Fleiri vilja leita upprunans Vera Einarsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 11:00 Að sögn Kristins er munaðarlausum börnum eða börnum sem vantar fjölskyldur ekki endilega að fækka heldur börnum sem eru skilgreind ættleiðanleg. MYND/EYÞÓR Sjónvarpsþættirnir Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2 hafa vakið mikla athygli en þar fylgir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ættleiddum einstaklingum eftir í leit að upprunanum. Að sögn Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, hafa uppkomin ættleidd börn í auknum mæli leitað til félagsins með það í huga að feta sömu braut. Nýlega bárust fréttir af því að færri börn séu ættleidd á milli landa nú en áður. Skýringarnar eru fjölþættar. Kristinnn segir pólitískar, efnahagslegar og félagslegar ástæður liggja að baki því að færri börn séu ættleidd á milli landa nú en áður. „Fæst lönd vilja ættleiða frá sér börn enda er víða lögð áhersla á að þau alist upp sem næst upprunanum. Sum líta jafnvel þannig á að það gefi til kynna að þau geti ekki brauðfætt sitt fólk. Þá hefur hagsæld víða aukist sem dregur úr þörfinni. Áður fyrr voru sömuleiðis nokkur stór ættleiðingarlönd sem ættleiddu frá sér mikið af börnum. Þeim hefur sem betur fer fækkað enda getur mikill fjöldi ættleiðinga frá tilteknu landi gefið til kynna að hugsanlega sé ekki allt með felldu.“Ættleiðanlegum börnum fækkar Að sögn Kristins er munaðarlausum börnum eða börnum sem vantar fjölskyldur þó ekki endilega að fækka heldur börnum sem eru skilgreind ættleiðanleg. Þau fyrrnefndu er hins vegar ekki hægt að ættleiða án samninga og þeir gilda aðeins við tiltekin lönd. Íslensk ættleiðing er eina félagið hér á landi sem hefur milligöngu um ættleiðingar. „Þegar börn eru skilgreind ættleiðanleg er búin að fara fram rannsókn á því hvort þau séu raunverulega munaðarlaus og hvort enginn í stórfjölskyldunni sé til staðar. Eins hvort möguleiki sé á því að ættleiða þau innanlands. Þegar því er lokið er hægt að ættleiða þau alþjóðlega. Þessum börnum er að fækka og er staðreyndin sú að umsækjendur eru fleiri en ættleiðanleg börn,“ segir Kristinn. Hann segir þau samt sem áður til staðar og að alltaf muni vera þörf fyrir að fólk taki að sér munaðarlaus börn. Fjöldi ættleiðinga til Íslands er nokkuð breytilegur á milli ára. Í fyrra komu hingað tuttugu börn en aðeins fimm það sem af er þessu ári. Ef litið er lengra aftur voru þau ellefu 2014, átta 2013, sautján 2012 og nítján 2011.Kristinn og Birna Ósk ásamt dótturinni Önnu Elísabetu Kristinsdóttur.Íslenska ættleiðingarmódelið Kristinn segir fækkunina í ár eiga sér nokkrar meginskýringar. „Fyrir utan almenna fækkun ættleiðinga á milli landa þá hefur bið eftir forsamþykki hér heima, sem nauðsynlegt er að umsækjendur fái áður en sótt er um, lengst úr að meðaltali sex mánuðum í ár. Eins hafa lagalegar breytingar í Tékklandi, sem er eitt þeirra landa sem við erum með samning við, hægt á ferlinu þar,“ útskýrir Kristinn sem á þó von á því að það verði aðeins tímabundið. Þá segir hann að dregið hafi úr umsóknum þegar félagið var að berjast í bökkum á árunum 2011 og 2012. „Þá var það fjármagn sem rann til félagsins af mjög skornum skammti. Við vorum að berjast fyrir lífi félagsins og fólk treysti sér því síður af stað. Árið 2012 gerðum við hins vegar þjónustusamning við ríkið sem snéri dæminu algerlega við. Nú er fjárhagurinn traustur og í dag erum við eina félagið í heiminum með þjónustusamning við stjórnvöld og tryggt rekstrarfé, þó enn þurfi að auka fjármagnið í málaflokkinn. Úti í hinum stóra heimi er þetta kallað íslenska ættleiðingarmódelið og þykir til fyrirmyndar. Annars staðar er um að ræða félagasamtök eða sjálfseignarstofnanir og hafa mörg þurft að leggja upp laupana.“ Kristinn segir þó enn eima eftir af þessu og er fólk enn að koma í viðtöl með áhyggjur því að félagið sé að fara að hætta starfsemi. „Svona hefur áhrif og skilar sér í tímabundinni fækkun umsókna. Nú er fjárhagurinn hins vegar traustur og því óhætt að leita til okkar.“Lengri bið eftir forsamþykki En hvernig skýrir hann þá töf sem orðið hefur á því að umsækjendur fái forsamþykki? „Um tíma hafði Sýslumaðurinn í Búðardal umsjón með málaflokknum en hann var fluttur til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Eftir það hefur biðin smám saman verið að lengjast.“ Kristinn telur það helst vera vegna mikils vinnuálags á starfsmönnum embættisins sem hefur verið í umræðunni um nokkurt skeið. „Við höfum mikla samúð með starfsfólkinu og höfum bent á að augljóslega þurfi að fjölga í sifjadeildinni.“ Í dag er Íslensk ættleiðing með sautján virkar umsóknir úti í hinum stóra heimi sem er óvenjulítið. Hins vegar eru meira en tuttugu umsóknir um forsamþykki á borði sýslumanns. „Það eru dæmi um að fólk bíði lengur eftir forsamþykki en eftir barni eftir að umsókn fer út,“ segir Kristinn.Samningar við Búlgaríu og Indland Bið eftir börnum er mismikil eftir ættleiðingarlöndum. Í dag er Íslensk ættleiðing með samning við Kína, Kólumbíu, Tékkland, Tógó, Indland og Búlgaríu. En stendur til að fjölga löndum? „Það er alltaf í skoðun en á meðan fjöldi umsókna er ekki meiri er það kannski ekki það sem er brýnast. Við gerðum fyrir nokkru samning við Búlgaríu og er gaman að segja frá því að miðstjórnin þar í landi óskaði í raun eftir því að fyrra bragði eftir að hafa heyrt af íslenska ættleiðingarmódelinu. Þá erum við í þessum töluðum orðum að opna á ættleiðingar barna með skilgreindar þarfir frá Indlandi, en vegna aðstæðna var lokað á Indland um skeið.“ Kristinn segir enn engar umsóknir komnar til Búlgaríu. „Það getur verið svolítið erfitt að vera fyrstur og ryðja brautina. Þegar ég hóf störf um áramótin 2009 til 2010 var lítil reynsla komin á ættleiðingar frá Tékklandi og einungis tvær umsóknir þar í landi. Nú eru flestar umsóknirnar þar, enda almenn ánægja með ferlið og hefur fjöldi barna komið frá Tékklandi síðustu ár.“Aukin áhersla á stuðning Þó að tilgangur Íslenskrar ættleiðingar sé í grunninn að annast milligöngu um ættleiðingar þá hefur skilgreiningin að sögn Kristins verið að breytast. „Við lítum svo á að hlutverk okkar sé stærra og meira. Við leggjum okkur fram um að styðja fjölskylduna í umsóknarferlinu og ekki síst eftir að hún kemur heim. Við erum með sálfræðing sem veitir ráðgjöf, fræðslu og stuðning og erum til dæmis að veita stuðning í leikskóla og fræðslu til stórfjölskyldunnar þegar foreldrar fara út að sækja barn. Það er óheyrt hjá öðrum þjóðum.“ Eftir þættina á Stöð 2 hefur viðtölum við ættleidd ungmenni og uppkomna ættleidda einstaklinga sem vilja leita upprunans fjölgað. „Í því samhengi leggjum við sérstaka áherslu á sálfræðilegan undirbúning.“ Aðspurður segir Kristinn hugsanlegt að umsóknum um ættleiðingar fjölgi líka í kjölfar þáttanna. „Nú þegar hafa fleiri bókað sig í viðtöl með það í huga að skoða ættleiðingu en á sama tíma í fyrra.“Á aðra af elstu umsóknum félagsins En hvað varð til þess að þú helgaðir þig þessum málaflokki? „Ég og konan mín, Birna Ósk Einarsdóttir, skráðum okkur á biðlista í Kína í apríl 2007. Þá var okkur sagt að biðtíminn væri um tvö ár. Fljótlega sáum við að sá biðtími var ekki raunhæfur og fórum að ókyrrast. Við hittum fólk sem var í svipuðum sporum og stofnuðum nýtt ættleiðingarfélag, sem hafði það að markmiði að fjölga ættleiðingarlöndum. Það hafði heilmikil áhrif á þennan málaflokk og stuttu síðar hætti þáverandi framkvæmdastjóri ÍÆ. Ég var beðinn um að taka við og var Alþjóðleg ættleiðing í kjölfarið sameinuð Íslenskri ættleiðingu. Kristinn tók við sem framkvæmdastjóri um áramótin 2009/2010. Í byrjun árs 2010 komust hann og Birna Ósk að því að þau ættu von á barni. „Við vorum þá búin að vera barnlaus mjög lengi. Við vorum mjög spennt fyrir því að ættleiða barn og vorum löngu hætt að velta öðru fyrir okkur.“ Nú eiga þau Kristinn og Birna Ósk sex ára stúlku. Umsókn þeirra í Kína er dagsett 15. apríl 2007 og er hún önnur af tveimur elstu umsóknum félagsins. „Miðstjórnvaldið í Kína tilkynnti í janúar að það væri að afgreiða umsóknir frá 9. janúar. Í október var tilkynnt að verið væri að afgreiða umsóknir sem bárust fyrir 16. janúar. Á tíu mánuðum voru því afgreiddar umsóknir sem bárust á sjö dögum. Ég er því ekkert farinn að pakka ofan í tösku.“Stórkostlegt ævintýri Aðrar umsóknir hafa gengið hraðar fyrir sig og hafa 98 börn verið ættleidd til landsins frá því Kristinn tók til starfa fyrir að verða sjö árum. „Það er stórkostlegt ævintýri að fá að taka þátt í þessu með fólki. Við fáum það hingað í alla pappírsvinnuna en líka á mánaðarlega fræðslufyrirlestra sem við stöndum fyrir. Þegar kemur að pörun við barn erum við svo í mjög miklu sambandi. Þegar heim er komið koma allir til að sýna gullmolann sinn. Við erum svo í heilmiklu sambandi fyrstu mánuðina til að fylgjast með og vita hvort við getum eitthvað aðstoðað. Þá bjóðum við upp á fjölskyldumorgna og ýmislegt annað félagsstarf.“ Þegar fréttir berast af því að fjölskylda hafi sameinast ytra segir Kristinn alltaf haldna hátíðarstund á skrifstofunni. „Við klæðum okkur upp og skálum. Ég set meira að segja upp bindi sem ég geri aldrei annars enda ekki annað hægt en að hrífast með þegar fjölskyldurnar ná saman.“Þegar fjölskyldur sameinast ytra klæðir starfsfólk ÍÆ sig upp enda ekki hægt annað en að hrífast með. Hér er Kristinn ásamt Ragnheiði Davíðsdóttur, Marion Brochet og Lárusi Blöndal á hátíðarstund. Leitin að upprunanum Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Sjónvarpsþættirnir Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2 hafa vakið mikla athygli en þar fylgir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ættleiddum einstaklingum eftir í leit að upprunanum. Að sögn Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, hafa uppkomin ættleidd börn í auknum mæli leitað til félagsins með það í huga að feta sömu braut. Nýlega bárust fréttir af því að færri börn séu ættleidd á milli landa nú en áður. Skýringarnar eru fjölþættar. Kristinnn segir pólitískar, efnahagslegar og félagslegar ástæður liggja að baki því að færri börn séu ættleidd á milli landa nú en áður. „Fæst lönd vilja ættleiða frá sér börn enda er víða lögð áhersla á að þau alist upp sem næst upprunanum. Sum líta jafnvel þannig á að það gefi til kynna að þau geti ekki brauðfætt sitt fólk. Þá hefur hagsæld víða aukist sem dregur úr þörfinni. Áður fyrr voru sömuleiðis nokkur stór ættleiðingarlönd sem ættleiddu frá sér mikið af börnum. Þeim hefur sem betur fer fækkað enda getur mikill fjöldi ættleiðinga frá tilteknu landi gefið til kynna að hugsanlega sé ekki allt með felldu.“Ættleiðanlegum börnum fækkar Að sögn Kristins er munaðarlausum börnum eða börnum sem vantar fjölskyldur þó ekki endilega að fækka heldur börnum sem eru skilgreind ættleiðanleg. Þau fyrrnefndu er hins vegar ekki hægt að ættleiða án samninga og þeir gilda aðeins við tiltekin lönd. Íslensk ættleiðing er eina félagið hér á landi sem hefur milligöngu um ættleiðingar. „Þegar börn eru skilgreind ættleiðanleg er búin að fara fram rannsókn á því hvort þau séu raunverulega munaðarlaus og hvort enginn í stórfjölskyldunni sé til staðar. Eins hvort möguleiki sé á því að ættleiða þau innanlands. Þegar því er lokið er hægt að ættleiða þau alþjóðlega. Þessum börnum er að fækka og er staðreyndin sú að umsækjendur eru fleiri en ættleiðanleg börn,“ segir Kristinn. Hann segir þau samt sem áður til staðar og að alltaf muni vera þörf fyrir að fólk taki að sér munaðarlaus börn. Fjöldi ættleiðinga til Íslands er nokkuð breytilegur á milli ára. Í fyrra komu hingað tuttugu börn en aðeins fimm það sem af er þessu ári. Ef litið er lengra aftur voru þau ellefu 2014, átta 2013, sautján 2012 og nítján 2011.Kristinn og Birna Ósk ásamt dótturinni Önnu Elísabetu Kristinsdóttur.Íslenska ættleiðingarmódelið Kristinn segir fækkunina í ár eiga sér nokkrar meginskýringar. „Fyrir utan almenna fækkun ættleiðinga á milli landa þá hefur bið eftir forsamþykki hér heima, sem nauðsynlegt er að umsækjendur fái áður en sótt er um, lengst úr að meðaltali sex mánuðum í ár. Eins hafa lagalegar breytingar í Tékklandi, sem er eitt þeirra landa sem við erum með samning við, hægt á ferlinu þar,“ útskýrir Kristinn sem á þó von á því að það verði aðeins tímabundið. Þá segir hann að dregið hafi úr umsóknum þegar félagið var að berjast í bökkum á árunum 2011 og 2012. „Þá var það fjármagn sem rann til félagsins af mjög skornum skammti. Við vorum að berjast fyrir lífi félagsins og fólk treysti sér því síður af stað. Árið 2012 gerðum við hins vegar þjónustusamning við ríkið sem snéri dæminu algerlega við. Nú er fjárhagurinn traustur og í dag erum við eina félagið í heiminum með þjónustusamning við stjórnvöld og tryggt rekstrarfé, þó enn þurfi að auka fjármagnið í málaflokkinn. Úti í hinum stóra heimi er þetta kallað íslenska ættleiðingarmódelið og þykir til fyrirmyndar. Annars staðar er um að ræða félagasamtök eða sjálfseignarstofnanir og hafa mörg þurft að leggja upp laupana.“ Kristinn segir þó enn eima eftir af þessu og er fólk enn að koma í viðtöl með áhyggjur því að félagið sé að fara að hætta starfsemi. „Svona hefur áhrif og skilar sér í tímabundinni fækkun umsókna. Nú er fjárhagurinn hins vegar traustur og því óhætt að leita til okkar.“Lengri bið eftir forsamþykki En hvernig skýrir hann þá töf sem orðið hefur á því að umsækjendur fái forsamþykki? „Um tíma hafði Sýslumaðurinn í Búðardal umsjón með málaflokknum en hann var fluttur til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Eftir það hefur biðin smám saman verið að lengjast.“ Kristinn telur það helst vera vegna mikils vinnuálags á starfsmönnum embættisins sem hefur verið í umræðunni um nokkurt skeið. „Við höfum mikla samúð með starfsfólkinu og höfum bent á að augljóslega þurfi að fjölga í sifjadeildinni.“ Í dag er Íslensk ættleiðing með sautján virkar umsóknir úti í hinum stóra heimi sem er óvenjulítið. Hins vegar eru meira en tuttugu umsóknir um forsamþykki á borði sýslumanns. „Það eru dæmi um að fólk bíði lengur eftir forsamþykki en eftir barni eftir að umsókn fer út,“ segir Kristinn.Samningar við Búlgaríu og Indland Bið eftir börnum er mismikil eftir ættleiðingarlöndum. Í dag er Íslensk ættleiðing með samning við Kína, Kólumbíu, Tékkland, Tógó, Indland og Búlgaríu. En stendur til að fjölga löndum? „Það er alltaf í skoðun en á meðan fjöldi umsókna er ekki meiri er það kannski ekki það sem er brýnast. Við gerðum fyrir nokkru samning við Búlgaríu og er gaman að segja frá því að miðstjórnin þar í landi óskaði í raun eftir því að fyrra bragði eftir að hafa heyrt af íslenska ættleiðingarmódelinu. Þá erum við í þessum töluðum orðum að opna á ættleiðingar barna með skilgreindar þarfir frá Indlandi, en vegna aðstæðna var lokað á Indland um skeið.“ Kristinn segir enn engar umsóknir komnar til Búlgaríu. „Það getur verið svolítið erfitt að vera fyrstur og ryðja brautina. Þegar ég hóf störf um áramótin 2009 til 2010 var lítil reynsla komin á ættleiðingar frá Tékklandi og einungis tvær umsóknir þar í landi. Nú eru flestar umsóknirnar þar, enda almenn ánægja með ferlið og hefur fjöldi barna komið frá Tékklandi síðustu ár.“Aukin áhersla á stuðning Þó að tilgangur Íslenskrar ættleiðingar sé í grunninn að annast milligöngu um ættleiðingar þá hefur skilgreiningin að sögn Kristins verið að breytast. „Við lítum svo á að hlutverk okkar sé stærra og meira. Við leggjum okkur fram um að styðja fjölskylduna í umsóknarferlinu og ekki síst eftir að hún kemur heim. Við erum með sálfræðing sem veitir ráðgjöf, fræðslu og stuðning og erum til dæmis að veita stuðning í leikskóla og fræðslu til stórfjölskyldunnar þegar foreldrar fara út að sækja barn. Það er óheyrt hjá öðrum þjóðum.“ Eftir þættina á Stöð 2 hefur viðtölum við ættleidd ungmenni og uppkomna ættleidda einstaklinga sem vilja leita upprunans fjölgað. „Í því samhengi leggjum við sérstaka áherslu á sálfræðilegan undirbúning.“ Aðspurður segir Kristinn hugsanlegt að umsóknum um ættleiðingar fjölgi líka í kjölfar þáttanna. „Nú þegar hafa fleiri bókað sig í viðtöl með það í huga að skoða ættleiðingu en á sama tíma í fyrra.“Á aðra af elstu umsóknum félagsins En hvað varð til þess að þú helgaðir þig þessum málaflokki? „Ég og konan mín, Birna Ósk Einarsdóttir, skráðum okkur á biðlista í Kína í apríl 2007. Þá var okkur sagt að biðtíminn væri um tvö ár. Fljótlega sáum við að sá biðtími var ekki raunhæfur og fórum að ókyrrast. Við hittum fólk sem var í svipuðum sporum og stofnuðum nýtt ættleiðingarfélag, sem hafði það að markmiði að fjölga ættleiðingarlöndum. Það hafði heilmikil áhrif á þennan málaflokk og stuttu síðar hætti þáverandi framkvæmdastjóri ÍÆ. Ég var beðinn um að taka við og var Alþjóðleg ættleiðing í kjölfarið sameinuð Íslenskri ættleiðingu. Kristinn tók við sem framkvæmdastjóri um áramótin 2009/2010. Í byrjun árs 2010 komust hann og Birna Ósk að því að þau ættu von á barni. „Við vorum þá búin að vera barnlaus mjög lengi. Við vorum mjög spennt fyrir því að ættleiða barn og vorum löngu hætt að velta öðru fyrir okkur.“ Nú eiga þau Kristinn og Birna Ósk sex ára stúlku. Umsókn þeirra í Kína er dagsett 15. apríl 2007 og er hún önnur af tveimur elstu umsóknum félagsins. „Miðstjórnvaldið í Kína tilkynnti í janúar að það væri að afgreiða umsóknir frá 9. janúar. Í október var tilkynnt að verið væri að afgreiða umsóknir sem bárust fyrir 16. janúar. Á tíu mánuðum voru því afgreiddar umsóknir sem bárust á sjö dögum. Ég er því ekkert farinn að pakka ofan í tösku.“Stórkostlegt ævintýri Aðrar umsóknir hafa gengið hraðar fyrir sig og hafa 98 börn verið ættleidd til landsins frá því Kristinn tók til starfa fyrir að verða sjö árum. „Það er stórkostlegt ævintýri að fá að taka þátt í þessu með fólki. Við fáum það hingað í alla pappírsvinnuna en líka á mánaðarlega fræðslufyrirlestra sem við stöndum fyrir. Þegar kemur að pörun við barn erum við svo í mjög miklu sambandi. Þegar heim er komið koma allir til að sýna gullmolann sinn. Við erum svo í heilmiklu sambandi fyrstu mánuðina til að fylgjast með og vita hvort við getum eitthvað aðstoðað. Þá bjóðum við upp á fjölskyldumorgna og ýmislegt annað félagsstarf.“ Þegar fréttir berast af því að fjölskylda hafi sameinast ytra segir Kristinn alltaf haldna hátíðarstund á skrifstofunni. „Við klæðum okkur upp og skálum. Ég set meira að segja upp bindi sem ég geri aldrei annars enda ekki annað hægt en að hrífast með þegar fjölskyldurnar ná saman.“Þegar fjölskyldur sameinast ytra klæðir starfsfólk ÍÆ sig upp enda ekki hægt annað en að hrífast með. Hér er Kristinn ásamt Ragnheiði Davíðsdóttur, Marion Brochet og Lárusi Blöndal á hátíðarstund.
Leitin að upprunanum Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira