Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 13:56 Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. Gunnar Nelson, markvörður Íslandsmeistara FH, fékk á sig sex mörk þegar Færeyjar töpuðu 6-0 á heimavelli á móti Evrópumeisturum Portúgals. Christian Benteke er leikmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en hann lék áður með Liverpool. Benteke bætti met Davide Gualtieri frá 1993 um 0,2 sekúndur en enginn hefur skorað fyrr í landsleik í fótbolta en Belgíumaðurinn.Gualtieri skoraði gamla metmarkið fyrir San Marino á móti Englandi fyrir 23 árum síðan.Christian Benteke skoraði þrennu í leiknum en belgíska landsliðið hefur fullt hús og markatöluna 13-0 eftir fyrstu þrjá leikina. Grikkir eru einnig með fullt hús í H-riðlinum eftir 2-0 útisigur á Eistlandi í kvöld. Edin Dzeko skoraði bæði mörk Bosníumanna í 2-0 sigri á Kýpur en Bosnía er í þriðja sæti eftir Belgum og Grikkjum.André Silva skoraði þrennu í fyrri hálfleik í 6-0 sigri Portúgals í Færeyjum. Cristiano Ronaldo sem skoraði fernu fyrir nokkrum dögum skoraði fjórða markið og tvö síðustu mörkin komu síðan í uppbótartíma. Portúgal tapaði fyrsta leik sínum á móti Sviss en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 12-0. Svisslendingar unnu 2-1 útisigur á Andorra í kvöld og eru með fullt hús á toppi riðilsins.,Úrslitin og markaskorarar í kvöld:A-riðillHvíta Rússland -Lúxemborg 1-1 1-0 Pavel Savitski (80.), 1-1 Aurélien Joachim (85.)Holland - Frakkland 0-1 0-1 Paul Pogba (30.)Svíþjóð - Búlgaría 3-0 1-0 Ola Toivonen (39.), 2-0 Oscar Hiljemark (45.), 3-0 Victor Lindelöf (58.),B-riðillFæreyjar - Portúgal 0-6 0-1 André Silva (12.9, 0-2 André Silva (22.), 0-3 André Silva (37.), 0-4 Cristiano Ronaldo (65.), 0-5 João Moutinho (90.+1), 0-6 João Cancelo (90.+3)Andorra - Sviss 1-2 0-1 Fabian Schär (19.), 0-2 Admir Mehmedi (77.), 1-2 Alexandre Martínez (90.).Lettland - Ungverjaland 0-2 0-1 Ádám Gyurcsó (10.), 0-2 Ádám Szalai (77.)H-riðillGíbraltar - Belgía 0-6 0-1 Christian Benteke (1.), 0-2 Axel Witsel (19.), 0-3 Christian Benteke (43.), 0-4 Dries Mertens (51.), 0-5 Christian Benteke (55.), 0-6 Eden Hazard (79.).Eistland - Grikkland 0-2 0-1 Vasilis Torosidis (2.), 0-2 Kostas Stafylidis (61.)Bosnía - Kýpur 2-0 1-0 Edin Dzeko (70.), 2-0 Edin Dzeko (80.). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. Gunnar Nelson, markvörður Íslandsmeistara FH, fékk á sig sex mörk þegar Færeyjar töpuðu 6-0 á heimavelli á móti Evrópumeisturum Portúgals. Christian Benteke er leikmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en hann lék áður með Liverpool. Benteke bætti met Davide Gualtieri frá 1993 um 0,2 sekúndur en enginn hefur skorað fyrr í landsleik í fótbolta en Belgíumaðurinn.Gualtieri skoraði gamla metmarkið fyrir San Marino á móti Englandi fyrir 23 árum síðan.Christian Benteke skoraði þrennu í leiknum en belgíska landsliðið hefur fullt hús og markatöluna 13-0 eftir fyrstu þrjá leikina. Grikkir eru einnig með fullt hús í H-riðlinum eftir 2-0 útisigur á Eistlandi í kvöld. Edin Dzeko skoraði bæði mörk Bosníumanna í 2-0 sigri á Kýpur en Bosnía er í þriðja sæti eftir Belgum og Grikkjum.André Silva skoraði þrennu í fyrri hálfleik í 6-0 sigri Portúgals í Færeyjum. Cristiano Ronaldo sem skoraði fernu fyrir nokkrum dögum skoraði fjórða markið og tvö síðustu mörkin komu síðan í uppbótartíma. Portúgal tapaði fyrsta leik sínum á móti Sviss en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 12-0. Svisslendingar unnu 2-1 útisigur á Andorra í kvöld og eru með fullt hús á toppi riðilsins.,Úrslitin og markaskorarar í kvöld:A-riðillHvíta Rússland -Lúxemborg 1-1 1-0 Pavel Savitski (80.), 1-1 Aurélien Joachim (85.)Holland - Frakkland 0-1 0-1 Paul Pogba (30.)Svíþjóð - Búlgaría 3-0 1-0 Ola Toivonen (39.), 2-0 Oscar Hiljemark (45.), 3-0 Victor Lindelöf (58.),B-riðillFæreyjar - Portúgal 0-6 0-1 André Silva (12.9, 0-2 André Silva (22.), 0-3 André Silva (37.), 0-4 Cristiano Ronaldo (65.), 0-5 João Moutinho (90.+1), 0-6 João Cancelo (90.+3)Andorra - Sviss 1-2 0-1 Fabian Schär (19.), 0-2 Admir Mehmedi (77.), 1-2 Alexandre Martínez (90.).Lettland - Ungverjaland 0-2 0-1 Ádám Gyurcsó (10.), 0-2 Ádám Szalai (77.)H-riðillGíbraltar - Belgía 0-6 0-1 Christian Benteke (1.), 0-2 Axel Witsel (19.), 0-3 Christian Benteke (43.), 0-4 Dries Mertens (51.), 0-5 Christian Benteke (55.), 0-6 Eden Hazard (79.).Eistland - Grikkland 0-2 0-1 Vasilis Torosidis (2.), 0-2 Kostas Stafylidis (61.)Bosnía - Kýpur 2-0 1-0 Edin Dzeko (70.), 2-0 Edin Dzeko (80.).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira