Sport

Kolli sá fjórði besti á Norðurlöndunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn Kristinsson.
Kolbeinn Kristinsson. vísir/valli
Eini íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, þungavigtarkappinn Kolbeinn „Kolli“ Kristinsson, er enn ósigraður og farinn að klífa styrkleikalistana.

Kolli er búinn að berjast sjö sinnum og rotaði sinn síðasta andstæðing í fjórðu lotu.

Á miðlinum knock-out.dk var Kolbeinn settur í fjórða sætið yfir bestu þungavigtarboxara Norðurlanda. Efstur á listanum er Evrópumeistarinn og æfingafélagi Kolbeins, Robert Helenius frá Finnlandi.

Kolli er á leið til Álandseyja í næstu viku í æfingabúðir með Helenius. Von er á tilkynningu um hans næsta bardaga fljótlega.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×