Kokkalandsliðið hlaut gull silfur og brons á Ólympíuleikunum í matreiðslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2016 13:22 Kokkalandsliðið í undirbúningsvinnu fyrir heita borðið. Vísir/Ernir Kokkalandsliðið hlaut ein gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fóru í Þýskalandi á dögunum. Singapore var sigurvegari leikanna í samanlögðum stigum, Finnland í öðru sæti og Sviss í því þriðja. Á leikunum var keppt í ýmsum greinum og lenti lið Íslands í þriðja sæti í eftirréttum, eða „Culinary Pastry Art.“ Liðið vann silfurverðlaun fyrir heian mat á leikunum eftir keppni í gærkvöldi. Þá höfðu liðsmenn sex klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti. Samkvæmt tilkynningu frá kokkalandsliðinu hlaut liðið gull og silfur fyrir kalda borðið sitt á leikunum. „Við erum mjög ánægð með þennan árangur. Liðið stóð sig vel í keppninni í gær og silfurverðlaunin staðfesta að við erum með mjög sterkt og vel æft lið sem vinnur vel saman. Við höfum lagt áherslu á að nota hágæða íslenskt hráefni. Þetta hefur fallið vel í kramið hjá dómurunum. Í dómgæslunni er ekki bara bragð, útlit, samsetning og hráefnisval metið heldur er einnig tekið mið af fagmennsku við undirbúning og hvernig liðið vinnur saman að matargerðinni í keppniseldhúsinu. Í þeim þáttum stóð liðið sig einnig vel,” segir Þráinn Freyr Vigfússon, þjálfari liðsins. Kokkalandsliðið skipa: Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Bjarni Siguróli Jakobsson fyrirliði, Björn Bragi Bragason, Steinn Óskar Sigurðsson liðsstjóri, Jóhannes Steinn Jóhannsesson liðsstjóri, Fannar Vernharðsson, Ylfa Helgadóttir, Hafsteinn Ólafsson, Axel Clausen, Garðar Kári Garðarsson, Hrafnkell Sigríðarson, Atli Þór Erlendsson, Sigurður Ágústsson, Georg Arnar Halldórsson og María Shramko. Kokkalandsliðið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kokkalandsliðið hlaut ein gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fóru í Þýskalandi á dögunum. Singapore var sigurvegari leikanna í samanlögðum stigum, Finnland í öðru sæti og Sviss í því þriðja. Á leikunum var keppt í ýmsum greinum og lenti lið Íslands í þriðja sæti í eftirréttum, eða „Culinary Pastry Art.“ Liðið vann silfurverðlaun fyrir heian mat á leikunum eftir keppni í gærkvöldi. Þá höfðu liðsmenn sex klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti. Samkvæmt tilkynningu frá kokkalandsliðinu hlaut liðið gull og silfur fyrir kalda borðið sitt á leikunum. „Við erum mjög ánægð með þennan árangur. Liðið stóð sig vel í keppninni í gær og silfurverðlaunin staðfesta að við erum með mjög sterkt og vel æft lið sem vinnur vel saman. Við höfum lagt áherslu á að nota hágæða íslenskt hráefni. Þetta hefur fallið vel í kramið hjá dómurunum. Í dómgæslunni er ekki bara bragð, útlit, samsetning og hráefnisval metið heldur er einnig tekið mið af fagmennsku við undirbúning og hvernig liðið vinnur saman að matargerðinni í keppniseldhúsinu. Í þeim þáttum stóð liðið sig einnig vel,” segir Þráinn Freyr Vigfússon, þjálfari liðsins. Kokkalandsliðið skipa: Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Bjarni Siguróli Jakobsson fyrirliði, Björn Bragi Bragason, Steinn Óskar Sigurðsson liðsstjóri, Jóhannes Steinn Jóhannsesson liðsstjóri, Fannar Vernharðsson, Ylfa Helgadóttir, Hafsteinn Ólafsson, Axel Clausen, Garðar Kári Garðarsson, Hrafnkell Sigríðarson, Atli Þór Erlendsson, Sigurður Ágústsson, Georg Arnar Halldórsson og María Shramko.
Kokkalandsliðið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira