Airwaves sem aldrei fyrr Jakob Frímann Magnússon skrifar 9. nóvember 2016 07:00 Að baki er hin árvissa Iceland Airwaves tónlistarhátíð, nú fjölmennari og margþættari en nokkru sinni fyrr. Hátíðin skartaði 270 tónlistarviðburðum á 14 tónleikastöðum auk 830 viðburða á „off–venue“ dagskrá. Þá eru ótaldir ýmsir tengdir viðburðir, fundir og fyrirlestrar auk fjölmargra tónleika á Airwaves-miðborgarvökunni sl. föstudag er verslanir miðborgarinnar voru opnar fram eftir og buðu upp á lifandi tónlist, léttar veitingar o.fl. Það eru því um 1.200 viðburðir að baki á sex dögum sem hlýtur að teljast Íslandsmet í tónleikamaraþoni. Á sjötta þúsund erlendra gesta sótti hátíðina að þessu sinni en greiðandi hátíðargestir á aðaldagskrá voru alls nærri tíu þúsundum. Gestir á „off-venue“ dagskrám hafa að líkindum ekki verið færri en 40.000. Um menningarlegan og efnahagslegan ávinning alls þessa þarf ekki að fjölyrða.Fjölþætting Allmargir sérviðburðir voru haldnir í þessari sömu viku, flestir tengdir tónlist, hlutverki hennar og útbreiðslu: Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, stýrði áhugaverðum panel og umræðum í Hörpu um Tónlistarborgir þar sem fulltrúar Seattle, Chicago, Berlínar, Reykjavíkur og Lundúna voru meðal þátttakenda. ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, stóð fyrir fjölþættum málstofum, m.a. um rapp og hip-hop, leiðir til að koma kvikmyndatónlist á framfæri, um alþjóðleg almannatengsl, markaðssóknir á breska og þýska tónlistarmarkaði og skipulagði að auki „speed-dating“ fundi íslenskra listamanna með erlendum umboðsaðilum, tónleikahöldurum og útgefendum. NORDEX – Samstarfsvettvangur norrænu tónlistarútflutningsmiðstöðvanna, efndi til kynningarfunda um starfsemi sína, þ.m.t. Nordic Playlist -NPL- o.fl. og þýska vegglistateymið URBAN NATION efndi til fjölmargra Wall Poetry-viðburða, en þessi hópur á heiður af mörgum af best heppnuðu vegglistaverkum Reykjavíkurborgar og starfar náið með vegglista- og tónlistarfólki víða um heim.Björk og Bessi Þá ber að geta sérstaklega sýningarinnar Digital Björk í Hörpunni sem hófst á Airwaves og stendur til 9. desember, en Björk var einmitt aðalnúmerið á Iceland Airwaves þetta árið. Forseti Íslands hélt síðan sérstaka Airwaves-móttöku á Bessastöðum fyrir lykilfólk úr alþjóðlega tónlistargeiranum. Móttakan mæltist afar vel fyrir og speglar í senn menningar- og viðskiptalegt mikilvægi Iceland Airwaves.KEXP á KEX Á KEX hostelinu við Skúlagötu hefur á undanförnum árum verið efnt til samstarfs við hina útbreiddu útvarpsstöð KEXP í Seattle um beinar fjölþjóðlegar útsendingar. Þetta hefur gert KEX hostel að einum eftirsóttasta tónleikastað Airwaves-vikunnar, enda fylgjast tugþúsundir með lifandi streymi stöðvarinnar og milljónir að auki þegar litið er til endurflutnings. Umrædd stöð hefur átt stóran þátt í að breiða út fagnaðarerindi íslenskrar tónlistar á undanförnum árum og á vissulega sinn þátt í þeirri ánægjulegu staðreynd að tónleikar íslenskra listamanna á erlendri grundu eru nú ekki færri en 1.400 á ári hverju! Að þessu sinni voru fjölmargir íslenskir listamenn í brennidepli KEXP-stöðvarinnar á Airwaves ásamt alþjóðlegum listamönnum á borð við Kronos kvartettinn og Digable Planets. Aðrar alþjóðlegar útvarpsstöðvar munu nú renna hýru auga til markaðssókna á Iceland Airwaves. Ljóst er að þessi hátíð hefur fyrir löngu skipað sér í röð fremstu og áhrifamestu tónlistarhátíða heims, jafnhliða því að vera álitlegur búhnykkur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklinga, þ.m.t. þá er starfa við tónlist. Vert er að óska þeim til hamingju sem haft hafa veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd Iceland Airwaves 2016. Þakkað skal og öllum þeim listamönnum og öðrum sem lögðu sitt af mörkum. Til mikils var unnið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Að baki er hin árvissa Iceland Airwaves tónlistarhátíð, nú fjölmennari og margþættari en nokkru sinni fyrr. Hátíðin skartaði 270 tónlistarviðburðum á 14 tónleikastöðum auk 830 viðburða á „off–venue“ dagskrá. Þá eru ótaldir ýmsir tengdir viðburðir, fundir og fyrirlestrar auk fjölmargra tónleika á Airwaves-miðborgarvökunni sl. föstudag er verslanir miðborgarinnar voru opnar fram eftir og buðu upp á lifandi tónlist, léttar veitingar o.fl. Það eru því um 1.200 viðburðir að baki á sex dögum sem hlýtur að teljast Íslandsmet í tónleikamaraþoni. Á sjötta þúsund erlendra gesta sótti hátíðina að þessu sinni en greiðandi hátíðargestir á aðaldagskrá voru alls nærri tíu þúsundum. Gestir á „off-venue“ dagskrám hafa að líkindum ekki verið færri en 40.000. Um menningarlegan og efnahagslegan ávinning alls þessa þarf ekki að fjölyrða.Fjölþætting Allmargir sérviðburðir voru haldnir í þessari sömu viku, flestir tengdir tónlist, hlutverki hennar og útbreiðslu: Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, stýrði áhugaverðum panel og umræðum í Hörpu um Tónlistarborgir þar sem fulltrúar Seattle, Chicago, Berlínar, Reykjavíkur og Lundúna voru meðal þátttakenda. ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, stóð fyrir fjölþættum málstofum, m.a. um rapp og hip-hop, leiðir til að koma kvikmyndatónlist á framfæri, um alþjóðleg almannatengsl, markaðssóknir á breska og þýska tónlistarmarkaði og skipulagði að auki „speed-dating“ fundi íslenskra listamanna með erlendum umboðsaðilum, tónleikahöldurum og útgefendum. NORDEX – Samstarfsvettvangur norrænu tónlistarútflutningsmiðstöðvanna, efndi til kynningarfunda um starfsemi sína, þ.m.t. Nordic Playlist -NPL- o.fl. og þýska vegglistateymið URBAN NATION efndi til fjölmargra Wall Poetry-viðburða, en þessi hópur á heiður af mörgum af best heppnuðu vegglistaverkum Reykjavíkurborgar og starfar náið með vegglista- og tónlistarfólki víða um heim.Björk og Bessi Þá ber að geta sérstaklega sýningarinnar Digital Björk í Hörpunni sem hófst á Airwaves og stendur til 9. desember, en Björk var einmitt aðalnúmerið á Iceland Airwaves þetta árið. Forseti Íslands hélt síðan sérstaka Airwaves-móttöku á Bessastöðum fyrir lykilfólk úr alþjóðlega tónlistargeiranum. Móttakan mæltist afar vel fyrir og speglar í senn menningar- og viðskiptalegt mikilvægi Iceland Airwaves.KEXP á KEX Á KEX hostelinu við Skúlagötu hefur á undanförnum árum verið efnt til samstarfs við hina útbreiddu útvarpsstöð KEXP í Seattle um beinar fjölþjóðlegar útsendingar. Þetta hefur gert KEX hostel að einum eftirsóttasta tónleikastað Airwaves-vikunnar, enda fylgjast tugþúsundir með lifandi streymi stöðvarinnar og milljónir að auki þegar litið er til endurflutnings. Umrædd stöð hefur átt stóran þátt í að breiða út fagnaðarerindi íslenskrar tónlistar á undanförnum árum og á vissulega sinn þátt í þeirri ánægjulegu staðreynd að tónleikar íslenskra listamanna á erlendri grundu eru nú ekki færri en 1.400 á ári hverju! Að þessu sinni voru fjölmargir íslenskir listamenn í brennidepli KEXP-stöðvarinnar á Airwaves ásamt alþjóðlegum listamönnum á borð við Kronos kvartettinn og Digable Planets. Aðrar alþjóðlegar útvarpsstöðvar munu nú renna hýru auga til markaðssókna á Iceland Airwaves. Ljóst er að þessi hátíð hefur fyrir löngu skipað sér í röð fremstu og áhrifamestu tónlistarhátíða heims, jafnhliða því að vera álitlegur búhnykkur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklinga, þ.m.t. þá er starfa við tónlist. Vert er að óska þeim til hamingju sem haft hafa veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd Iceland Airwaves 2016. Þakkað skal og öllum þeim listamönnum og öðrum sem lögðu sitt af mörkum. Til mikils var unnið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun