Íslenski boltinn

Valsmenn veðja áfram á danskan framherja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nikolaj Hansen í leik með Val síðasta sumar.
Nikolaj Hansen í leik með Val síðasta sumar. Vísir/Eyþór
Valsmenn treysta áfram á danska framherja í Pepsi-deildinni næsta sumar en félagið tilkynnti í kvöld að Nikolaj Hansen hafi gert tveggja ára samning við Hlíðarendafélagið.

Nikolaj Hansen er 23 ára danski gamall en hann skoraði 2 mörk í 7 leikjum í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Nikolaj er kominn til Íslands og byrjar undirbúningstímabilið með liðinu.

Nikolaj meiddist alvarlega um mitt tímabil og náði ekki að klára það líkt og hann vildi. Hann lék alls 16 leiki í öllum keppnum með Val á árinu 2016 og skoraði í þeim 8 mörk.

Nikolaj Hansen skoraði tvö mörk í síðasta leik sínum fyrir meiðslin sem var heimaleikur á móti Fylki í byrjun júlímánaðar. Hansen spilaði ekki aftur fyrr en hann kom inná sem varamaður í lokaumferðinni.

„Það er gott að vera í Val. Stefnan er sett hærra á næsta tímabili og við viljum vinna þá titla sem í boði eru", sagði Nikolaj í viðtali á heimasíðu Vals í tilefni af samning hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×