Clinton og Trump skjóta föstum skotum Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2016 23:43 Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/AFP Einungis nokkrir dagar eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og keppast þau Donald Trump og Hillary Clinton nú við að ná til eins margra kjósenda og mögulegt er. Bæði hafa þau skotið föstum skotum á síðustu dögum. Trump hefur vaxið ásmegin eftir að yfirmaður Alríkislögreglunnar tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton væri komin aftur af stað. Trump hélt ræðu í Flórída í dag þar sem hann sagðist sannfærður um að hann myndi verða kosinn í Hvíta húsið í kosningunum í næstu viku. Hann gaf í skyn að það eina sem hann þyrfti að gera væri að halda einbeittningunni og halda sig við málefnin. Því næst sagði hann að Clinton komin í geðfarslegt ójafnvægi. Hann sagði einnig að ef Clinton myndi vinna myndu áralangar rannsóknir og kærur myndu þvælast fyrir henni. „Það er ekki það sem Bandaríkin þurfa á að halda. Við þurfum einhvern sem er tilbúinn að ganga beint til starfa,“ sagði Trump.Ráði ekki við starfið Clinton og bandamenn hennar hafa hins vegar einbeitt sér að ummælum Trump og hæfi hans til embættis forseta. Clinton sagði hann hafa daðrað við rasista og þjóðernissinna nánast alla kosningabaráttuna. Hann hefði jafnvel endurtíst skilaboðum frá meðlimum Ku Klux Klan. „Ef Trump yrði forseti, myndum við sitja uppi með forseta sem væri ekki starfi sínu vaxinn og hefði ótrúlega hættulegar hugmyndir,“ sagði Clinton. Kosningarnar eru þegar hafnar víða og samkvæmt upplýsingum AP fréttaveitunnar hefur ungt fólk og þeldökkt fólk ekki kosið í jafn miklu mæli og áður og gæti það skapað vandræði fyrir Clinton. Barack Obama virðist hafa fengið það verkefni að kveikja í áhuga ungs fólks, en hann hélt ræðu fyrir háskólanemendur í Flórída í dag. Hann sagði áhorfendum sínum að nú væri tími til kominn að taka kosningunum alvarlega. Hann sagði að öll sú vinna sem hefði verið unnin á undanförnum átta árum myndi gufa upp ef Clinton myndi ekki vinna kosningarnar. „Þetta er ekkert grín. Þetta er ekki Survivor. Þetta er ekki Bachelorette. Þetta skiptir máli. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Einungis nokkrir dagar eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og keppast þau Donald Trump og Hillary Clinton nú við að ná til eins margra kjósenda og mögulegt er. Bæði hafa þau skotið föstum skotum á síðustu dögum. Trump hefur vaxið ásmegin eftir að yfirmaður Alríkislögreglunnar tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton væri komin aftur af stað. Trump hélt ræðu í Flórída í dag þar sem hann sagðist sannfærður um að hann myndi verða kosinn í Hvíta húsið í kosningunum í næstu viku. Hann gaf í skyn að það eina sem hann þyrfti að gera væri að halda einbeittningunni og halda sig við málefnin. Því næst sagði hann að Clinton komin í geðfarslegt ójafnvægi. Hann sagði einnig að ef Clinton myndi vinna myndu áralangar rannsóknir og kærur myndu þvælast fyrir henni. „Það er ekki það sem Bandaríkin þurfa á að halda. Við þurfum einhvern sem er tilbúinn að ganga beint til starfa,“ sagði Trump.Ráði ekki við starfið Clinton og bandamenn hennar hafa hins vegar einbeitt sér að ummælum Trump og hæfi hans til embættis forseta. Clinton sagði hann hafa daðrað við rasista og þjóðernissinna nánast alla kosningabaráttuna. Hann hefði jafnvel endurtíst skilaboðum frá meðlimum Ku Klux Klan. „Ef Trump yrði forseti, myndum við sitja uppi með forseta sem væri ekki starfi sínu vaxinn og hefði ótrúlega hættulegar hugmyndir,“ sagði Clinton. Kosningarnar eru þegar hafnar víða og samkvæmt upplýsingum AP fréttaveitunnar hefur ungt fólk og þeldökkt fólk ekki kosið í jafn miklu mæli og áður og gæti það skapað vandræði fyrir Clinton. Barack Obama virðist hafa fengið það verkefni að kveikja í áhuga ungs fólks, en hann hélt ræðu fyrir háskólanemendur í Flórída í dag. Hann sagði áhorfendum sínum að nú væri tími til kominn að taka kosningunum alvarlega. Hann sagði að öll sú vinna sem hefði verið unnin á undanförnum átta árum myndi gufa upp ef Clinton myndi ekki vinna kosningarnar. „Þetta er ekkert grín. Þetta er ekki Survivor. Þetta er ekki Bachelorette. Þetta skiptir máli.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira