Ríkið vill þjóðarleikvang í Laugardal Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 10. október 2016 07:00 Nýr Laugardalsvöllur samkvæmt teikningum Yrki arkitekta. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Knattspyrnusamband Íslands munu veita alls 21 milljón króna til að fullkanna rekstrargrundvöll fjölnota íþróttaleikvangs, bera saman mismunandi útfærslur og vinna frumhönnun leikvangsins ásamt því að vinna kostnaðargreiningu vegna framkvæmda. Hver leggur sjö milljónir í verkefnið. Þetta kom fram á borgarráðsfundi á fimmtudag þar sem Degi B. Eggertssyni var veitt umboð til að skrifa undir viljayfirlýsingu fyrir hönd borgarinnar. Fram hefur komið að KSÍ vilji kaupa völlinn og hefja samtal um uppbyggingu innan núverandi byggingarreits hans án fjárhagslegrar aðkomu borgarinnar. KSÍ hefur unnið hagkvæmniathugun um uppbyggingu fjölnota leikvangs þar sem markmiðið er að bæta völlinn sem þjóðarleikvang í knattspyrnu, auka nýtingu hans, ásamt því að styrkja nærumhverfi. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafa því ákveðið að veita styrk til undirbúnings á verkefninu. KSÍ hefur skuldbundið sig til að bera ábyrgð á framvindu verkefnisins og leggja fram verkefnisáætlun til samþykktar fyrir aðila samkomulagsins. Verkefnisáætlun skal gera ráð fyrir að næsta verkþætti verði lokið eigi síðar en 15. janúar 2017. Þegar niðurstöður liggja fyrir munu aðilar samkomulagsins taka afstöðu til framhalds verkefnisins og raunhæfni. Afstaða mennta- og menningarmálaráðuneytis til frekari þátttöku mun taka mið af því að Laugardalsvöllur verði skilgreindur sem þjóðarleikvangur. Borgin hefur lýst sig reiðubúna að koma að nauðsynlegri greiningu og skipulagsvinnu sem tengist þróun fjölnota íþróttaleikvangs með vísan til erindis Knattspyrnusambands Íslands frá 10. mars 2016, samþykktar borgarráðs frá 15. september og þeirra fyrirvara sem þar koma fram.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. KSÍ Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Knattspyrnusamband Íslands munu veita alls 21 milljón króna til að fullkanna rekstrargrundvöll fjölnota íþróttaleikvangs, bera saman mismunandi útfærslur og vinna frumhönnun leikvangsins ásamt því að vinna kostnaðargreiningu vegna framkvæmda. Hver leggur sjö milljónir í verkefnið. Þetta kom fram á borgarráðsfundi á fimmtudag þar sem Degi B. Eggertssyni var veitt umboð til að skrifa undir viljayfirlýsingu fyrir hönd borgarinnar. Fram hefur komið að KSÍ vilji kaupa völlinn og hefja samtal um uppbyggingu innan núverandi byggingarreits hans án fjárhagslegrar aðkomu borgarinnar. KSÍ hefur unnið hagkvæmniathugun um uppbyggingu fjölnota leikvangs þar sem markmiðið er að bæta völlinn sem þjóðarleikvang í knattspyrnu, auka nýtingu hans, ásamt því að styrkja nærumhverfi. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafa því ákveðið að veita styrk til undirbúnings á verkefninu. KSÍ hefur skuldbundið sig til að bera ábyrgð á framvindu verkefnisins og leggja fram verkefnisáætlun til samþykktar fyrir aðila samkomulagsins. Verkefnisáætlun skal gera ráð fyrir að næsta verkþætti verði lokið eigi síðar en 15. janúar 2017. Þegar niðurstöður liggja fyrir munu aðilar samkomulagsins taka afstöðu til framhalds verkefnisins og raunhæfni. Afstaða mennta- og menningarmálaráðuneytis til frekari þátttöku mun taka mið af því að Laugardalsvöllur verði skilgreindur sem þjóðarleikvangur. Borgin hefur lýst sig reiðubúna að koma að nauðsynlegri greiningu og skipulagsvinnu sem tengist þróun fjölnota íþróttaleikvangs með vísan til erindis Knattspyrnusambands Íslands frá 10. mars 2016, samþykktar borgarráðs frá 15. september og þeirra fyrirvara sem þar koma fram.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
KSÍ Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira