Ísland gæti glatað öflugum bandamanni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. nóvember 2016 16:00 Donald Trump hefur meðal annars stungið upp á að aðstoð Bandaríkjanna við NATO ríki yrði skilyrt. Mynd/samsett „Þetta eru náttúrulega alveg ótrúleg úrslit,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólannn á Bifröst. “Heimurinn á náttúrulega alveg eftir að bíta úr nálinni með það. En það er hinsvegar augljóst að andúðin gagnvart hefðbundnum stjórnmálum og vantrúin á hefðbundnum stjórnmálamönnum birtist í þessari niðurstöðu,“ segir hann. Hann segir niðurstöður kosninganna ekki hafa endurspeglað skoðanakannanir. „Við sjáum að skoðanakannanir eru í auknu mæli að verða ónákvæmari. Við sáum þetta í Bretlandi í Brexit kosningunni, í skosku sjálfstæðiskosningunni og í bresku þingkosningunum. Við höfum séð þetta víða og nú gerist það enn og aftur að þetta tæki virðist orðið ansi ónákvæmt við að mæla stefnur og strauma.“Eiríkur Bergmann segir Bandaríkin hafa verið helsta bandamann Íslands.VÍSIR/SKJÁSKOTTrump boðaði breytingar í utanríkisstefnu Bandaríkjanna í kosningabaráttunni. Þar á meðal hefur hann lýst yfir efasemdum með Atlantshafsbandalagið og framlagi aðildarríkjanna til samstarfsins. Eiríkur telur kjör Trump geta haft mikil áhrif hér á landi. „Þessi niðurstaða gæti haft mjög afgerandi áhrif á okkur Íslendinga,“ segir hann. „Við höfum átt í afar nánu samstarfi við Bandaríkin og það er leitun að ríki sem hefur átt í nánara samstarfi við Bandaríkin. Trump boðaði það að minnsta kosti í kosningabaráttunni að Bandaríkin færu í algert afturhvarf til einangrunarstefnu í utanríkismálum. Í raun að spóla utanríkismálum aftur fyrir seinni heimsstyrjöld,“ segir Eiríkur. „Þetta er maður sem boðar mjög stífa verndarstefnu í viðskiptum og öðru slíku og það kann að vera að við Íslendingar glötum öflugum bandamanni sem Bandaríkin hafa verið fyrir Ísland á alheimsvettvangi.“Myndbandið hér að neðan skýrir í grófum dráttum hugmyndir Trump um Atlantshafsbandalagið. Þess ber að geta að VOX er frjálslyndur miðill sem hefur verið gagnrýninn á framboð Trump. Brexit Donald Trump Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
„Þetta eru náttúrulega alveg ótrúleg úrslit,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólannn á Bifröst. “Heimurinn á náttúrulega alveg eftir að bíta úr nálinni með það. En það er hinsvegar augljóst að andúðin gagnvart hefðbundnum stjórnmálum og vantrúin á hefðbundnum stjórnmálamönnum birtist í þessari niðurstöðu,“ segir hann. Hann segir niðurstöður kosninganna ekki hafa endurspeglað skoðanakannanir. „Við sjáum að skoðanakannanir eru í auknu mæli að verða ónákvæmari. Við sáum þetta í Bretlandi í Brexit kosningunni, í skosku sjálfstæðiskosningunni og í bresku þingkosningunum. Við höfum séð þetta víða og nú gerist það enn og aftur að þetta tæki virðist orðið ansi ónákvæmt við að mæla stefnur og strauma.“Eiríkur Bergmann segir Bandaríkin hafa verið helsta bandamann Íslands.VÍSIR/SKJÁSKOTTrump boðaði breytingar í utanríkisstefnu Bandaríkjanna í kosningabaráttunni. Þar á meðal hefur hann lýst yfir efasemdum með Atlantshafsbandalagið og framlagi aðildarríkjanna til samstarfsins. Eiríkur telur kjör Trump geta haft mikil áhrif hér á landi. „Þessi niðurstaða gæti haft mjög afgerandi áhrif á okkur Íslendinga,“ segir hann. „Við höfum átt í afar nánu samstarfi við Bandaríkin og það er leitun að ríki sem hefur átt í nánara samstarfi við Bandaríkin. Trump boðaði það að minnsta kosti í kosningabaráttunni að Bandaríkin færu í algert afturhvarf til einangrunarstefnu í utanríkismálum. Í raun að spóla utanríkismálum aftur fyrir seinni heimsstyrjöld,“ segir Eiríkur. „Þetta er maður sem boðar mjög stífa verndarstefnu í viðskiptum og öðru slíku og það kann að vera að við Íslendingar glötum öflugum bandamanni sem Bandaríkin hafa verið fyrir Ísland á alheimsvettvangi.“Myndbandið hér að neðan skýrir í grófum dráttum hugmyndir Trump um Atlantshafsbandalagið. Þess ber að geta að VOX er frjálslyndur miðill sem hefur verið gagnrýninn á framboð Trump.
Brexit Donald Trump Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira