Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2016 12:56 Akurskóli Mynd/Já.is Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. Krefjast þeir að farið verði í aðgerðir til þess að framkalla samræmda vinnustöðvun grunnskólakennara strax. Að óbreyttu verði gripið til hópuppsagna 1. maí 2017. Í yfirlýsingu frá kennurum sem samþykkt var á kennarafundi og birt var á vef Víkurfrétta segir að þolinmæði kennara sé þrotin. Nýjustu fregnir af launahækkun þingmanna, ráðherra og forseta hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Æ fleiri kennarar sæki í önnur störf og ástandið í stéttinni sé óþolandi og framtíð kennarastéttarinnar sé mjög óljós. Grunnskólakennarar felldu kjarasamning sem gerður var við Samband íslenskra sveitarfélaga í upphafi september. Var það í annað sinn á skömmum tíma sem kennarar höfnuðu samningum.Ályktun kennara Akurskóla í heild sinniÞolinmæði kennara Akurskóla er á þrotum. Við teljum að lítið sé gert úr okkar störfum og nýjustu fréttir af launahækkunum æðstu ráðamanna eru kornið sem fyllti mælinn.Algerlega óháð því hvort kjararáð dragi sinn úrskurð til baka hafa kennarar enga þolinmæði lengur gagnvart samningaviðræðum sem miða að því að láta fjölbreytt skólastarf passa í „Excel skjal“ og hártogunum um atriði sem litlu máli skipta.Við vitum í hverju starf okkar felst og þurfum ekki að láta skilgreina það fyrir okkur.Núverandi ástand í stéttinni er ólíðandi og æ fleiri kennarar flýja i önnur störf, færri sækja í grunnskólakennaranámið og því er framtíðin mjög óljós. Einnig er ómögulegt að troða grunnskólum landsins í fyrrnefnt Excelskjal því þar er ekki tekið tillit til þess fjölbreytileika sem fylgir skóla án aðgreiningar.Hvorki ríki né sveitarfélög geta lengur vikið sér undan ábyrgð og hvað þá falið sig á bak við samninganefnd sveitarfélaga. Við viljum hærri laun en ekki stöðuga sölu á réttindum okkar og krefjumst launa samkvæmt þeirri ábyrgð sem við berum í okkar starfi.Við förum fram á að framkvæmdar verði viðeigandi aðgerðir til að framkalla samræmda vinnustöðvun grunnskólakennara strax og teljum það skyldu KÍ að fara að þeim tilmælum.Að óbreyttu verður gripið til hópuppsagna 1. maí 2017.Einnig bendum við á að um miðja síðustu öld voru laun alþingismanna miðuð við laun kennara og förum fram á að það viðmið verði tekið upp að nýju. Ályktun þessi var samþykkt á kennarafundi 2. nóvember 2016.Kennarar við Akurskóla Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs Guðbjörg Pálsdóttir sagði upp starfi sínu sem grunnskólakennari. Hún segir fleiri kennara vera í svipuðum hugleiðingum. 1. nóvember 2016 19:38 Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. Krefjast þeir að farið verði í aðgerðir til þess að framkalla samræmda vinnustöðvun grunnskólakennara strax. Að óbreyttu verði gripið til hópuppsagna 1. maí 2017. Í yfirlýsingu frá kennurum sem samþykkt var á kennarafundi og birt var á vef Víkurfrétta segir að þolinmæði kennara sé þrotin. Nýjustu fregnir af launahækkun þingmanna, ráðherra og forseta hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Æ fleiri kennarar sæki í önnur störf og ástandið í stéttinni sé óþolandi og framtíð kennarastéttarinnar sé mjög óljós. Grunnskólakennarar felldu kjarasamning sem gerður var við Samband íslenskra sveitarfélaga í upphafi september. Var það í annað sinn á skömmum tíma sem kennarar höfnuðu samningum.Ályktun kennara Akurskóla í heild sinniÞolinmæði kennara Akurskóla er á þrotum. Við teljum að lítið sé gert úr okkar störfum og nýjustu fréttir af launahækkunum æðstu ráðamanna eru kornið sem fyllti mælinn.Algerlega óháð því hvort kjararáð dragi sinn úrskurð til baka hafa kennarar enga þolinmæði lengur gagnvart samningaviðræðum sem miða að því að láta fjölbreytt skólastarf passa í „Excel skjal“ og hártogunum um atriði sem litlu máli skipta.Við vitum í hverju starf okkar felst og þurfum ekki að láta skilgreina það fyrir okkur.Núverandi ástand í stéttinni er ólíðandi og æ fleiri kennarar flýja i önnur störf, færri sækja í grunnskólakennaranámið og því er framtíðin mjög óljós. Einnig er ómögulegt að troða grunnskólum landsins í fyrrnefnt Excelskjal því þar er ekki tekið tillit til þess fjölbreytileika sem fylgir skóla án aðgreiningar.Hvorki ríki né sveitarfélög geta lengur vikið sér undan ábyrgð og hvað þá falið sig á bak við samninganefnd sveitarfélaga. Við viljum hærri laun en ekki stöðuga sölu á réttindum okkar og krefjumst launa samkvæmt þeirri ábyrgð sem við berum í okkar starfi.Við förum fram á að framkvæmdar verði viðeigandi aðgerðir til að framkalla samræmda vinnustöðvun grunnskólakennara strax og teljum það skyldu KÍ að fara að þeim tilmælum.Að óbreyttu verður gripið til hópuppsagna 1. maí 2017.Einnig bendum við á að um miðja síðustu öld voru laun alþingismanna miðuð við laun kennara og förum fram á að það viðmið verði tekið upp að nýju. Ályktun þessi var samþykkt á kennarafundi 2. nóvember 2016.Kennarar við Akurskóla
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs Guðbjörg Pálsdóttir sagði upp starfi sínu sem grunnskólakennari. Hún segir fleiri kennara vera í svipuðum hugleiðingum. 1. nóvember 2016 19:38 Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00
Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00
Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs Guðbjörg Pálsdóttir sagði upp starfi sínu sem grunnskólakennari. Hún segir fleiri kennara vera í svipuðum hugleiðingum. 1. nóvember 2016 19:38
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00