Búvörusamningur Bjarna Pawel Bartoszek og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 25. október 2016 07:00 Virk samkeppni á markaði skiptir máli. Fyrir almenning á þetta ekki síst við um vörurnar í matarkörfunni. Matarkarfan er stór hluti af lífi okkar allra, bæði hvað varðar útgjöld og hversdagshamingju. En samkeppnin fær ekki að blómstra í matarkörfunni. Við búum við fákeppni á mjólkurmarkaði og neytandinn hefur ekki alltaf val um hvert hann vill beina viðskiptum sínum. Minni fyrirtækin eiga í vök að verjast í baráttunni við risann. Úrval af öðrum landbúnaðarvörum í verslunum gæti sömuleiðis auðveldlega verið meira.Gegn viðskiptafrelsi Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið háður kvótum sem seldir hafa verið á háu verði á uppboði. Þessar leikreglur hafa tryggt að samkeppni frá erlendum vörum er ekki raunveruleg. Stefnan í landbúnaðarmálum er að sumu leyti eins og refsistefna gegn almenningi, sem býr við hærra matarverð og skert vöruúrval vegna þessarar stefnu. Landbúnaðurinn virðist í öllu falli vera erfiðasta vígi frjálsræðisins. Erlendis geta neytendur valið úr alls konar mjólk frá alls konar framleiðendum. Hér er oftast búið að velja framleiðandann fyrir mann. Og þótt það sé gleðilegt að íslenskir framleiðendur framleiði íslenskt salami og íslenskan fetaost ættu íslenskir neytendur að geta valið um ítalskar og grískar útgáfur þessara vara án þess að vera refsað sérstaklega fyrir. Búvörusamningarnir sem Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson undirrituðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eru búvörusamningar hinna glötuðu tækifæra. Úreltu kerfi framleiðslustyrkja er viðhaldið. Krónutölutollar á ýmsar mjólkurvörur sem höfðu staðið óbreyttir í stað í nokkurn tíma eru hækkaðir tvöfalt, í því felst skýr yfirlýsing um að tollverndin á þessar vörur sé ekki að fara neitt. Verðlagsþróun hafði lækkað þessa múra talsvert en þá er bara hlaðið aftur ofan á þá. Loks er ríkissjóður skuldbundinn áratug fram í tímann. Neytendur búa áfram við sömu fákeppnina og sama skerta vöruúrvalið.Gegn nýsköpun Við í Viðreisn viljum viðskiptafrelsi og nýsköpun í landbúnaði. Athafnafrelsi og nýsköpun á að fá að njóta sín í landbúnaði eins og á öðrum sviðum. Það á að ýta undir nýsköpun en ekki draga úr henni eins og búvörusamningar ríkisstjórnarinnar gera. Stuðningur við bændur á að stuðla að því að landbúnaðurinn fái frelsi til að dafna. Það ætti að greiða bændum sem rækta jörð beint í stað þess að tengja greiðslurnar við tiltekna tegund búskapar. Síðan myndu menn bara rækta og framleiða það sem borgar sig mest. Íslenskur landbúnaður er fyllilega samkeppnishæfur og getur vel blómstrað fái hann tækifæri til þess. Þá eru miklir möguleikar fólgnir í því að einfalda reglur varðandi sölu beint til neytenda og skapa þannig grundvöll fyrir ferðaþjónustutengda landbúnaðarframleiðslu. Tregða ríkisstjórnarinnar við kerfisbreytingar í landbúnaði undirstrikar vel þá staðreynd að ríkisstjórnin gætir ekki almannahagsmuna. Á vettvangi stjórnmálanna virðist auðveldara að ná í gegn með hugmyndina um afglæpavæðingu fíkniefna en að ætla að leyfa meiri innflutning á erlendum ostum. Það segir ákveðna sögu af pólitískum veruleika landbúnaðarins að það er líklegra að núverandi ríkisstjórn geti samþykkt að afglæpavæða fíkniefni en að samþykkja frekari innflutning á osti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Pawel Bartoszek Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Virk samkeppni á markaði skiptir máli. Fyrir almenning á þetta ekki síst við um vörurnar í matarkörfunni. Matarkarfan er stór hluti af lífi okkar allra, bæði hvað varðar útgjöld og hversdagshamingju. En samkeppnin fær ekki að blómstra í matarkörfunni. Við búum við fákeppni á mjólkurmarkaði og neytandinn hefur ekki alltaf val um hvert hann vill beina viðskiptum sínum. Minni fyrirtækin eiga í vök að verjast í baráttunni við risann. Úrval af öðrum landbúnaðarvörum í verslunum gæti sömuleiðis auðveldlega verið meira.Gegn viðskiptafrelsi Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið háður kvótum sem seldir hafa verið á háu verði á uppboði. Þessar leikreglur hafa tryggt að samkeppni frá erlendum vörum er ekki raunveruleg. Stefnan í landbúnaðarmálum er að sumu leyti eins og refsistefna gegn almenningi, sem býr við hærra matarverð og skert vöruúrval vegna þessarar stefnu. Landbúnaðurinn virðist í öllu falli vera erfiðasta vígi frjálsræðisins. Erlendis geta neytendur valið úr alls konar mjólk frá alls konar framleiðendum. Hér er oftast búið að velja framleiðandann fyrir mann. Og þótt það sé gleðilegt að íslenskir framleiðendur framleiði íslenskt salami og íslenskan fetaost ættu íslenskir neytendur að geta valið um ítalskar og grískar útgáfur þessara vara án þess að vera refsað sérstaklega fyrir. Búvörusamningarnir sem Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson undirrituðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eru búvörusamningar hinna glötuðu tækifæra. Úreltu kerfi framleiðslustyrkja er viðhaldið. Krónutölutollar á ýmsar mjólkurvörur sem höfðu staðið óbreyttir í stað í nokkurn tíma eru hækkaðir tvöfalt, í því felst skýr yfirlýsing um að tollverndin á þessar vörur sé ekki að fara neitt. Verðlagsþróun hafði lækkað þessa múra talsvert en þá er bara hlaðið aftur ofan á þá. Loks er ríkissjóður skuldbundinn áratug fram í tímann. Neytendur búa áfram við sömu fákeppnina og sama skerta vöruúrvalið.Gegn nýsköpun Við í Viðreisn viljum viðskiptafrelsi og nýsköpun í landbúnaði. Athafnafrelsi og nýsköpun á að fá að njóta sín í landbúnaði eins og á öðrum sviðum. Það á að ýta undir nýsköpun en ekki draga úr henni eins og búvörusamningar ríkisstjórnarinnar gera. Stuðningur við bændur á að stuðla að því að landbúnaðurinn fái frelsi til að dafna. Það ætti að greiða bændum sem rækta jörð beint í stað þess að tengja greiðslurnar við tiltekna tegund búskapar. Síðan myndu menn bara rækta og framleiða það sem borgar sig mest. Íslenskur landbúnaður er fyllilega samkeppnishæfur og getur vel blómstrað fái hann tækifæri til þess. Þá eru miklir möguleikar fólgnir í því að einfalda reglur varðandi sölu beint til neytenda og skapa þannig grundvöll fyrir ferðaþjónustutengda landbúnaðarframleiðslu. Tregða ríkisstjórnarinnar við kerfisbreytingar í landbúnaði undirstrikar vel þá staðreynd að ríkisstjórnin gætir ekki almannahagsmuna. Á vettvangi stjórnmálanna virðist auðveldara að ná í gegn með hugmyndina um afglæpavæðingu fíkniefna en að ætla að leyfa meiri innflutning á erlendum ostum. Það segir ákveðna sögu af pólitískum veruleika landbúnaðarins að það er líklegra að núverandi ríkisstjórn geti samþykkt að afglæpavæða fíkniefni en að samþykkja frekari innflutning á osti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar