„Khal Drogo“ kominn til Íslands Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2016 14:00 Jason Momoa. Efri myndin til hliðar er af Reykjarfirði á Ströndum. Vísir/Getty Leikararnir Jason Momoa og Willem Dafoe eru mættir til landsins þar sem þeir munu taka upp atriði fyrir Justice League. Tökur munu hefjast á næstu dögum. Þar að auki munu Ben Affleck og Zack Snyder vera við tökur, en þær fara fram á Ströndum. Tökuliðið hefur lagt undir sig Djúpavík þar sem búið er að koma fyrir fjölda húsbíla og einnig verður tekið upp á Gjögri.Momoa, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Khal Drogo í Game of Thrones, mun leika Arthur Curry eða Aquaman, konung Atlantis. Við höfum áður séð hann bregða fyrir í stiklu sem birt var í júlí. Þar mátti einnig sjá þau Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörgu Kjeld, Ágústu Evu Erlendsdóttur og Salóme Gunnarsdóttur. Aquaman birtist einnig í skamman tíma í Batman V Superman.Sjá einnig: Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice LeagueJustice League er ofurhetjuteymi sem samanstendur af Superman, Batman, WonderWoman, Aquaman, The Flash og Cyborg. Öll eru þau úr ofurhetjuheimi myndasagnaútgáfunnar DC-Comics. Tökum í London lauk nýverið og leikstjórinn Zack Snyder birti meðfylgjandi myndband af því tilefni.Last day filming in the UK. It has been an amazing shoot. Big thanks to everyone involved! #JusticeLeague pic.twitter.com/TEjEdlo81u— Zack Snyder (@ZackSnyder) October 7, 2016 Willem Defoe mun leika vísindamanninn Nuidi Vulko, sem er bandamaður Aquaman frá Atlantis. Ekki er vitað hvort að fleiri leikarar munu koma til Íslands vegna myndarinnar en auk áðurnefndra leikara eru Henry Cavill, Gal Gadot, Amy Adams, Amber Heard, Ezra MIller, Jeremy Irons og Ray Fisher einnig í henni. Jason Momoa birti í morgun tvær myndir sem teknar eru á Ströndum. Ef miða má við textann með myndunum þá er hann nokkuð sáttur við veruna hér á landi. Viðbót: Momoa hefur birt nokkrar myndir frá Íslandi á Instagramsíðu sinni. Þar segir hann Ísland vera fallegt land. Ekki ósvipað Hawaii, bara kaldara. #dreamtime #almosthome A photo posted by Jason Momoa (@prideofgypsies) on Oct 10, 2016 at 12:08am PDT My own private Iceland. Really stoked to be here Mahalo zach A photo posted by Jason Momoa (@prideofgypsies) on Oct 10, 2016 at 12:09am PDT Batman-news.com birtu nýverið myndir frá Djúpavík þar sem tökur fara fram. First set photos from the #JusticeLeague set in Iceland! https://t.co/uLBdHqcPFf pic.twitter.com/glbdaE8ZVf— Batman-News.com (@BatmanNewsCom) October 6, 2016 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Vestfirsk upplýsingasíða fyrir ferðamenn sögð hafa ljóstrað upp um leyndarmál Hollywood Frétt þar sem minnst var á að Jared Leto væri í leikarahópi Justice League fór á flug víða um heim. 14. september 2016 15:45 Sjáðu fyrstu myndina af J.K. Simmons sem lögreglustjórinn Gordon Snyder birti þessa svarthvítu mynd á Twitter á degi Leðurblökumannsins nokkrum dögum eftir að hafa birt mynd af Ben Affleck í leðurblökubúningnum. 17. september 2016 22:35 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Ingvar E. Sigurðsson í fyrstu stiklunni úr Justice League Verið var að frumsýna fyrstu stikluna úr myndinni sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust. 23. júlí 2016 19:56 Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Leikararnir Jason Momoa og Willem Dafoe eru mættir til landsins þar sem þeir munu taka upp atriði fyrir Justice League. Tökur munu hefjast á næstu dögum. Þar að auki munu Ben Affleck og Zack Snyder vera við tökur, en þær fara fram á Ströndum. Tökuliðið hefur lagt undir sig Djúpavík þar sem búið er að koma fyrir fjölda húsbíla og einnig verður tekið upp á Gjögri.Momoa, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Khal Drogo í Game of Thrones, mun leika Arthur Curry eða Aquaman, konung Atlantis. Við höfum áður séð hann bregða fyrir í stiklu sem birt var í júlí. Þar mátti einnig sjá þau Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörgu Kjeld, Ágústu Evu Erlendsdóttur og Salóme Gunnarsdóttur. Aquaman birtist einnig í skamman tíma í Batman V Superman.Sjá einnig: Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice LeagueJustice League er ofurhetjuteymi sem samanstendur af Superman, Batman, WonderWoman, Aquaman, The Flash og Cyborg. Öll eru þau úr ofurhetjuheimi myndasagnaútgáfunnar DC-Comics. Tökum í London lauk nýverið og leikstjórinn Zack Snyder birti meðfylgjandi myndband af því tilefni.Last day filming in the UK. It has been an amazing shoot. Big thanks to everyone involved! #JusticeLeague pic.twitter.com/TEjEdlo81u— Zack Snyder (@ZackSnyder) October 7, 2016 Willem Defoe mun leika vísindamanninn Nuidi Vulko, sem er bandamaður Aquaman frá Atlantis. Ekki er vitað hvort að fleiri leikarar munu koma til Íslands vegna myndarinnar en auk áðurnefndra leikara eru Henry Cavill, Gal Gadot, Amy Adams, Amber Heard, Ezra MIller, Jeremy Irons og Ray Fisher einnig í henni. Jason Momoa birti í morgun tvær myndir sem teknar eru á Ströndum. Ef miða má við textann með myndunum þá er hann nokkuð sáttur við veruna hér á landi. Viðbót: Momoa hefur birt nokkrar myndir frá Íslandi á Instagramsíðu sinni. Þar segir hann Ísland vera fallegt land. Ekki ósvipað Hawaii, bara kaldara. #dreamtime #almosthome A photo posted by Jason Momoa (@prideofgypsies) on Oct 10, 2016 at 12:08am PDT My own private Iceland. Really stoked to be here Mahalo zach A photo posted by Jason Momoa (@prideofgypsies) on Oct 10, 2016 at 12:09am PDT Batman-news.com birtu nýverið myndir frá Djúpavík þar sem tökur fara fram. First set photos from the #JusticeLeague set in Iceland! https://t.co/uLBdHqcPFf pic.twitter.com/glbdaE8ZVf— Batman-News.com (@BatmanNewsCom) October 6, 2016
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Vestfirsk upplýsingasíða fyrir ferðamenn sögð hafa ljóstrað upp um leyndarmál Hollywood Frétt þar sem minnst var á að Jared Leto væri í leikarahópi Justice League fór á flug víða um heim. 14. september 2016 15:45 Sjáðu fyrstu myndina af J.K. Simmons sem lögreglustjórinn Gordon Snyder birti þessa svarthvítu mynd á Twitter á degi Leðurblökumannsins nokkrum dögum eftir að hafa birt mynd af Ben Affleck í leðurblökubúningnum. 17. september 2016 22:35 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Ingvar E. Sigurðsson í fyrstu stiklunni úr Justice League Verið var að frumsýna fyrstu stikluna úr myndinni sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust. 23. júlí 2016 19:56 Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Vestfirsk upplýsingasíða fyrir ferðamenn sögð hafa ljóstrað upp um leyndarmál Hollywood Frétt þar sem minnst var á að Jared Leto væri í leikarahópi Justice League fór á flug víða um heim. 14. september 2016 15:45
Sjáðu fyrstu myndina af J.K. Simmons sem lögreglustjórinn Gordon Snyder birti þessa svarthvítu mynd á Twitter á degi Leðurblökumannsins nokkrum dögum eftir að hafa birt mynd af Ben Affleck í leðurblökubúningnum. 17. september 2016 22:35
Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54
Ingvar E. Sigurðsson í fyrstu stiklunni úr Justice League Verið var að frumsýna fyrstu stikluna úr myndinni sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust. 23. júlí 2016 19:56
Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31