Erlent

Dassey verður ekki sleppt

Atli Ísleifsson skrifar
Steven Avery og Brendan Dassey.
Steven Avery og Brendan Dassey.
Áfrýjunardómstóll í Chicago úrskurðaði í dag að Brendan Dassey, sem kom fyrir í þáttunum Making a Murderer, verður ekki sleppt úr haldi.

Ríkissaksóknari í Wisconsin-ríki áfrýjaði fyrr í vikunni dómi þar sem fram kom að Dassey skyldi sleppt, en dómstóll felldi í sumar úr gildi lífstíðardóm yfir Dassey sem dæmdur var fyrir morðið á Teresa Halbach, 25 ára ljósmyndara, árið 2005.

Frændi hins 27 ára Dassey, Steven Avery, situr inni fyrir sama morð, en hann hlaut einnig lífstíðardóm. Dassey var sextán ára á þeim tíma sem Halback var myrt.

Fyrr í vikunni úrskurðaði dómarinn William Duffin að Dassey skyldi sleppt á meðan málið hefði sinn gang í réttarkerfinu, en að eftirlit skyldi haft með honum.

Mál Dassey og Avery hefur vakið gríðarlega athygli eftir sýningu Making a Murderer. Þættirnir voru frumsýndir á Netflix í desember síðastliðnum og hafa vakið heimsathygli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×