Halldór í ruglinu Magnús Már Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2016 00:00 Félagslegum íbúðum í Reykjavík hefur fjölgað á undanförnum árum. Miðað við höfðatölu býður borgin upp á allt að átta sinnum fleiri félagslegar íbúðir en nágrannasveitarfélögin. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur undanfarna daga farið í mikinn í umræðu um nýlega skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og fullyrt að ekkert hafi gerst í að fjölga félagslegum íbúðum í höfuðborginni síðan 2010. Halldór hefur verið ansi gífuryrtur og sagt borgarstjóra bulla. Að gefnu tilefni þá er því hér með komið á framfæri að félagslegar íbúðir í Reykjavík í september voru 2.351 talsins, þar af 1.916 almennar félagslegar íbúðir, og hefur þeim fjölgað um 109 á tveimur árum. Sé horft áratug aftur í tímann fjölgaði félagslegum íbúðum í Reykjavík um 612 í það heila. Félagslegum íbúðum hefur því ekki verið að fækka í Reykjavík þvert á það sem Halldór hefur haldið fram. Hins vegar er rétt að fram komi að íbúðunum fjölgaði ekki um eina árið 2010, en það er einmitt árið sem Sjálfstæðismenn voru síðast í meirihluta í Reykjavík. Eflaust eru einhver tilefni fyrir oddvita Sjálfstæðismanna að gagnrýna meirihlutann fyrir seinagang en hér er ekki um slíkt tilefni að ræða. Félagslegum íbúðum hefur fjölgað og stefnumörkun borgarinnar gerir ráð fyrir að þeim fjölgi enn frekar á næstu árum. Í stað þess að tala þessa hluti niður ætti Halldór miklu frekar að leggja meirihlutanum lið og um leið öllum borgarbúum. Eðlilegra væri að Halldór myndi sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga beina athyglinni að stöðunni á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík eru um 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru 12 íbúðir á hverja þúsund, í Hafnarfirði eru íbúðirnar 8 en hjá Seltjarnarnesi og Garðabæ eru um það bil tvær á hverja þúsund íbúa. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru því hlutfallslega átta sinnum fleiri en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Íbúðunum er í þokkabót að fjölga í borginni og því ljóst að það er ekki Reykjavíkurborg sem dregur lappirnar heldur sveitarfélögin í kringum Reykjavík þar sem félagar Halldórs ráða ríkjum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Félagslegum íbúðum í Reykjavík hefur fjölgað á undanförnum árum. Miðað við höfðatölu býður borgin upp á allt að átta sinnum fleiri félagslegar íbúðir en nágrannasveitarfélögin. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur undanfarna daga farið í mikinn í umræðu um nýlega skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og fullyrt að ekkert hafi gerst í að fjölga félagslegum íbúðum í höfuðborginni síðan 2010. Halldór hefur verið ansi gífuryrtur og sagt borgarstjóra bulla. Að gefnu tilefni þá er því hér með komið á framfæri að félagslegar íbúðir í Reykjavík í september voru 2.351 talsins, þar af 1.916 almennar félagslegar íbúðir, og hefur þeim fjölgað um 109 á tveimur árum. Sé horft áratug aftur í tímann fjölgaði félagslegum íbúðum í Reykjavík um 612 í það heila. Félagslegum íbúðum hefur því ekki verið að fækka í Reykjavík þvert á það sem Halldór hefur haldið fram. Hins vegar er rétt að fram komi að íbúðunum fjölgaði ekki um eina árið 2010, en það er einmitt árið sem Sjálfstæðismenn voru síðast í meirihluta í Reykjavík. Eflaust eru einhver tilefni fyrir oddvita Sjálfstæðismanna að gagnrýna meirihlutann fyrir seinagang en hér er ekki um slíkt tilefni að ræða. Félagslegum íbúðum hefur fjölgað og stefnumörkun borgarinnar gerir ráð fyrir að þeim fjölgi enn frekar á næstu árum. Í stað þess að tala þessa hluti niður ætti Halldór miklu frekar að leggja meirihlutanum lið og um leið öllum borgarbúum. Eðlilegra væri að Halldór myndi sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga beina athyglinni að stöðunni á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík eru um 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru 12 íbúðir á hverja þúsund, í Hafnarfirði eru íbúðirnar 8 en hjá Seltjarnarnesi og Garðabæ eru um það bil tvær á hverja þúsund íbúa. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru því hlutfallslega átta sinnum fleiri en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Íbúðunum er í þokkabót að fjölga í borginni og því ljóst að það er ekki Reykjavíkurborg sem dregur lappirnar heldur sveitarfélögin í kringum Reykjavík þar sem félagar Halldórs ráða ríkjum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar