Íslenski boltinn

Albert tekur slaginn með Fylki í Inkassodeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert er markahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild.
Albert er markahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild. mynd/fylkir
Albert Brynjar Ingason, markahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild, leikur með liðinu í Inkassodeildinni á næsta tímabili.

Albert skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Fylki sem féll úr Pepsi-deildinni í haust eftir 16 ára samfellda veru þar.

Albert, sem er þrítugur, skoraði sjö mörk fyrir Fylki í sumar en hann hefur alls gert 56 mörk í 160 deildar- og bikarleikjum fyrir félagið.

Oddur Ingi Guðmundsson framlengdi einnig samning sinn við Fylki í gær. Nýi samningurinn er til tveggja ára.

Oddur, sem er uppalinn Fylkismaður, lék 13 deildarleiki með Árbæjarliðinu í sumar og skoraði eitt mark.

Fylkir teflir fram nýjum þjálfara á næsta tímabili; Helga Sigurðssyni sem tók við starfinu af Hermanni Hreiðarssyni.

Oddur Ingi hefur leikið með Fylki allan sinn feril ef frá er talið eitt tímabil í Þrótti.mynd/fylkir

Tengdar fréttir

Hermann Hreiðarsson hættur með Fylki

Hermann Hreiðarsson hefur hætt þjálfun knattspyrnuliðs Fylkis sem féll úr Pepsi-deild karla í sumar. Fylkir sendi út tilkynningu þess efnis rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×