NBA: Russell Westbrook hélt ró sinni og leiddi sína menn til sigurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2016 07:00 Russell Westbrook var allt í öllu í fyrsta leik Oklahoma City Thunder án Kevin Durant og sá öðrum fremur til þess að liðið byrjaði NBA-tímabilið á sigri. 50 stig frá Anthony Davis voru hinsvegar ekki nóg fyrir New Orleans Pelicans. Indiana Pacers vann Dallas Mavericks í fyrsta framlengda leik tímabilsins og bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics unnu sína leiki. DeMar DeRozan skoraði 40 stig í fyrsta leik Toronto Raptors og setti með því met.Russell Westbrook vantaði bara eina stoðsendingu upp á þrennuna þegar Oklahoma City Thunder vann 103-97 útisigur á Philadelphia 76ers. Westbrook var með 32 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í fyrsta leiknum eftir brotthvarf Kevin Durant. Westbrook hélt líka ró sinni þegar stuðningsmaður Philadelphia sýndi honum báða fingurna í fyrsta leikhlutanum. Rétt viðbrögð hans og frammistaða lofa góðu fyrir tímabilið. Joel Embiid skoraði 20 stig á 22 mínútum fyrir lið Philadelphia 76ers en Embiid gat ekki spilað fyrstu tvö árin sín í deildinni vegna meiðsla. Þetta var því fyrsti leikurinn hans í deildinni.Myles Turner skoraði 30 stig og tók 16 fráköst þegar Indiana Pacers vann 130-121 sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Paul George bætti við 25 stigum en Deron Williams skoraði 25 stig fyrir Dallas og þeir J.J. Barea og Dirk Nowitzki voru með 22 stig hvor.Jordan Clarkson skoraði 12 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Lakers vann 120-114 sigur á Houston Rockets í fyrsta leik Lakers undir stjórn Luke Walton. D'Angelo Russell skoraði 20 stig og Julius Randle var með 18 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í fyrsta leik Lakers eftir að Kobe Bryant lagði skóna á hilluna. James Harden var með 34 stig, 17 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Houston Rockets en dugði ekki.Isaiah Thomas fór fyrir liði Boston Celtics í 122-117 sigri á Brooklyn Nets en hann var með 25 stig og 9 stoðsendingar. Jae Crowder skoraði 21 stig og Al Horford var með 11 stig í fyrsta leik sínum fyrir Boston. Justin Hamilton var atkvæðamestur hjá Brooklyn Nets með 19 stig og 10 fráköst.DeMar DeRozan skoraði 40 stig og var með 32 stig þegar Toronto Raptors vann 109-91 sigur á Detroit Pistons. DeRozan hitti úr 17 af 27 skotum sínum utan af velli og öllum sex vítunum. Hann bætti met Vince Carter frá 2003 en enginn Toronto-leikmaður hefur nú skorað fleiri stig í fyrsta leik tímabilsins. Tobias Harris var stigahæstur hjá Detroit með 22 stig.Anthony Davis átti magnaðan leik fyrir New Orleans Pelicans en það dugði ekki til því liðið tapaði 107-102 á heimavelli á móti Denver Nuggets. Anthony Davis var með 50 stig, 16 fráköst, 7 stolna bolta, 5 stoðsendingar og 4 varin skot í leiknum en restin af Pelicans-liðinu hitti aðeins úr 21 af 58 skotum. Jusuf Nurkic skoraði 32 stig fyrir Denver og Will Barton bætti við 22 stigum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Houston Rockets 120-114 Phoenix Suns - Sacramento Kings 94-113 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 102-98 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 96-107 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 102-107 Philadelphia 76ers - Oklahoma City Thunder 97-103 Boston Celtics - Brooklyn Nets 122-117 Toronto Raptors - Detroit Pistons 109-91 Indiana Pacers - Dallas Mavericks 130-121 (115-115) Orlando Magic - Miami Heat 96-108 NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Russell Westbrook var allt í öllu í fyrsta leik Oklahoma City Thunder án Kevin Durant og sá öðrum fremur til þess að liðið byrjaði NBA-tímabilið á sigri. 50 stig frá Anthony Davis voru hinsvegar ekki nóg fyrir New Orleans Pelicans. Indiana Pacers vann Dallas Mavericks í fyrsta framlengda leik tímabilsins og bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics unnu sína leiki. DeMar DeRozan skoraði 40 stig í fyrsta leik Toronto Raptors og setti með því met.Russell Westbrook vantaði bara eina stoðsendingu upp á þrennuna þegar Oklahoma City Thunder vann 103-97 útisigur á Philadelphia 76ers. Westbrook var með 32 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í fyrsta leiknum eftir brotthvarf Kevin Durant. Westbrook hélt líka ró sinni þegar stuðningsmaður Philadelphia sýndi honum báða fingurna í fyrsta leikhlutanum. Rétt viðbrögð hans og frammistaða lofa góðu fyrir tímabilið. Joel Embiid skoraði 20 stig á 22 mínútum fyrir lið Philadelphia 76ers en Embiid gat ekki spilað fyrstu tvö árin sín í deildinni vegna meiðsla. Þetta var því fyrsti leikurinn hans í deildinni.Myles Turner skoraði 30 stig og tók 16 fráköst þegar Indiana Pacers vann 130-121 sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Paul George bætti við 25 stigum en Deron Williams skoraði 25 stig fyrir Dallas og þeir J.J. Barea og Dirk Nowitzki voru með 22 stig hvor.Jordan Clarkson skoraði 12 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Lakers vann 120-114 sigur á Houston Rockets í fyrsta leik Lakers undir stjórn Luke Walton. D'Angelo Russell skoraði 20 stig og Julius Randle var með 18 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í fyrsta leik Lakers eftir að Kobe Bryant lagði skóna á hilluna. James Harden var með 34 stig, 17 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Houston Rockets en dugði ekki.Isaiah Thomas fór fyrir liði Boston Celtics í 122-117 sigri á Brooklyn Nets en hann var með 25 stig og 9 stoðsendingar. Jae Crowder skoraði 21 stig og Al Horford var með 11 stig í fyrsta leik sínum fyrir Boston. Justin Hamilton var atkvæðamestur hjá Brooklyn Nets með 19 stig og 10 fráköst.DeMar DeRozan skoraði 40 stig og var með 32 stig þegar Toronto Raptors vann 109-91 sigur á Detroit Pistons. DeRozan hitti úr 17 af 27 skotum sínum utan af velli og öllum sex vítunum. Hann bætti met Vince Carter frá 2003 en enginn Toronto-leikmaður hefur nú skorað fleiri stig í fyrsta leik tímabilsins. Tobias Harris var stigahæstur hjá Detroit með 22 stig.Anthony Davis átti magnaðan leik fyrir New Orleans Pelicans en það dugði ekki til því liðið tapaði 107-102 á heimavelli á móti Denver Nuggets. Anthony Davis var með 50 stig, 16 fráköst, 7 stolna bolta, 5 stoðsendingar og 4 varin skot í leiknum en restin af Pelicans-liðinu hitti aðeins úr 21 af 58 skotum. Jusuf Nurkic skoraði 32 stig fyrir Denver og Will Barton bætti við 22 stigum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Houston Rockets 120-114 Phoenix Suns - Sacramento Kings 94-113 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 102-98 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 96-107 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 102-107 Philadelphia 76ers - Oklahoma City Thunder 97-103 Boston Celtics - Brooklyn Nets 122-117 Toronto Raptors - Detroit Pistons 109-91 Indiana Pacers - Dallas Mavericks 130-121 (115-115) Orlando Magic - Miami Heat 96-108
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira