Fótbolti

Varnarleysi hjá Evrópumeisturunum í Varsjá | Sjáðu snilldarmark Bale og hin fimm mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Evrópumeistarar Real Madrid misstigu sig gegn Legia í Varsjá í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Real Madrid komst í 0-2 en fékk á sig þrjú mörk í röð. Það var svo Mateo Kovacic sem kom í veg fyrir ósigur Evrópumeistarana þegar hann jafnaði metin í 3-3 fimm mínútum fyrir leikslok.

Leikurinn var aðeins 55 sekúnda gamall þegar Gareth Bale kom Real Madrid yfir með stórglæsilegu marki. Aldrei hefur leikmaður Real Madrid verið jafn fljótur að skora í Meistaradeildinni.

Bale var aftur á ferðinni á 35. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Karim Benzema. Staðan því 0-2 og Real Madrid í góðri stöðu.

En heimamenn gáfust ekki upp. Vadis Odjidja Ofoe minnkaði muninn á 40. mínútu og Miroslav Radovic jafnaði metin á 58. mínútu.

Thibault Moulin kom Legia svo yfir á 83. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Kovacic metin og tryggði Real Madrid stig.

Madrídingar eru með átta stig í 2. sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Borussia Dortmund sem er komið áfram í 16-liða úrslit eftir 1-0 sigur á Sporting Lissabon á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×