnhildur Gunnarsdóttir. Vísir/Ernir Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið þá tólf leikmenn sem fara til Slóvakíu í fyrramálið og mæta heimastúlkum í undankeppni EM á laugardaginn. Tveir nýliðar eru í hópnum en Keflvíkingarnir Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir munu þar með spila sinn fyrsta A-landsleik út í Slóvakíu. Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem missti af síðasta leik Snæfells vegna höfuðmeiðsla, fer út með íslenska liðinu en hún og systir hennar Berglind Gunnarsdóttir eru báðar í hópnum. Gunnhildur tók við fyrirliðabandinu af Helenu Sverrisdóttir í síðasta verkefni liðsins og er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir íslenska landsliðið. Emelía Ósk og Thelma Dís, sem eru báðar átján ára gamlar, hafa staðið sig frábærlega með spútnikliði Keflavíkur í vetur en Keflavíkurliðið situr nú við hlið Íslandsmeistara Snæfells á toppi Domino´s deildar kvenna. Hallveig Jónsdóttir er í hópnum og mun þannig spila sinn fyrsta landsleik í þrjú og hálft ár eða síðan á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg árið 2013. Sandra Lind Þrastardóttir er eini leikmaður íslenska liðsins sem spilar ekki í Domino´s deildinni en hún spilar í vetur með danska félaginu Horsholms 79’ers. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er leikreyndasti leikmaður liðsins en hún á að baki 43 landsleiki. Pálína María Gunnlaugsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir hafa báðar spilað 35 landsleiki. Átta af tólf leikmönnum íslenska liðsins eru annaðhvort uppaldar í Keflavík, leikmenn Keflavíkur í dag eða hafa spilað með Keflavíkurliðinu einhvern tímann á ferlinum. Ívar valdi fimmtán manna æfingahóp en þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Ragnheiður Benónísdóttir verða eftir heima en koma mögulega inn í hópinn í leiknum á móti Portúgal í næstu viku.Hópurinn í leiknum á móti Slóvakíu á laugardaginn: Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · 6 landsleikir Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík · Nýliði Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell · 25 landsleikir Hallveig Jónsdóttir - Valur · 3 landsleikir Ingibjörg Jakobsdóttir - Grindavík · 14 landsleikir Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík · 7 landsleikir Pálína María Gunnlaugsdóttir - Snæfell · 35 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Stjarnan · 35 landsleikir Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Keflavík · 1 landsleikur Sandra Lind Þrastardóttir - Horsholms 79’ers, Danmörku · 9 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - Skallagrímur · 42 landsleikir Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík · NýliðiAðrir leikmenn í æfingahóp sem mögulega koma inn fyrir Portúgalsleikinn hér heima: Birna Valgerður Benónýsdóttir - Keflavík · Nýliði Elín Sóley Hrafnkelsdóttir - Valur · 2 landsleikir Ragnheiður Benónísdóttir - Skallagrímur · Nýliði Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Njarðvíkingar sterkari í lokin Leik lokið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Leik lokið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Leik lokið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið þá tólf leikmenn sem fara til Slóvakíu í fyrramálið og mæta heimastúlkum í undankeppni EM á laugardaginn. Tveir nýliðar eru í hópnum en Keflvíkingarnir Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir munu þar með spila sinn fyrsta A-landsleik út í Slóvakíu. Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem missti af síðasta leik Snæfells vegna höfuðmeiðsla, fer út með íslenska liðinu en hún og systir hennar Berglind Gunnarsdóttir eru báðar í hópnum. Gunnhildur tók við fyrirliðabandinu af Helenu Sverrisdóttir í síðasta verkefni liðsins og er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir íslenska landsliðið. Emelía Ósk og Thelma Dís, sem eru báðar átján ára gamlar, hafa staðið sig frábærlega með spútnikliði Keflavíkur í vetur en Keflavíkurliðið situr nú við hlið Íslandsmeistara Snæfells á toppi Domino´s deildar kvenna. Hallveig Jónsdóttir er í hópnum og mun þannig spila sinn fyrsta landsleik í þrjú og hálft ár eða síðan á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg árið 2013. Sandra Lind Þrastardóttir er eini leikmaður íslenska liðsins sem spilar ekki í Domino´s deildinni en hún spilar í vetur með danska félaginu Horsholms 79’ers. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er leikreyndasti leikmaður liðsins en hún á að baki 43 landsleiki. Pálína María Gunnlaugsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir hafa báðar spilað 35 landsleiki. Átta af tólf leikmönnum íslenska liðsins eru annaðhvort uppaldar í Keflavík, leikmenn Keflavíkur í dag eða hafa spilað með Keflavíkurliðinu einhvern tímann á ferlinum. Ívar valdi fimmtán manna æfingahóp en þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Ragnheiður Benónísdóttir verða eftir heima en koma mögulega inn í hópinn í leiknum á móti Portúgal í næstu viku.Hópurinn í leiknum á móti Slóvakíu á laugardaginn: Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · 6 landsleikir Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík · Nýliði Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell · 25 landsleikir Hallveig Jónsdóttir - Valur · 3 landsleikir Ingibjörg Jakobsdóttir - Grindavík · 14 landsleikir Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík · 7 landsleikir Pálína María Gunnlaugsdóttir - Snæfell · 35 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Stjarnan · 35 landsleikir Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Keflavík · 1 landsleikur Sandra Lind Þrastardóttir - Horsholms 79’ers, Danmörku · 9 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - Skallagrímur · 42 landsleikir Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík · NýliðiAðrir leikmenn í æfingahóp sem mögulega koma inn fyrir Portúgalsleikinn hér heima: Birna Valgerður Benónýsdóttir - Keflavík · Nýliði Elín Sóley Hrafnkelsdóttir - Valur · 2 landsleikir Ragnheiður Benónísdóttir - Skallagrímur · Nýliði
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Njarðvíkingar sterkari í lokin Leik lokið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Leik lokið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Leik lokið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira