Tom Brady sneri aftur með látum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2016 07:00 Tom Brady fór á kostum í gær. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, sneri aftur eftir að taka úr fjögurra leikja bann í gær þegar Patriots sótti Cleveland Browns heim í fimmtu leikviku deildarinnar. Það verður ekki annað sagt en fjórfaldi Super Bowl-sigurvegarinn hafi snúið aftur með látum en þessi 39 ára gamli leikstjórnandi kláraði 28 sendingar af 40 fyrir 406 jördum og þremur snertimörkum. Hann er elsti maðurinn í sögu deildarinnar til að ná slíkri tölfræði á þessum aldri. Auk Brady sneri innherjinn magnaði Rob Gronkowski aftur og munaði um minna fyrir New England. Gronk greip fimm bolta fyrir 109 jördum en það var hinn innherjinn, Martellus Bennett, sem kom frá Chicago fyrir tímabilið, sem sá um að skora. Hann skoraði þrjú snertimörk. New England er búið að vinna fjóra leiki af fimm og lítur ansi vel út og er nú komið með tvo langbestu leikmenn sína til baka. Hér má sjá það helsta úr leiknum og hér má sjá hver einasta kast Tom Brady í endurkomuleiknum.Ezekiel Elliott á fullri ferð gegn Bengals í gær.vísir/gettyNýliðarnir frábærir Denver Broncos tapaði á heimavelli fyrir Atlanta Falcons í gærkvöldi sem þýðir að Minnesota Vikings er nokkuð óvænt eina ósigraða liðið eftir fimm leikvikur. Minnesota fékk Houston í heimsókn í gær og pakkaði Texans saman, 31-13. Sam Bradford, leikstjórnandinn sem kom frá Philadelphia á síðustu stundu vegna meiðsla Teddy Bridgewater, heldur áfram að spila vel en hann kláraði 22 sendingar af 30 í gærkvöldi fyrir 271 jarda og tveimur snertimörkum. Hann er ekki enn þá búinn að kasta boltanum frá sér á tímabilinu. Allt það helsta úr leiknum má sjá hér. Nokkur lið eru með fjóra sigra og eitt tap en eitt þeirra er Dallas Cowboys sem pakkaði Cincinnati Bengals saman, 28-14, í sjónvarpsleik gærkvöldsins á Stöð 2 Sport HD. Dallas komst í 28-0. Nýliðarnir Dak Prescott, leikstjórnandi, og Ezekiel Elliott, hlaupari, halda áfram að spila eins og reynsluboltar en þeir eru búnir að vera magnaðir. Prescott, sem var valinn í fjórðu umferð nýliðavalsins í ár, er ekki enn þá búinn að kasta boltanum frá sér á tímabilinu en óvíst er hvort Tony Romo, aðal leikstjórnandi liðsins, fái starfið sitt aftur þegar hann snýr til baka eftir meiðsli. Hlauparinn Ezekiel Elliott er að sýna öllum að hann verður ofurstjarna í deiildinni en hann hljóp lengra en 100 jarda þriðja leikinn í röð í gærkvöldi. Elliot hljóp í heildina 134 jarda í 15 tilraunum og skoraði tvö snertimörk. Hann skoraði eitt 60 jarda snertimark sem má sjá hér en allt það helsta úr leiknum má sjá með því að smella hér.Úrslit gærdagsins: Cleveland Browns - New England Patriots 13-33 Detroit Lions - Philadelphia Eagles 23-24 Indianapolis Colts - Chicago Bears 29-23 Miami Dolphins - Tennesse Tittans 17-30 Minnesota Vikings - Houston Texans 31-13 Pittsburgh Steelers - NY Jets 31-13 Denver Broncos - Atlanta Falcons 16-23 Dallas Cowboys - Cincinnati Bengals 28-14 Los Angeles Rams - Buffalo Bills 19-30 Oakland raiders - San Diego Chargers 34-31 Green Bay Packers - NY Giants 23-16 NFL Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, sneri aftur eftir að taka úr fjögurra leikja bann í gær þegar Patriots sótti Cleveland Browns heim í fimmtu leikviku deildarinnar. Það verður ekki annað sagt en fjórfaldi Super Bowl-sigurvegarinn hafi snúið aftur með látum en þessi 39 ára gamli leikstjórnandi kláraði 28 sendingar af 40 fyrir 406 jördum og þremur snertimörkum. Hann er elsti maðurinn í sögu deildarinnar til að ná slíkri tölfræði á þessum aldri. Auk Brady sneri innherjinn magnaði Rob Gronkowski aftur og munaði um minna fyrir New England. Gronk greip fimm bolta fyrir 109 jördum en það var hinn innherjinn, Martellus Bennett, sem kom frá Chicago fyrir tímabilið, sem sá um að skora. Hann skoraði þrjú snertimörk. New England er búið að vinna fjóra leiki af fimm og lítur ansi vel út og er nú komið með tvo langbestu leikmenn sína til baka. Hér má sjá það helsta úr leiknum og hér má sjá hver einasta kast Tom Brady í endurkomuleiknum.Ezekiel Elliott á fullri ferð gegn Bengals í gær.vísir/gettyNýliðarnir frábærir Denver Broncos tapaði á heimavelli fyrir Atlanta Falcons í gærkvöldi sem þýðir að Minnesota Vikings er nokkuð óvænt eina ósigraða liðið eftir fimm leikvikur. Minnesota fékk Houston í heimsókn í gær og pakkaði Texans saman, 31-13. Sam Bradford, leikstjórnandinn sem kom frá Philadelphia á síðustu stundu vegna meiðsla Teddy Bridgewater, heldur áfram að spila vel en hann kláraði 22 sendingar af 30 í gærkvöldi fyrir 271 jarda og tveimur snertimörkum. Hann er ekki enn þá búinn að kasta boltanum frá sér á tímabilinu. Allt það helsta úr leiknum má sjá hér. Nokkur lið eru með fjóra sigra og eitt tap en eitt þeirra er Dallas Cowboys sem pakkaði Cincinnati Bengals saman, 28-14, í sjónvarpsleik gærkvöldsins á Stöð 2 Sport HD. Dallas komst í 28-0. Nýliðarnir Dak Prescott, leikstjórnandi, og Ezekiel Elliott, hlaupari, halda áfram að spila eins og reynsluboltar en þeir eru búnir að vera magnaðir. Prescott, sem var valinn í fjórðu umferð nýliðavalsins í ár, er ekki enn þá búinn að kasta boltanum frá sér á tímabilinu en óvíst er hvort Tony Romo, aðal leikstjórnandi liðsins, fái starfið sitt aftur þegar hann snýr til baka eftir meiðsli. Hlauparinn Ezekiel Elliott er að sýna öllum að hann verður ofurstjarna í deiildinni en hann hljóp lengra en 100 jarda þriðja leikinn í röð í gærkvöldi. Elliot hljóp í heildina 134 jarda í 15 tilraunum og skoraði tvö snertimörk. Hann skoraði eitt 60 jarda snertimark sem má sjá hér en allt það helsta úr leiknum má sjá með því að smella hér.Úrslit gærdagsins: Cleveland Browns - New England Patriots 13-33 Detroit Lions - Philadelphia Eagles 23-24 Indianapolis Colts - Chicago Bears 29-23 Miami Dolphins - Tennesse Tittans 17-30 Minnesota Vikings - Houston Texans 31-13 Pittsburgh Steelers - NY Jets 31-13 Denver Broncos - Atlanta Falcons 16-23 Dallas Cowboys - Cincinnati Bengals 28-14 Los Angeles Rams - Buffalo Bills 19-30 Oakland raiders - San Diego Chargers 34-31 Green Bay Packers - NY Giants 23-16
NFL Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira