Einar Andri: Ekki sjálfgefið að við verðum betri en við erum núna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2016 21:59 Einar Andri og strákarnir hans eru með sex stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar eftir níu umferðir. vísir/anton Það var létt yfir Einari Andra Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, eftir sigur hans manna á Val í kvöld. „Þetta var hrikalega sætur sigur. Við vorum í vandræðum stóran hluta leiksins en strákarnir héldu áfram og fundu einhvern kraft til þess að klára þetta. Ég veit ekki alveg hvaðan hann kom,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar voru í miklu basli í fyrri hálfleik þar sem sóknarleikur liðsins gekk mjög illa. En hvað breyttist til batnaðar í seinni hálfleik? „Sölvi [Ólafsson] kom í markið, fór að verja og kveikti í þessu. Hann gaf okkur það sem upp á vantaði. Elvar [Ásgeirsson] steig upp og Árni Bragi [Eyjólfsson] var góður allan leikinn,“ sagði Einar Andri. Afturelding er komið með sex stiga forystu á toppi Olís-deildarinnar eftir átta sigurleiki í röð. Einar Andri segist ekki hafa átt von á svona góðu gengi í upphafi tímabils. „Staðan á okkur með meiðsli var ekki góð í sumar, við vorum slakir á undirbúningstímabilinu og töpuðum fyrsta leik. Þannig að ef þú hefðir spurt mig þá hvort við myndum vinna átta leiki í röð hefði það verið algjörlega út úr korti. En við höfum fundið einhverja formúlu sem virkar,“ sagði þjálfarinn. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar vegna meiðsla. Einar Andri segir ekki sjálfgefið að liðið verði sterkara þegar þeir koma til baka. „Það eru margir að spá í þetta en það er ekkert sjálfsagt mál að við verðum betri en við erum núna. Það þarf að búa til liðsheild og það verður púsluspil að koma þessu saman. En strákana hungrar í árangur þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því,“ sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-23 | Áttundi sigur Mosfellinga í röð Afturelding náði sex stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla þegar liðið vann tveggja marka sigur, 25-23, á Val í kvöld. 27. október 2016 21:45 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Það var létt yfir Einari Andra Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, eftir sigur hans manna á Val í kvöld. „Þetta var hrikalega sætur sigur. Við vorum í vandræðum stóran hluta leiksins en strákarnir héldu áfram og fundu einhvern kraft til þess að klára þetta. Ég veit ekki alveg hvaðan hann kom,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar voru í miklu basli í fyrri hálfleik þar sem sóknarleikur liðsins gekk mjög illa. En hvað breyttist til batnaðar í seinni hálfleik? „Sölvi [Ólafsson] kom í markið, fór að verja og kveikti í þessu. Hann gaf okkur það sem upp á vantaði. Elvar [Ásgeirsson] steig upp og Árni Bragi [Eyjólfsson] var góður allan leikinn,“ sagði Einar Andri. Afturelding er komið með sex stiga forystu á toppi Olís-deildarinnar eftir átta sigurleiki í röð. Einar Andri segist ekki hafa átt von á svona góðu gengi í upphafi tímabils. „Staðan á okkur með meiðsli var ekki góð í sumar, við vorum slakir á undirbúningstímabilinu og töpuðum fyrsta leik. Þannig að ef þú hefðir spurt mig þá hvort við myndum vinna átta leiki í röð hefði það verið algjörlega út úr korti. En við höfum fundið einhverja formúlu sem virkar,“ sagði þjálfarinn. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar vegna meiðsla. Einar Andri segir ekki sjálfgefið að liðið verði sterkara þegar þeir koma til baka. „Það eru margir að spá í þetta en það er ekkert sjálfsagt mál að við verðum betri en við erum núna. Það þarf að búa til liðsheild og það verður púsluspil að koma þessu saman. En strákana hungrar í árangur þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því,“ sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-23 | Áttundi sigur Mosfellinga í röð Afturelding náði sex stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla þegar liðið vann tveggja marka sigur, 25-23, á Val í kvöld. 27. október 2016 21:45 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-23 | Áttundi sigur Mosfellinga í röð Afturelding náði sex stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla þegar liðið vann tveggja marka sigur, 25-23, á Val í kvöld. 27. október 2016 21:45