Aðalsmaðurinn og sprengistjarnan Stefán Pálsson skrifar 20. nóvember 2016 11:00 Auk sérhæfðs húsakosts höfðu Úraníuborg og Stjörnuborg yfir að búa fjölda nákvæmra mælitækja, jafnt heimasmíðaðra sem aðfenginna. Þar á meðal gaf að líta forláta kvaðrant (mælitæki með 90 gráðu boga til að mæla hæð himinhnatta) sem smíðaður var af Hólabiskupnum Guðbrandi Þorlákssyni. Árið 1572 birtist torkennilegt fyrirbæri á himninum, ofurbjört stjarna sem stjörnufræðingar höfðu ekki veitt athygli fyrr. Austur í Kínaveldi höfðu stjörnuspekingar hirðarinnar þungar áhyggjur, enda nýr keisari kominn til valda, hinn tíu ára gamli Zhu Yijun. Sáu ráðgjafar hans ástæðu til að vara unglinginn við þessum fyrirboða og litu á hann sem guðlega áminningu um að keisarinn ætti að breyta háttum sínum. Ekki báru þær umvandanir árangur. Keisarinn sat við völd í 48 ár, en var drjúgan hluta þess tíma áhugalítill um embættisstörf og fól aðstoðarmönnum sínum úr hópi geldinga sífellt meiri völd. Er valdaskeið hans talið marka upphafið að hnignun hinnar gamalgrónu Ming-keisaraættar. Fáir munu í dag trúa því að beint samhengi hafi verið á milli slakrar keisarastjórnar Zhu Yijun og stjörnunnar torkennilegu. Á sextándu öld var þó sú trú viðtekin jafnt í Austurlöndum sem í Evrópu að fyrirbæri á himnum hefðu bein áhrif á atburði á jörðu niðri. Stjörnufræði og stjörnuspeki voru taldar hvor sín hliðin á sama peningi. Stjörnufræðingar könnuðust við halastjörnur, sem einatt voru taldar fyrirboði stórtíðinda og hölluðust flestir að því að hér væri um slíkt fyrirbrigði að ræða, þótt enginn væri halinn og litla hreyfingu á stjörnunni að sjá. Halastjörnur voru samkvæmt viðteknum heimsmyndarkenningum allt frá tímum Forn-Grikkja taldar veðurfræðilegt fyrirbæri sem ferðuðust um og ættu upptök sín milli tungls og jarðar. Rökin fyrir því voru þau að himingeimurinn handan tunglsins væri óumbreytanlegur og rynni eftir föstum brautum. Ekkert nýtt gæti þar komið fram og aðskotahlutir á borð við halastjörnur og loftsteina hlytu að riðla gangi himintunglanna.Stjörnuspeki og gullgerðarlist Í dag vitum við að það var sprengistjarna sem ruglaði stjörnufræðinga Kínakeisara svo í ríminu. Sprengistjörnur verða til þegar sólir hafa brennt upp öllu eldsneyti sínu með þeim afleiðingum að þær falla saman undan eigin þunga, gefa þá frá sér mikinn blossa en breytast síðan í nifteindastjörnu eða svarthol. Frá því að sögur hófust eru ekki nema átta þekkt dæmi um sprengistjörnur sem sjáanlegar hafa verið með berum augum frá jörðinni. Það er því ekki að undra þótt stjörnufræðingum hafi brugðið árið 1572. Sprengistjarnan reyndist líka örlagavaldur í lífi ungs Dana og átti stóran þátt í að gera hann ódauðlegan í vísindasögunni. Sá nefndist Tycho Brahe. Tycho var ekki nema 25 ára þegar sprengistjörnunnar varð vart, en þá þegar var hann orðinn helsti stjörnufræðingur Danmerkur. Hermennska eða lögfræðimenntun og stjórnmálastörf voru hefðbundin viðfangsefni ungra aðalsmanna og Tycho litli var ekki nema tólf ára gamall þegar hann innritaðist í Kaupmannahafnarháskóla og átti að leggja fyrir sig lögfræði. Fljótlega kviknaði þó stjörnufræðiáhuginn, sem hann ræktaði á laun. Afburðahæfileikar hans til að skrásetja nákvæmlega stöðu og gang himintungla leyndu sér ekki og að lokum féllst fjölskyldan á að hann helgaði sig vísindunum. Konungar og furstar gátu litið á stuðning við vísindamenn sem beina fjárfestingu. Stjörnufræðinga mátti styðja í þeirri von að þeir gætu spáð fyrir um óorðna hluti. Því verkefni sinnti Tycho Brahe samviskusamlega, með því að vinna veðurspár og útbúa stjörnukort fyrir meðlimi konungsfjölskyldunnar. Þegar komið var fram á sextándu öld gat það verið þjóðhöfðingjum álitsauki að hafa fræga vísindamenn undir verndarvæng sínum. Mestallar miðaldir hafði sú hugmynd verið ríkjandi að grískir spekingar fornaldar hafi í öllum meginatriðum náð að lýsa veröldinni rétt. Samkvæmt því var meginhlutverk vísindamanna að draga fram og endurnýta þessa fornu þekkingu, fremur en að afla nýrrar vitneskju með frumlegum hætti. Þessi viðhorf breyttust í kjölfar landafundanna miklu. Þar opnuðust vísindunum nýir heimar með framandi dýrum og jurtum. Sú hugmynd varð því sífellt áleitnari að ekki væri nóg að rýna bara í verk gömlu grísku meistaranna til að skilja gangverk alheimsins. Sem fyrr segir lá helsti styrkur Tychos Brahe í nákvæmum skráningum. Með því að fylgjast með gangi himintungla uppgötvaði hann fjölda dæma um ónákvæmni fyrri stjörnufræðinga við mælingar á staðsetningu stjarna. Nákvæmni hans er þeim mun magnaðri í ljósi þess að enn var ekki búið að kynna stjörnukíkinn til sögunnar. Mælingarnar fóru því allar fram með berum augum. Sjálfur var Brahe völundarsmiður og útbjó sjálfur fjölda vandaðra hjálpartækja. Brahe var því réttur maður á réttum stað árið 1572. Hann gat fylgst með sprengistjörnunni af meiri nákvæmni en nokkur annar og kveðið upp sannfærandi dóm um að hún væri miklu fjær jörðu en tunglið. Uppgötvunin hlaut að vekja gríðarlega athygli enda hrikti í heimsmyndinni.Fyrsta vísindamiðstöðin Frægðin sem Brahe hlotnaðist í kjölfarið opnaði honum leiðir til frama í fjarlægum löndum. Danakonungur vildi þó ekki glata hinni nýfengnu rós úr hnappagati sínu og var til í að bjóða gull og græna skóga. Raunar hermdu sögur að konungur teldi sig sérstaklega skuldbundinn Brahe, þar sem fóstri og föðurbróðir hans, Jørgen Thygesen Brahe, hafði dáið af völdum lungnabólgu sem hann fékk eftir að hafa bjargað kóngi frá drukknun á fylleríi þeirra félaganna. Tilboð Friðriks 2. var þó rausnarlegra en svo að það mætti einungis skýra með samviskubiti vegna ölvunaróhapps. Hann lét Brahe í té smáeyjuna Hveðn á Eyrarsundi með fullum yfirráðum. Frá 1576 til 1584 risu þar tvær sérhæfðar stjörnurannsóknarstöðvar. Sú fyrri, Úraníuborg, var kennd við gyðju stjörnufræðinnar í grískri goðafræði. Þegar Brahe áttaði sig á því fáeinum misserum síðar að veður og vindar gátu truflað viðkvæm mælitækin lét hann útbúa aðra rannsóknarstöð, Stjörnuborg, sem var að mestu neðanjarðar. Auk sérhæfðs húsakosts höfðu Úraníuborg og Stjörnuborg yfir að búa fjölda nákvæmra mælitækja, jafnt heimasmíðaðra sem aðfenginna. Þar á meðal gaf að líta forláta kvaðrant (mælitæki með 90 gráðu boga til að mæla hæð himinhnatta) sem smíðaður var af Hólabiskupnum Guðbrandi Þorlákssyni. Kvaðrantinn færði annar Íslendingur, Oddur Einarsson, stjörnufræðingnum að gjöf. Dvaldi Oddur um tíma í Úraníuborg á námsárum sínum og heimsótti Brahe aftur þegar hann kom til Kaupmannahafnar til að hljóta vígslu til embættis Skálholtsbiskups. Síðar reiknaði Oddur út nákvæma hnattstöðu Skálholtsstaðar og sendi Brahe vini sínum. Oddur Einarsson var einn fjölmargra efnilegra námsmanna sem dvöldu við stjörnufræðirannsóknir á Hveðn um lengri eða skemmri tíma. Stjörnurannsóknarstöðin var í raun vísindaakademía að fornri fyrirmynd en jafnframt eitt allra fyrsta dæmið um nútímavísindarannsóknamiðstöð. Efnilegir stjörnufræðingar komu hvarvetna að úr Evrópu til að nema við fótskör meistarans og aðstoða hann við rannsóknir. Það jók enn á frægð Úraníuborgar að Brahe kom sér þegar upp sinni eigin prentsmiðju, með þann eina tilgang að þrykkja bækur og rit um stjörnufræðirannsóknir sínar. Kenningar hans og rannsóknarniðurstöður fengu því miklu skjótari og meiri útbreiðslu en títt var um slíkar rannsóknir á þessum tíma.Jarðmiðja eða sólmiðja? Heimsmyndarkenning Brahes komst fljótlega á allra varir, í henni reyndi hann að miðla málum milli umdeildrar sólmiðjukenningar Kóperníkusar og hinnar hefðbundnu jarðmiðjukenningar. Brahe freistaði þess að feta milliveginn með því að láta sólina og tunglið ganga umhverfis kyrrstæða jörðu, en hinar pláneturnar snerust umhverfis sólina. Kostnaðurinn við byggingu og rekstur svo umfangsmikillar vísindastofnunnar var mikill eða um eitt prósent af heildarútgjöldum ríkisins þegar mest lét. En stjórnmálagæfan er fallvölt og það sannaðist þegar Friðrik 2. lést og við tók sonur hans, Kristján 4., árið 1588. Nýi kóngurinn og ráðgjafar hans höfðu meiri áhuga á vopnaskaki en fræðagrúski, auk þess sem stjórnin í Kaupmannahöfn var staðráðin í að draga úr valdi aðalsmanna í landinu. Persónulegar aðstæður gerðu stöðu Brahes enn þrengri. Hann bjó í óvígðri sambúð með konu af alþýðuættum og gat ekki kvænst henni án þess að glata aðalstigninni. Börn þeirra töldust því óskilgetin. Tycho hafði í lengstu lög vonast til að finna leið til að afkomendur hans fengju að erfa lendur hans og titla, en þegar sú von var fyrir bí flúði hann úr landi með fjölskyldu sína. Þeim var tekið með kostum og kynjum við hirð konungsins í Prag. Þar hlaut Brahe stöðu hirðstjörnufræðings, en varð ekki langra lífdaga auðið. Hann lést með miklum kvölum að lokinni matarveislu, líklega eftir að gallblaðran sprakk – þótt gárungar segðu síðar að hann hefði neitað sér of lengi um að fara á klósettið. Það kom því í hlut lærisveinsins Keplers að gefa út stjörnumælingar meistara síns, en í stað þess hafa þar til hliðsjónar heimsmyndarkenningu Brahes sjálfs lá Kepler á því lúalagi að notast við sólmiðjukenninguna í staðinn. Lífsstarf Tychos Brahe varð því að lokum til þess að festa í sessi kenningu sem hann trúði ekki á sjálfur. Eflaust hefðu sumir höfundar í pistli um Tycho Brahe freistast til að skrifa um sérkennileg smáatriði í lífi hans, svo sem gullnefið, dverginn sem hann átti og elginn hans sem datt ölvaður niður stiga og drapst. En það bíður betri tíma. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Árið 1572 birtist torkennilegt fyrirbæri á himninum, ofurbjört stjarna sem stjörnufræðingar höfðu ekki veitt athygli fyrr. Austur í Kínaveldi höfðu stjörnuspekingar hirðarinnar þungar áhyggjur, enda nýr keisari kominn til valda, hinn tíu ára gamli Zhu Yijun. Sáu ráðgjafar hans ástæðu til að vara unglinginn við þessum fyrirboða og litu á hann sem guðlega áminningu um að keisarinn ætti að breyta háttum sínum. Ekki báru þær umvandanir árangur. Keisarinn sat við völd í 48 ár, en var drjúgan hluta þess tíma áhugalítill um embættisstörf og fól aðstoðarmönnum sínum úr hópi geldinga sífellt meiri völd. Er valdaskeið hans talið marka upphafið að hnignun hinnar gamalgrónu Ming-keisaraættar. Fáir munu í dag trúa því að beint samhengi hafi verið á milli slakrar keisarastjórnar Zhu Yijun og stjörnunnar torkennilegu. Á sextándu öld var þó sú trú viðtekin jafnt í Austurlöndum sem í Evrópu að fyrirbæri á himnum hefðu bein áhrif á atburði á jörðu niðri. Stjörnufræði og stjörnuspeki voru taldar hvor sín hliðin á sama peningi. Stjörnufræðingar könnuðust við halastjörnur, sem einatt voru taldar fyrirboði stórtíðinda og hölluðust flestir að því að hér væri um slíkt fyrirbrigði að ræða, þótt enginn væri halinn og litla hreyfingu á stjörnunni að sjá. Halastjörnur voru samkvæmt viðteknum heimsmyndarkenningum allt frá tímum Forn-Grikkja taldar veðurfræðilegt fyrirbæri sem ferðuðust um og ættu upptök sín milli tungls og jarðar. Rökin fyrir því voru þau að himingeimurinn handan tunglsins væri óumbreytanlegur og rynni eftir föstum brautum. Ekkert nýtt gæti þar komið fram og aðskotahlutir á borð við halastjörnur og loftsteina hlytu að riðla gangi himintunglanna.Stjörnuspeki og gullgerðarlist Í dag vitum við að það var sprengistjarna sem ruglaði stjörnufræðinga Kínakeisara svo í ríminu. Sprengistjörnur verða til þegar sólir hafa brennt upp öllu eldsneyti sínu með þeim afleiðingum að þær falla saman undan eigin þunga, gefa þá frá sér mikinn blossa en breytast síðan í nifteindastjörnu eða svarthol. Frá því að sögur hófust eru ekki nema átta þekkt dæmi um sprengistjörnur sem sjáanlegar hafa verið með berum augum frá jörðinni. Það er því ekki að undra þótt stjörnufræðingum hafi brugðið árið 1572. Sprengistjarnan reyndist líka örlagavaldur í lífi ungs Dana og átti stóran þátt í að gera hann ódauðlegan í vísindasögunni. Sá nefndist Tycho Brahe. Tycho var ekki nema 25 ára þegar sprengistjörnunnar varð vart, en þá þegar var hann orðinn helsti stjörnufræðingur Danmerkur. Hermennska eða lögfræðimenntun og stjórnmálastörf voru hefðbundin viðfangsefni ungra aðalsmanna og Tycho litli var ekki nema tólf ára gamall þegar hann innritaðist í Kaupmannahafnarháskóla og átti að leggja fyrir sig lögfræði. Fljótlega kviknaði þó stjörnufræðiáhuginn, sem hann ræktaði á laun. Afburðahæfileikar hans til að skrásetja nákvæmlega stöðu og gang himintungla leyndu sér ekki og að lokum féllst fjölskyldan á að hann helgaði sig vísindunum. Konungar og furstar gátu litið á stuðning við vísindamenn sem beina fjárfestingu. Stjörnufræðinga mátti styðja í þeirri von að þeir gætu spáð fyrir um óorðna hluti. Því verkefni sinnti Tycho Brahe samviskusamlega, með því að vinna veðurspár og útbúa stjörnukort fyrir meðlimi konungsfjölskyldunnar. Þegar komið var fram á sextándu öld gat það verið þjóðhöfðingjum álitsauki að hafa fræga vísindamenn undir verndarvæng sínum. Mestallar miðaldir hafði sú hugmynd verið ríkjandi að grískir spekingar fornaldar hafi í öllum meginatriðum náð að lýsa veröldinni rétt. Samkvæmt því var meginhlutverk vísindamanna að draga fram og endurnýta þessa fornu þekkingu, fremur en að afla nýrrar vitneskju með frumlegum hætti. Þessi viðhorf breyttust í kjölfar landafundanna miklu. Þar opnuðust vísindunum nýir heimar með framandi dýrum og jurtum. Sú hugmynd varð því sífellt áleitnari að ekki væri nóg að rýna bara í verk gömlu grísku meistaranna til að skilja gangverk alheimsins. Sem fyrr segir lá helsti styrkur Tychos Brahe í nákvæmum skráningum. Með því að fylgjast með gangi himintungla uppgötvaði hann fjölda dæma um ónákvæmni fyrri stjörnufræðinga við mælingar á staðsetningu stjarna. Nákvæmni hans er þeim mun magnaðri í ljósi þess að enn var ekki búið að kynna stjörnukíkinn til sögunnar. Mælingarnar fóru því allar fram með berum augum. Sjálfur var Brahe völundarsmiður og útbjó sjálfur fjölda vandaðra hjálpartækja. Brahe var því réttur maður á réttum stað árið 1572. Hann gat fylgst með sprengistjörnunni af meiri nákvæmni en nokkur annar og kveðið upp sannfærandi dóm um að hún væri miklu fjær jörðu en tunglið. Uppgötvunin hlaut að vekja gríðarlega athygli enda hrikti í heimsmyndinni.Fyrsta vísindamiðstöðin Frægðin sem Brahe hlotnaðist í kjölfarið opnaði honum leiðir til frama í fjarlægum löndum. Danakonungur vildi þó ekki glata hinni nýfengnu rós úr hnappagati sínu og var til í að bjóða gull og græna skóga. Raunar hermdu sögur að konungur teldi sig sérstaklega skuldbundinn Brahe, þar sem fóstri og föðurbróðir hans, Jørgen Thygesen Brahe, hafði dáið af völdum lungnabólgu sem hann fékk eftir að hafa bjargað kóngi frá drukknun á fylleríi þeirra félaganna. Tilboð Friðriks 2. var þó rausnarlegra en svo að það mætti einungis skýra með samviskubiti vegna ölvunaróhapps. Hann lét Brahe í té smáeyjuna Hveðn á Eyrarsundi með fullum yfirráðum. Frá 1576 til 1584 risu þar tvær sérhæfðar stjörnurannsóknarstöðvar. Sú fyrri, Úraníuborg, var kennd við gyðju stjörnufræðinnar í grískri goðafræði. Þegar Brahe áttaði sig á því fáeinum misserum síðar að veður og vindar gátu truflað viðkvæm mælitækin lét hann útbúa aðra rannsóknarstöð, Stjörnuborg, sem var að mestu neðanjarðar. Auk sérhæfðs húsakosts höfðu Úraníuborg og Stjörnuborg yfir að búa fjölda nákvæmra mælitækja, jafnt heimasmíðaðra sem aðfenginna. Þar á meðal gaf að líta forláta kvaðrant (mælitæki með 90 gráðu boga til að mæla hæð himinhnatta) sem smíðaður var af Hólabiskupnum Guðbrandi Þorlákssyni. Kvaðrantinn færði annar Íslendingur, Oddur Einarsson, stjörnufræðingnum að gjöf. Dvaldi Oddur um tíma í Úraníuborg á námsárum sínum og heimsótti Brahe aftur þegar hann kom til Kaupmannahafnar til að hljóta vígslu til embættis Skálholtsbiskups. Síðar reiknaði Oddur út nákvæma hnattstöðu Skálholtsstaðar og sendi Brahe vini sínum. Oddur Einarsson var einn fjölmargra efnilegra námsmanna sem dvöldu við stjörnufræðirannsóknir á Hveðn um lengri eða skemmri tíma. Stjörnurannsóknarstöðin var í raun vísindaakademía að fornri fyrirmynd en jafnframt eitt allra fyrsta dæmið um nútímavísindarannsóknamiðstöð. Efnilegir stjörnufræðingar komu hvarvetna að úr Evrópu til að nema við fótskör meistarans og aðstoða hann við rannsóknir. Það jók enn á frægð Úraníuborgar að Brahe kom sér þegar upp sinni eigin prentsmiðju, með þann eina tilgang að þrykkja bækur og rit um stjörnufræðirannsóknir sínar. Kenningar hans og rannsóknarniðurstöður fengu því miklu skjótari og meiri útbreiðslu en títt var um slíkar rannsóknir á þessum tíma.Jarðmiðja eða sólmiðja? Heimsmyndarkenning Brahes komst fljótlega á allra varir, í henni reyndi hann að miðla málum milli umdeildrar sólmiðjukenningar Kóperníkusar og hinnar hefðbundnu jarðmiðjukenningar. Brahe freistaði þess að feta milliveginn með því að láta sólina og tunglið ganga umhverfis kyrrstæða jörðu, en hinar pláneturnar snerust umhverfis sólina. Kostnaðurinn við byggingu og rekstur svo umfangsmikillar vísindastofnunnar var mikill eða um eitt prósent af heildarútgjöldum ríkisins þegar mest lét. En stjórnmálagæfan er fallvölt og það sannaðist þegar Friðrik 2. lést og við tók sonur hans, Kristján 4., árið 1588. Nýi kóngurinn og ráðgjafar hans höfðu meiri áhuga á vopnaskaki en fræðagrúski, auk þess sem stjórnin í Kaupmannahöfn var staðráðin í að draga úr valdi aðalsmanna í landinu. Persónulegar aðstæður gerðu stöðu Brahes enn þrengri. Hann bjó í óvígðri sambúð með konu af alþýðuættum og gat ekki kvænst henni án þess að glata aðalstigninni. Börn þeirra töldust því óskilgetin. Tycho hafði í lengstu lög vonast til að finna leið til að afkomendur hans fengju að erfa lendur hans og titla, en þegar sú von var fyrir bí flúði hann úr landi með fjölskyldu sína. Þeim var tekið með kostum og kynjum við hirð konungsins í Prag. Þar hlaut Brahe stöðu hirðstjörnufræðings, en varð ekki langra lífdaga auðið. Hann lést með miklum kvölum að lokinni matarveislu, líklega eftir að gallblaðran sprakk – þótt gárungar segðu síðar að hann hefði neitað sér of lengi um að fara á klósettið. Það kom því í hlut lærisveinsins Keplers að gefa út stjörnumælingar meistara síns, en í stað þess hafa þar til hliðsjónar heimsmyndarkenningu Brahes sjálfs lá Kepler á því lúalagi að notast við sólmiðjukenninguna í staðinn. Lífsstarf Tychos Brahe varð því að lokum til þess að festa í sessi kenningu sem hann trúði ekki á sjálfur. Eflaust hefðu sumir höfundar í pistli um Tycho Brahe freistast til að skrifa um sérkennileg smáatriði í lífi hans, svo sem gullnefið, dverginn sem hann átti og elginn hans sem datt ölvaður niður stiga og drapst. En það bíður betri tíma.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira