Stefnt að endurgerð Rambo Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2016 09:58 Rambo í Rambo: First Blood Part II. Unnið er að því að endurræsa kvikmyndaseríuna um hetjuna Rambo, án aðkomu Sylvester Stallone. Framleiðslufyrirtækið Nu Image/Millenium Films er sagt vera að leita að ungum leikara fyrir hlutverk stríðshetju sem hyggur á hefndir. Verkefnið ber nafnið Rambo: New Blood og verður henni leikstýrt af Ariel Vromen. Samkvæmt heimildum Hollywood Reporter verður hinn nýi Rambo líkari ofurnjósnaranum breska James Bond, en eins manns hernum John Rambo úr gömlu myndunum. Frekari upplýsingar um söguþráð myndarinnar liggja ekki fyrir.Rambo: First Blood kom út árið 1982 og skartaði Silvester Stallone í aðalhlutverki þar sem hann lék John Rambo. Sá var nýkominn heim til Bandaríkjanna eftir Víetnamstríðið og komst upp á kant við lögin í smábæ í Bandaríkjunum.Rambo: First Blood Part II kom út árið 1985. Þar náði John Rambo fram hefndum gegn fyrrum óvinum sínum í Víetnam og Rússum. Fyrri myndin fjallaði að miklu leyti um vandræði fyrrum hermanna í Víetnam þegar þeir sneru aftur heim en sú síðari var hasarmynd í gegn. First Blood Part II sló í gegn í kvikmyndahúsum og gerði Rambo að heimsþekktum karakter.Rambo III, sem kom út árið 1988 gekk ekki jafn vel meðal áhorfenda. Rambo var í dvala í tuttugu ár eða þangað til Sylvester Stallone endurvakti hann árið 2008 með myndinni Rambo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Unnið er að því að endurræsa kvikmyndaseríuna um hetjuna Rambo, án aðkomu Sylvester Stallone. Framleiðslufyrirtækið Nu Image/Millenium Films er sagt vera að leita að ungum leikara fyrir hlutverk stríðshetju sem hyggur á hefndir. Verkefnið ber nafnið Rambo: New Blood og verður henni leikstýrt af Ariel Vromen. Samkvæmt heimildum Hollywood Reporter verður hinn nýi Rambo líkari ofurnjósnaranum breska James Bond, en eins manns hernum John Rambo úr gömlu myndunum. Frekari upplýsingar um söguþráð myndarinnar liggja ekki fyrir.Rambo: First Blood kom út árið 1982 og skartaði Silvester Stallone í aðalhlutverki þar sem hann lék John Rambo. Sá var nýkominn heim til Bandaríkjanna eftir Víetnamstríðið og komst upp á kant við lögin í smábæ í Bandaríkjunum.Rambo: First Blood Part II kom út árið 1985. Þar náði John Rambo fram hefndum gegn fyrrum óvinum sínum í Víetnam og Rússum. Fyrri myndin fjallaði að miklu leyti um vandræði fyrrum hermanna í Víetnam þegar þeir sneru aftur heim en sú síðari var hasarmynd í gegn. First Blood Part II sló í gegn í kvikmyndahúsum og gerði Rambo að heimsþekktum karakter.Rambo III, sem kom út árið 1988 gekk ekki jafn vel meðal áhorfenda. Rambo var í dvala í tuttugu ár eða þangað til Sylvester Stallone endurvakti hann árið 2008 með myndinni Rambo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira