Fölsk bros, því bráðum er kosið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. október 2016 07:00 Hinir ríku halda áfram að verða miklu ríkari á Íslandi.“ „Laun þeirra ríku hækka hraðar.“ Að mínu mati fanga þessar tvær fyrirsagnir, sem birtust í fjölmiðlum á síðustu dögum, það í hnotskurn um hvað verður kosið 29. október. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Það sést ekki alltaf, heilt yfir getur samfélagið verið á réttri leið, hagtölur að skána, einhverjar breytur í útreikningum líka og jafnvel finnum við það sum hver á eigin skinni að staðan er að batna. En misskiptingin verður ekki falin í tölum um meðaltalshækkun. Það hvernig þeir sem halda áfram að hafa það betra, verða enn ríkari, fá enn meira til sín en aðrir. Fölsk bros stjórnmálamanna og enn falskari loforð rétt fyrir kosningar breyta engu um þessar staðreyndir. Síðasti áratugur hefur verið þjóðinni erfiður. Ruglhagkerfi fyrirhrunsáranna kippti raunveruleikanum úr sambandi og svo var öllum kippt niður á jörðina með hruninu. Efnahagslífið var í rúst og öll orka stjórnvalda fór í að koma því aftur á réttan kjöl. Það tókst og hægt og rólega hefur landið verið að rísa, allt að rétta úr kútnum. Og ekki endilega hægt, þetta hefur tekið undraskamman tíma í raun. Einmitt þess vegna skiptir máli hverjir setjast við stjórnvölinn eftir þessar kosningar, hvaða flokkar það eru sem koma að því að hanna það samfélag sem við viljum sjá, að nýta betri efnahagsstöðu á sem réttastan máta. Hvort við viljum auka jöfnuð, hvort við viljum að þeir sem verst hafa það njóti efnahagsbatans, hvort við viljum styrkja velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, hvernig við viljum nýta þá stöðu að ríkið heldur utan um stærstan hluta fjármálakerfisins til að koma samfélagssjónarmiðum þar inn. Fyrir mér eru þetta stóru málin. Og flokkar sem rétt fyrir kosningar muna eftir því að til er fleira fólk en fjármagnseigendur og fleiri félög en aflandsfélög eru ekki trúverðugir til að standa sig vel í þessu. Til þess treysti ég Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Hinir ríku halda áfram að verða miklu ríkari á Íslandi.“ „Laun þeirra ríku hækka hraðar.“ Að mínu mati fanga þessar tvær fyrirsagnir, sem birtust í fjölmiðlum á síðustu dögum, það í hnotskurn um hvað verður kosið 29. október. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Það sést ekki alltaf, heilt yfir getur samfélagið verið á réttri leið, hagtölur að skána, einhverjar breytur í útreikningum líka og jafnvel finnum við það sum hver á eigin skinni að staðan er að batna. En misskiptingin verður ekki falin í tölum um meðaltalshækkun. Það hvernig þeir sem halda áfram að hafa það betra, verða enn ríkari, fá enn meira til sín en aðrir. Fölsk bros stjórnmálamanna og enn falskari loforð rétt fyrir kosningar breyta engu um þessar staðreyndir. Síðasti áratugur hefur verið þjóðinni erfiður. Ruglhagkerfi fyrirhrunsáranna kippti raunveruleikanum úr sambandi og svo var öllum kippt niður á jörðina með hruninu. Efnahagslífið var í rúst og öll orka stjórnvalda fór í að koma því aftur á réttan kjöl. Það tókst og hægt og rólega hefur landið verið að rísa, allt að rétta úr kútnum. Og ekki endilega hægt, þetta hefur tekið undraskamman tíma í raun. Einmitt þess vegna skiptir máli hverjir setjast við stjórnvölinn eftir þessar kosningar, hvaða flokkar það eru sem koma að því að hanna það samfélag sem við viljum sjá, að nýta betri efnahagsstöðu á sem réttastan máta. Hvort við viljum auka jöfnuð, hvort við viljum að þeir sem verst hafa það njóti efnahagsbatans, hvort við viljum styrkja velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, hvernig við viljum nýta þá stöðu að ríkið heldur utan um stærstan hluta fjármálakerfisins til að koma samfélagssjónarmiðum þar inn. Fyrir mér eru þetta stóru málin. Og flokkar sem rétt fyrir kosningar muna eftir því að til er fleira fólk en fjármagnseigendur og fleiri félög en aflandsfélög eru ekki trúverðugir til að standa sig vel í þessu. Til þess treysti ég Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar