Putin býst við þíðu í samskiptum við Bandaríkin Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2016 19:30 Vladimir Putin Rússlandsforseti vonar að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna komist í eðlilegt horf eftir kosningu Donalds Trump. Utanríkisráðherra Íslands segir að kjör hans sé í hennar huga ákall tiltekinna hópa í Bandaríkjunum um kerfisbreytingar. Putin forseti notaði tækifærið þegar hann tók á móti trúnaðrbréfum nýrra sendiherra í Moskvu í dag til að óska Donald Trump til hamingju með sigurinn í nótt. „Við heyrðum málfluting hans í kosningabaráttunni fyrir embætti forseta sem miðaði að því að koma samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf,“ sagði Putin. Hins vegar væru stirð samskipti ríkjanna ekki Rússum að kenna en þeir væru reiðubúnir að leggja sitt að mörkum til að koma á eðlilegum samskiptum milli ríkjanna. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á innlimum Krímskaga eða afskipti Rússa af innanríkismálum Úkraínu. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir samskipti Bandaríkjamanna og Íslendinga mikilvæg og þau séu fjölbreytt bæði á viðskiptasviðinu en ekki hvað síst í öryggis- og varnarmálum. Utanríkisráðherra leggur áherslu á að svo verði áfram.Það hefur verið talað um að hann hafi verið helst til of vinalegur við Putin. Heldur þú að samskipti stórveldanna breytist eitthvað við komu hans í Hvíta húsið? „Ég held að við getum gert ráð fyrir því. Það verður einhver þíða. Hann hefur gefið það mjög sterklega til kynna. En svo auðvitað eigum við eftir að sjá hvort það verður einhver munur á frambjóðandnum Trump og forsetanum Trump, segir Lilja. Hún túlki þessi úrslit sem ákall um kerfisbreytingar í Bandaríkjunum. „Og að bandarískir kjósendur telji að hann sé líklegastur til að koma þeim á.“Hvers konar kerfisbreytingar? „Ég held að það sé ákveðinn hópur, til að mynda neðri millistéttin og millistéttin sem hefur átt undir högg að sækja og er kannski að óska eftir ákveðnum breytingum. Ég hef ekki farið alveg grundigt yfir það er svolítið mín tilfinning að þetta sé ákall um ákveðnar kerfisbreytingar,“ segir utanríkisráðherra. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna óskaði Trump til hamingju með kosningasigurinn í dag en minnti jafnframt á hlutverk Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna. „Sameinuðu þjóðirnar munu reiða sig á réttmæta stjórn sem miðar að því að styrkja alþjóðlega samvinnu sem og að leitast við að vinna að sameiginlegum hugsjónum, berjast gegn loftslagsbreytingum, efla mannréttind, stuðla að gagnkvæmum skilningi og hrinda í framkvæmd markmiðum um sjálfbæra þróun svo allir fái lifað í friði, við hagsæld og með reisn,“ sagði Ban Ki-moon nú síðdegis. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Vladimir Putin Rússlandsforseti vonar að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna komist í eðlilegt horf eftir kosningu Donalds Trump. Utanríkisráðherra Íslands segir að kjör hans sé í hennar huga ákall tiltekinna hópa í Bandaríkjunum um kerfisbreytingar. Putin forseti notaði tækifærið þegar hann tók á móti trúnaðrbréfum nýrra sendiherra í Moskvu í dag til að óska Donald Trump til hamingju með sigurinn í nótt. „Við heyrðum málfluting hans í kosningabaráttunni fyrir embætti forseta sem miðaði að því að koma samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf,“ sagði Putin. Hins vegar væru stirð samskipti ríkjanna ekki Rússum að kenna en þeir væru reiðubúnir að leggja sitt að mörkum til að koma á eðlilegum samskiptum milli ríkjanna. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á innlimum Krímskaga eða afskipti Rússa af innanríkismálum Úkraínu. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir samskipti Bandaríkjamanna og Íslendinga mikilvæg og þau séu fjölbreytt bæði á viðskiptasviðinu en ekki hvað síst í öryggis- og varnarmálum. Utanríkisráðherra leggur áherslu á að svo verði áfram.Það hefur verið talað um að hann hafi verið helst til of vinalegur við Putin. Heldur þú að samskipti stórveldanna breytist eitthvað við komu hans í Hvíta húsið? „Ég held að við getum gert ráð fyrir því. Það verður einhver þíða. Hann hefur gefið það mjög sterklega til kynna. En svo auðvitað eigum við eftir að sjá hvort það verður einhver munur á frambjóðandnum Trump og forsetanum Trump, segir Lilja. Hún túlki þessi úrslit sem ákall um kerfisbreytingar í Bandaríkjunum. „Og að bandarískir kjósendur telji að hann sé líklegastur til að koma þeim á.“Hvers konar kerfisbreytingar? „Ég held að það sé ákveðinn hópur, til að mynda neðri millistéttin og millistéttin sem hefur átt undir högg að sækja og er kannski að óska eftir ákveðnum breytingum. Ég hef ekki farið alveg grundigt yfir það er svolítið mín tilfinning að þetta sé ákall um ákveðnar kerfisbreytingar,“ segir utanríkisráðherra. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna óskaði Trump til hamingju með kosningasigurinn í dag en minnti jafnframt á hlutverk Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna. „Sameinuðu þjóðirnar munu reiða sig á réttmæta stjórn sem miðar að því að styrkja alþjóðlega samvinnu sem og að leitast við að vinna að sameiginlegum hugsjónum, berjast gegn loftslagsbreytingum, efla mannréttind, stuðla að gagnkvæmum skilningi og hrinda í framkvæmd markmiðum um sjálfbæra þróun svo allir fái lifað í friði, við hagsæld og með reisn,“ sagði Ban Ki-moon nú síðdegis.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira