Kári Árna: Gefur mér mikið að leiða þetta lið áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. október 2016 20:00 Kári Árnason bar fyrirliðabandið nokkrum sinnum á leiktíðinni er Malmö varð meistari. vísir/getty „Hér er gríðarleg stemning. Við erum bara að bíða eftir því að komast af stað heim,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Malmö, sem fyrr í kvöld varð sænskur meistari með liðinu eftir 3-0 útisigur á Falkenberg. Vísir heyrði í honum hljóðið nú rétt í þessu. Fráfarandi meistarar Norrköping töpuðu á sama tíma, 2-1, á útivelli gegn Elfsborg og því er Malmö orðið meistari með tvo leiki til góða. Þetta er 22. Svíþjóðarmeistaratitill Malmö í sögunni og sá fjórði á sex árum. „Við vissum að Norrköping átti erfiðan útileik í kvöld þannig okkur datt í hug að þetta gæti klárast í kvöld. Það er ákveðinn léttir að klára þetta með tvo leiki til góða. Vonandi getum við bara unnið deildina með tíu stigum allavega,“ sagði Kári.pic.twitter.com/r60hWXrNSQ— Malmö FF (@Malmo_FF) October 26, 2016 Vonandi eitthvað gott í boði En hversu vissir voru Malmö-menn að þeir gátu unnið deildina í kvöld? Var búið að hlaða guðaveigum í rútuna? „Ég er bara ekki alveg viss. Það verður að koma í ljós. Vonandi verður eitthvað gott í boði,“ sagði Kári léttur. Malmö-liðið á fyrir höndum tveggja tíma rútuferð frá Falkenberg til Malmö þar sem tekið verður á móti nýkrýndum meisturunum með pomp og prakt. „Stuðningsmennirnir ætla að taka á móti okkur held ég. Það verða einhverjir klárir þegar við komum til baka eftir svona tvo tíma. Það verður bara gaman,“ sagði Kári. Malmö er búið að lenda í meiðslavandræðum á tímabilinu en þrátt fyrir það er liðið orðið meistari þegar enn eru tveir leikir eftir. „Við erum bestir. Við erum búnir að vera með þrjá landsliðsmenn frá í nokkuð langan tíma. Ég held að við séum aðeins búnir að tapa einum leik eftir að þeir heltust úr lestinni. Það sýnir ákveðna breidd í liðinu,“ sagði Kári, en í kvöld skoraði hinn 17 ára gamli Mattias Svanberg eitt mark og lagði upp annað. „Það er sautján ára pjakkur sem var allt í öllu í kvöld - skoraði og lagði upp. Hann gat líka skorað tvö mörk til viðbótar. Það sýnir ákveðna breidd í liðinu hjá okkur.“Fira med laget på Swedbank Stadion imorgonhttps://t.co/sYsRohOZjg pic.twitter.com/cO3CVZWsAt— Malmö FF (@Malmo_FF) October 26, 2016 Skemmtilegra að vinna núna Kári hefur verið opinskár með það, að fara til Svíþjóðar var ekki ofarlega á óskalistanum hjá honum í fyrra þegar hann yfirgaf Rotherham á Englandi. Fyrst hann var á annað borð mættur var ekkert annað að gera en að verða meistari, sérstaklega eftir vonbrigðin í fyrra. „Það var ekkert annað í stöðunni en að vinna þennan titil og auðvitað er það gaman,“ sagði Kári sem varð Svíþjóðarmeistari með Djurgården fyrir ellefu árum síðan á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. „Ég verð bara yngri og yngri,“ sagði Kári og hló. „Ég veit að talan segir ekkert að ég er að yngjast en mér líður ágætlega.“ En hvort var nú skemmtilegra að vinna titilinn núna eða á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður árið 2005? „Það var gaman að vinna þetta í fyrsta skipti en þetta er skemmtilegra núna. Bæði er þetta betra lið og allt í kringum félagið er betra. Svo hef ég líka verið varafyrirliði og fyrirliðinn verið meiddur. Að fá að leiða þetta lið áfram hefur gefið mér mikið aukalega,“ sagði Kári Árnason. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Kári Árnason sænskur meistari með Malmö Jón Guðni Fjóluson fékk rautt er Norrköping tapaði og missti endanlega af Svíþjóðarmeistaratitlinum. 26. október 2016 18:57 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
„Hér er gríðarleg stemning. Við erum bara að bíða eftir því að komast af stað heim,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Malmö, sem fyrr í kvöld varð sænskur meistari með liðinu eftir 3-0 útisigur á Falkenberg. Vísir heyrði í honum hljóðið nú rétt í þessu. Fráfarandi meistarar Norrköping töpuðu á sama tíma, 2-1, á útivelli gegn Elfsborg og því er Malmö orðið meistari með tvo leiki til góða. Þetta er 22. Svíþjóðarmeistaratitill Malmö í sögunni og sá fjórði á sex árum. „Við vissum að Norrköping átti erfiðan útileik í kvöld þannig okkur datt í hug að þetta gæti klárast í kvöld. Það er ákveðinn léttir að klára þetta með tvo leiki til góða. Vonandi getum við bara unnið deildina með tíu stigum allavega,“ sagði Kári.pic.twitter.com/r60hWXrNSQ— Malmö FF (@Malmo_FF) October 26, 2016 Vonandi eitthvað gott í boði En hversu vissir voru Malmö-menn að þeir gátu unnið deildina í kvöld? Var búið að hlaða guðaveigum í rútuna? „Ég er bara ekki alveg viss. Það verður að koma í ljós. Vonandi verður eitthvað gott í boði,“ sagði Kári léttur. Malmö-liðið á fyrir höndum tveggja tíma rútuferð frá Falkenberg til Malmö þar sem tekið verður á móti nýkrýndum meisturunum með pomp og prakt. „Stuðningsmennirnir ætla að taka á móti okkur held ég. Það verða einhverjir klárir þegar við komum til baka eftir svona tvo tíma. Það verður bara gaman,“ sagði Kári. Malmö er búið að lenda í meiðslavandræðum á tímabilinu en þrátt fyrir það er liðið orðið meistari þegar enn eru tveir leikir eftir. „Við erum bestir. Við erum búnir að vera með þrjá landsliðsmenn frá í nokkuð langan tíma. Ég held að við séum aðeins búnir að tapa einum leik eftir að þeir heltust úr lestinni. Það sýnir ákveðna breidd í liðinu,“ sagði Kári, en í kvöld skoraði hinn 17 ára gamli Mattias Svanberg eitt mark og lagði upp annað. „Það er sautján ára pjakkur sem var allt í öllu í kvöld - skoraði og lagði upp. Hann gat líka skorað tvö mörk til viðbótar. Það sýnir ákveðna breidd í liðinu hjá okkur.“Fira med laget på Swedbank Stadion imorgonhttps://t.co/sYsRohOZjg pic.twitter.com/cO3CVZWsAt— Malmö FF (@Malmo_FF) October 26, 2016 Skemmtilegra að vinna núna Kári hefur verið opinskár með það, að fara til Svíþjóðar var ekki ofarlega á óskalistanum hjá honum í fyrra þegar hann yfirgaf Rotherham á Englandi. Fyrst hann var á annað borð mættur var ekkert annað að gera en að verða meistari, sérstaklega eftir vonbrigðin í fyrra. „Það var ekkert annað í stöðunni en að vinna þennan titil og auðvitað er það gaman,“ sagði Kári sem varð Svíþjóðarmeistari með Djurgården fyrir ellefu árum síðan á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. „Ég verð bara yngri og yngri,“ sagði Kári og hló. „Ég veit að talan segir ekkert að ég er að yngjast en mér líður ágætlega.“ En hvort var nú skemmtilegra að vinna titilinn núna eða á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður árið 2005? „Það var gaman að vinna þetta í fyrsta skipti en þetta er skemmtilegra núna. Bæði er þetta betra lið og allt í kringum félagið er betra. Svo hef ég líka verið varafyrirliði og fyrirliðinn verið meiddur. Að fá að leiða þetta lið áfram hefur gefið mér mikið aukalega,“ sagði Kári Árnason.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Kári Árnason sænskur meistari með Malmö Jón Guðni Fjóluson fékk rautt er Norrköping tapaði og missti endanlega af Svíþjóðarmeistaratitlinum. 26. október 2016 18:57 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Kári Árnason sænskur meistari með Malmö Jón Guðni Fjóluson fékk rautt er Norrköping tapaði og missti endanlega af Svíþjóðarmeistaratitlinum. 26. október 2016 18:57