Kvótakerfið – sáttaleið Guðmundur Edgarsson skrifar 25. október 2016 07:00 Nú takast stjórnmálaflokkarnir enn eina ferðina á um fiskveiðistjórnunarkerfið í tengslum við komandi þingkosningarnar. Í grundvallaratriðum snúast deilurnar um meiri félagshyggju eða meiri frjálshyggju. Félagshyggjufólk telur, að ríkið eigi að njóta beins arðs af fiskveiðum í ríkari mæli en tíðkast í öðrum atvinnugreinum, t.d. í formi veiðileyfagjalda eða söluhagnaðar af kvótauppboði. Frjálshyggjufólk álítur hins vegar, að sjávarútvegurinn skapi hámarksverðmæti í formi gjaldeyrisöflunar og atvinnusköpunar, búi hann við sams konar rekstrarskilyrði og önnur fyrirtæki og þurfi ekki að sæta eignaupptöku undir dulnefni eða æ hærri viðbótargjöldum fyrir kvóta sem þegar hefur verið greitt fyrir fullu verði á markaði. En til er sáttaleið. Norska leiðin. Í Noregi borga olíufyrirtækin sérstakt gjald fyrir vinnslu á olíu. Stór munur er hins vegar á olíuvinnslugjaldinu í Noregi og veiðileyfagjaldinu hér heima. Á Íslandi rennur veiðileyfagjaldið í hít ríkisins sem eyðsluglaðir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum geta ráðstafað að vild eins og öðrum sköttum. Í Noregi, hins vegar, er olíugjaldið eyrnamerkt olíusjóðnum sem stjórnmálamenn þar í landi mega að jafnaði ekki hreyfa við enda er hann hugsaður sem varasjóður þvert á kynslóðir. Ríkið má einungis ráðstafa hluta ávöxtunar sjóðsins, m.a. til að jafna hagsveiflur. Hvati stjórnmálamanna til að hækka gjaldið í sífellu og grafa þannig undan samkeppnishæfni olíuvinnslufyrirtækjanna er því lítill. Hví stofnum við þá ekki sams konar sjóð, Íslenska fiskveiðisjóðinn, sem fjármagnaður væri með hóflegum veiðileyfagjöldum? Ekki þyrfti að kollvarpa núverandi kerfi heldur beina veiðileyfagjöldunum í heilbrigðari farveg. Almenningur fengi þá hlutdeild í traustum sjóði sem gegndi samfélagslegu hlutverki. Félagshyggjufólk ætti að vera sátt við það. Frjálshyggjufólk ætti líka að geta þokkalega vel við unað því slíkur sjóður væri rekinn sem kapítalískur fjárfestingarsjóður án teljandi ríkisafskipta auk þess sem útgerðarfyrirtækin byggju við stöðugleika og frið til að reka sig á hagkvæman hátt. Ísland gæti þá áfram verið eina landið innan OECD þar sem fiskveiðar eru arðbærar jafnframt því sem fólkið í landinu fengi beina hlutdeild í rentunni. Frjálshyggja og félagshyggja gætu því náð málamiðlun sé viljinn fyrir hendi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú takast stjórnmálaflokkarnir enn eina ferðina á um fiskveiðistjórnunarkerfið í tengslum við komandi þingkosningarnar. Í grundvallaratriðum snúast deilurnar um meiri félagshyggju eða meiri frjálshyggju. Félagshyggjufólk telur, að ríkið eigi að njóta beins arðs af fiskveiðum í ríkari mæli en tíðkast í öðrum atvinnugreinum, t.d. í formi veiðileyfagjalda eða söluhagnaðar af kvótauppboði. Frjálshyggjufólk álítur hins vegar, að sjávarútvegurinn skapi hámarksverðmæti í formi gjaldeyrisöflunar og atvinnusköpunar, búi hann við sams konar rekstrarskilyrði og önnur fyrirtæki og þurfi ekki að sæta eignaupptöku undir dulnefni eða æ hærri viðbótargjöldum fyrir kvóta sem þegar hefur verið greitt fyrir fullu verði á markaði. En til er sáttaleið. Norska leiðin. Í Noregi borga olíufyrirtækin sérstakt gjald fyrir vinnslu á olíu. Stór munur er hins vegar á olíuvinnslugjaldinu í Noregi og veiðileyfagjaldinu hér heima. Á Íslandi rennur veiðileyfagjaldið í hít ríkisins sem eyðsluglaðir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum geta ráðstafað að vild eins og öðrum sköttum. Í Noregi, hins vegar, er olíugjaldið eyrnamerkt olíusjóðnum sem stjórnmálamenn þar í landi mega að jafnaði ekki hreyfa við enda er hann hugsaður sem varasjóður þvert á kynslóðir. Ríkið má einungis ráðstafa hluta ávöxtunar sjóðsins, m.a. til að jafna hagsveiflur. Hvati stjórnmálamanna til að hækka gjaldið í sífellu og grafa þannig undan samkeppnishæfni olíuvinnslufyrirtækjanna er því lítill. Hví stofnum við þá ekki sams konar sjóð, Íslenska fiskveiðisjóðinn, sem fjármagnaður væri með hóflegum veiðileyfagjöldum? Ekki þyrfti að kollvarpa núverandi kerfi heldur beina veiðileyfagjöldunum í heilbrigðari farveg. Almenningur fengi þá hlutdeild í traustum sjóði sem gegndi samfélagslegu hlutverki. Félagshyggjufólk ætti að vera sátt við það. Frjálshyggjufólk ætti líka að geta þokkalega vel við unað því slíkur sjóður væri rekinn sem kapítalískur fjárfestingarsjóður án teljandi ríkisafskipta auk þess sem útgerðarfyrirtækin byggju við stöðugleika og frið til að reka sig á hagkvæman hátt. Ísland gæti þá áfram verið eina landið innan OECD þar sem fiskveiðar eru arðbærar jafnframt því sem fólkið í landinu fengi beina hlutdeild í rentunni. Frjálshyggja og félagshyggja gætu því náð málamiðlun sé viljinn fyrir hendi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun