Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. október 2016 17:16 „Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. Þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæmdu leikinn og áttu ekki sinn besta dag að mati Einars. Einar hefur klippt til tíu atriði úr leiknum þar sem hann segir halla verulega á sína menn. Hann segist ekki hafa fundið neitt atvik þar sem hallaði á Aftureldingu. „Ég hvet menn til þess að finna einhver atriði þar sem hallar á Aftureldingu í leiknum. Frammistaða dómaranna var hörmung en er það tilviljun að ákvarðanir þeirra séu bara á annan veginn? Þetta er mjög sérstakt.“ Lið Einars tapaði leiknum með fimm marka mun, 22-27. Jafnt var á með liðunum lengstum en Afturelding átti síðustu fimm mínútur leiksins. En af hverju telur Einar að dómaraparið dæmi gegn Stjörnunni?Er þetta tilviljun? „Það er mér hulin ráðgáta. Ég skil það ekki. En ef menn horfa á leikinn og skoða þessar klippur þá sést það bara að dómararnir dæma á móti okkur. Hvort það sé vísítandi eða ekki veit ég ekki. Þetta er Evrópupar, okkar næstbesta par og þetta er frammistaðan sem okkur er boðið upp á. Er það tilviljun að það séu tíu atriði sem hægt er að finna auðveldlega? Þetta eru stór atriði sem hafa gríðarlega mikil áhrif á leikinn og þau eru öll gegn okkur,“ segir Einar en hefur Stjarnan verið að fá áberandi lélega dómgæslu hjá þessu dómarapari? „Ég var nú ekki alltaf par sáttur við þá er ég þjálfaði hjá Fram á sínum tíma. Þeir hafa bara dæmt einn annan leik hjá okkur í vetur og hann var ágætlega dæmdur,“ segir Einar og vill að dómararnir axli sína ábyrgð líkt og þjálfarar þurfi að gera.Arnar Sigurjónsson, annar dómara leiksins.vísir/ernir„Það má vel vera að þeir hafi átt slæman dag og það sé bara ótrúleg tilviljun að það hafi verið allt gegn okkur. Ég kalla þá bara eftir því að menn biðjist afsökunar. Ég hef nú margoft þurft að biðjast afsökunar á hinu og þessu. Þessi hegðun hjá dómurunum var ekki boðleg í þessum leik. Ég kalla þá eftir því að stjórn HSÍ fari fram á að þeir biðjist afsökunar á sinni frammistöðu. „Mér er refsað. Ég fékk rautt spjald í lok leiksins. Erum við ekki allir þátttakendur og starfsmenn leiksins? Við þjálfarar erum oft beðnir um að biðjast afsökunar á okkar ummælum en svo labba dómarar bara um kokhraustir eftir leik og fannst þeir örugglega dæma frábærlega,“ segir Einar ósáttur. „Er maður rýnir í leikinn kemur allt annað í ljós og það allt gegn öðru liðinu. Þetta hafði klárlega áhrif á úrslit leiksins. Það segir sig sjálft. Þetta er spurning um stóra dóma. Tvær mínútur, mörk og vítaköst. Það er absúrd að annað liðið fái alla þessa dóma á móti sér. Annar dómarinn er uppalinn Mosfellingur og ég held að hann hafi æft handbolta með Aftureldingu. Maður fer að spyrja sig spurninga eftir svona frammistöðu.“Fáranlegt rautt spjald Einar var líka mjög óhress með að fá rautt spjald eftir leik lauk. „Þar kórónuðu þeir sína frammistöðu. Það var algjörlega fáranlegt. Þeir vísa mér í burtu og þegar ég er að labba í burtu kemur annar dómarinn á eftir mér til þess að gefa mér rautt spjald. Ég var þá búinn að gera þeim grein fyrir skoðun minni á þeirra frammistöðu í leiknum. Þeir höfðu ekkert út á það að setja. Sögðu mér að fara í burtu og ég gerði það. Það var greinilega ekki nóg. Þeir skömmuðust sín ekki meira fyrir frammistöðuna en að þeir ákveða að henda á mig rauðu spjaldi eftir leik svo ég verði örugglega í banni í næsta leik,“ segir Einar en er hann með einhverjar hugmyndir um hvernig mætti bæta þetta starfsumhverfi dómaranna? „Það hafa komið fram fullt af hugmyndum en því er eiginlega öllu vísað í burtu. Þetta snýst allt um einhverja helvítis spinningtíma og eitthvað drasl yfir sumartímann. Er einhver myndbandsvinna? Er verið að gera eitthvað? Það er ekki verið að gera neitt. Við þjálfarar eigum að senda inn myndbönd ef við viljum hjálpa dómurunum. Þeir eru bara á launum við sín störf og við í okkar. Þeir ættu því að geta unnið betur í sínum málum.“ Stóru atvikin úr leiknum að mati Einars má sjá hér að ofan. Þar vill Einar fyrst fá brottrekstur, svo víti og brottrekstur. Hann er svo ekki sammála víta og fríkastdómum. Hans maður fær 2 mínútur þó svo hann fari ekki í andlit andstæðings. Svo er hann ósáttur við vítadóm, að ekki séu dæmd skref og svona mætti áfram telja. Dæmi svo hver fyrir sig. Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
„Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. Þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæmdu leikinn og áttu ekki sinn besta dag að mati Einars. Einar hefur klippt til tíu atriði úr leiknum þar sem hann segir halla verulega á sína menn. Hann segist ekki hafa fundið neitt atvik þar sem hallaði á Aftureldingu. „Ég hvet menn til þess að finna einhver atriði þar sem hallar á Aftureldingu í leiknum. Frammistaða dómaranna var hörmung en er það tilviljun að ákvarðanir þeirra séu bara á annan veginn? Þetta er mjög sérstakt.“ Lið Einars tapaði leiknum með fimm marka mun, 22-27. Jafnt var á með liðunum lengstum en Afturelding átti síðustu fimm mínútur leiksins. En af hverju telur Einar að dómaraparið dæmi gegn Stjörnunni?Er þetta tilviljun? „Það er mér hulin ráðgáta. Ég skil það ekki. En ef menn horfa á leikinn og skoða þessar klippur þá sést það bara að dómararnir dæma á móti okkur. Hvort það sé vísítandi eða ekki veit ég ekki. Þetta er Evrópupar, okkar næstbesta par og þetta er frammistaðan sem okkur er boðið upp á. Er það tilviljun að það séu tíu atriði sem hægt er að finna auðveldlega? Þetta eru stór atriði sem hafa gríðarlega mikil áhrif á leikinn og þau eru öll gegn okkur,“ segir Einar en hefur Stjarnan verið að fá áberandi lélega dómgæslu hjá þessu dómarapari? „Ég var nú ekki alltaf par sáttur við þá er ég þjálfaði hjá Fram á sínum tíma. Þeir hafa bara dæmt einn annan leik hjá okkur í vetur og hann var ágætlega dæmdur,“ segir Einar og vill að dómararnir axli sína ábyrgð líkt og þjálfarar þurfi að gera.Arnar Sigurjónsson, annar dómara leiksins.vísir/ernir„Það má vel vera að þeir hafi átt slæman dag og það sé bara ótrúleg tilviljun að það hafi verið allt gegn okkur. Ég kalla þá bara eftir því að menn biðjist afsökunar. Ég hef nú margoft þurft að biðjast afsökunar á hinu og þessu. Þessi hegðun hjá dómurunum var ekki boðleg í þessum leik. Ég kalla þá eftir því að stjórn HSÍ fari fram á að þeir biðjist afsökunar á sinni frammistöðu. „Mér er refsað. Ég fékk rautt spjald í lok leiksins. Erum við ekki allir þátttakendur og starfsmenn leiksins? Við þjálfarar erum oft beðnir um að biðjast afsökunar á okkar ummælum en svo labba dómarar bara um kokhraustir eftir leik og fannst þeir örugglega dæma frábærlega,“ segir Einar ósáttur. „Er maður rýnir í leikinn kemur allt annað í ljós og það allt gegn öðru liðinu. Þetta hafði klárlega áhrif á úrslit leiksins. Það segir sig sjálft. Þetta er spurning um stóra dóma. Tvær mínútur, mörk og vítaköst. Það er absúrd að annað liðið fái alla þessa dóma á móti sér. Annar dómarinn er uppalinn Mosfellingur og ég held að hann hafi æft handbolta með Aftureldingu. Maður fer að spyrja sig spurninga eftir svona frammistöðu.“Fáranlegt rautt spjald Einar var líka mjög óhress með að fá rautt spjald eftir leik lauk. „Þar kórónuðu þeir sína frammistöðu. Það var algjörlega fáranlegt. Þeir vísa mér í burtu og þegar ég er að labba í burtu kemur annar dómarinn á eftir mér til þess að gefa mér rautt spjald. Ég var þá búinn að gera þeim grein fyrir skoðun minni á þeirra frammistöðu í leiknum. Þeir höfðu ekkert út á það að setja. Sögðu mér að fara í burtu og ég gerði það. Það var greinilega ekki nóg. Þeir skömmuðust sín ekki meira fyrir frammistöðuna en að þeir ákveða að henda á mig rauðu spjaldi eftir leik svo ég verði örugglega í banni í næsta leik,“ segir Einar en er hann með einhverjar hugmyndir um hvernig mætti bæta þetta starfsumhverfi dómaranna? „Það hafa komið fram fullt af hugmyndum en því er eiginlega öllu vísað í burtu. Þetta snýst allt um einhverja helvítis spinningtíma og eitthvað drasl yfir sumartímann. Er einhver myndbandsvinna? Er verið að gera eitthvað? Það er ekki verið að gera neitt. Við þjálfarar eigum að senda inn myndbönd ef við viljum hjálpa dómurunum. Þeir eru bara á launum við sín störf og við í okkar. Þeir ættu því að geta unnið betur í sínum málum.“ Stóru atvikin úr leiknum að mati Einars má sjá hér að ofan. Þar vill Einar fyrst fá brottrekstur, svo víti og brottrekstur. Hann er svo ekki sammála víta og fríkastdómum. Hans maður fær 2 mínútur þó svo hann fari ekki í andlit andstæðings. Svo er hann ósáttur við vítadóm, að ekki séu dæmd skref og svona mætti áfram telja. Dæmi svo hver fyrir sig.
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira