Geir: Þurfum að líta í eigin barm í stað þess að finna einhverjar afskanir Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2016 20:00 Geir messar yfir sínum mönnum í Tékkaleiknum. vísir/ernir „Það eru allir leikmennirnir verulega svekktir, það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum, hvað þá þegar þú tapar þeimaf eigin völdum,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari íslenska landsliðsins, aðspurður út í stemminguna í klefanum eftir tap í Úkraínu fyrr í dag. Íslenska landsliðið gat með sigri í dag náð góðu forskoti á toppi riðilsins eftir sigur Tékka á Makedónum. „Sá möguleiki var til staðar í dag. Við töluðum um það fyrir þessa leiki að við ætluðum okkur fjögur stig úr þessum tveimur leikjum. Við mátum leikina þannig að það væri möguleiki að taka fjögur stig en það tókst því miður ekki.“Sjá einnig:Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Geir sagði ekkert vanmat hafa átt sér stað í dag fyrir leik gegn liði sem var fyrirfram talið slakasta lið riðilsins. „Við töluðum alltaf um að þetta yrði erfiður leikur. Þegar við fórum að skoða leikinn þeirra gegn Makedóníu sáum við að þeir voru með gott lið og vissum að þetta yrði erfitt verkefni,“ sagði Geir sem sagði liðið hafa gert mistök báðu megin á vellinum. „Það er hægt að kroppa einhver 2-3 mörk út varnarlega en við nýtum ekki nægilega vel hraðaupphlaupin þegar við vinnum boltann. Það voru færi til að sækja hratt sem við nýttum ekki nægilega vel.“ Íslenska liðið var í sífelldum eltingarleik í leiknum. „Við byrjum illa og lendum undir en náum að vinna okkur inn í leikinn og náum takt rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Svo komum við slakir til leiks í seinni hálfleik og erum komnir í nákvæmlega sömu stöðu og þurfum að vinna upp forskotið á ný.“ Aðstæðurnar í Sumy voru vægast sagt eftirtektarverðar en Geir vildi ekki skýla liðinu á bak við það. „Við getum verið að týna eitthvað til eftir leik, þar á meðal völlinn sem við spiluðum á en það skiptir ekki máli. Við þurfum frekar að horfa í eigin barm heldur en að finna einhverjar afsakanir. Við fengum möguleika á að sækja stig undir lokin en náðum ekki að nýta það.“ Næst tekur við undirbúningur fyrir HM í Frakklandi sem hefst í janúar. „Við getum ekki gleymt þessari frammistöðu því við verðum að læra af þessu og verðum að gera betur. Skotnýtingin hefur ekki verið nægilega góð í leikjunum sem ég hef stýrt liðinu í, hvort sem um ræðir leikina núna eða gegn Portúgal í sumar. Nú fer einbeitingin á að æfa vel og finna lausnir fyrir HM og ég vona bara að strákarnir verði ákafir í að svara fyrir þetta tap,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
„Það eru allir leikmennirnir verulega svekktir, það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum, hvað þá þegar þú tapar þeimaf eigin völdum,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari íslenska landsliðsins, aðspurður út í stemminguna í klefanum eftir tap í Úkraínu fyrr í dag. Íslenska landsliðið gat með sigri í dag náð góðu forskoti á toppi riðilsins eftir sigur Tékka á Makedónum. „Sá möguleiki var til staðar í dag. Við töluðum um það fyrir þessa leiki að við ætluðum okkur fjögur stig úr þessum tveimur leikjum. Við mátum leikina þannig að það væri möguleiki að taka fjögur stig en það tókst því miður ekki.“Sjá einnig:Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Geir sagði ekkert vanmat hafa átt sér stað í dag fyrir leik gegn liði sem var fyrirfram talið slakasta lið riðilsins. „Við töluðum alltaf um að þetta yrði erfiður leikur. Þegar við fórum að skoða leikinn þeirra gegn Makedóníu sáum við að þeir voru með gott lið og vissum að þetta yrði erfitt verkefni,“ sagði Geir sem sagði liðið hafa gert mistök báðu megin á vellinum. „Það er hægt að kroppa einhver 2-3 mörk út varnarlega en við nýtum ekki nægilega vel hraðaupphlaupin þegar við vinnum boltann. Það voru færi til að sækja hratt sem við nýttum ekki nægilega vel.“ Íslenska liðið var í sífelldum eltingarleik í leiknum. „Við byrjum illa og lendum undir en náum að vinna okkur inn í leikinn og náum takt rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Svo komum við slakir til leiks í seinni hálfleik og erum komnir í nákvæmlega sömu stöðu og þurfum að vinna upp forskotið á ný.“ Aðstæðurnar í Sumy voru vægast sagt eftirtektarverðar en Geir vildi ekki skýla liðinu á bak við það. „Við getum verið að týna eitthvað til eftir leik, þar á meðal völlinn sem við spiluðum á en það skiptir ekki máli. Við þurfum frekar að horfa í eigin barm heldur en að finna einhverjar afsakanir. Við fengum möguleika á að sækja stig undir lokin en náðum ekki að nýta það.“ Næst tekur við undirbúningur fyrir HM í Frakklandi sem hefst í janúar. „Við getum ekki gleymt þessari frammistöðu því við verðum að læra af þessu og verðum að gera betur. Skotnýtingin hefur ekki verið nægilega góð í leikjunum sem ég hef stýrt liðinu í, hvort sem um ræðir leikina núna eða gegn Portúgal í sumar. Nú fer einbeitingin á að æfa vel og finna lausnir fyrir HM og ég vona bara að strákarnir verði ákafir í að svara fyrir þetta tap,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti