„Ég sneri hann bara niður og hélt honum“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2016 09:07 Júlíus Ármann Júlíusson framkvæmdi borgaralega handtöku í nótt. Vísir/GVA Íþróttakennarinn Júlíus Ármann Júlíusson stóð í ströngu í nótt þegar hann þurfti að snúa niður mann sem hafði gert sig líklegan til að brjótast inn í íbúð á neðri hæð í húsi Júlíusar. Maðurinn hafði gengið eftir götunni og prófað hurðarhúna á bílum og húsum. Á neðri hæðinni býr kona með ellefu daga gamalt barn. Júlíus vaknaði fyrir tilviljun á milli hálf þrjú og þrjú í nótt og ákvað að fá sér vatnsglas. Þar sem hann stóð í eldhúsglugganum sá hann mann labba á milli bíla og húsa í götunni. Mbl ræddi fyrst við Júlíus í morgun. „Ég hélt í fyrstu að þetta væri blaðberi en þótti þetta eitthvað sérstakt,“ segir Júlíus í samtali við Vísi. „Svo þegar ég sé hann skjótast inn á milli húsanna og hverfa í smá tíma, þá fer ég að fylgjast með. Hann skýst aftur fram og tekur í húna á bílum og hverfur svo aftur á milli húsa.“Mætti honum á nærbuxunum Maðurinn nálgaðist húsið hjá Júlíusi, þar sem hann býr á efri hæð. Á neðri hæðinni býr einstæð móðir með ellefu daga gamalt barn. „Ég sé hann skjótast inn á bílastæðið við húsið mitt og ég opna útidyrahurðina. Þá heyri ég að hann er að taka í húninn niðri.“ Júlíus hljóp niður tröppurnar, berfættur og á nærbuxunum. Þegar hann kemur fyrir hornið á húsinu sér hann hvar maðurinn liggur á glugga hjá konunni á neðri hæðinni. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“Góðkunningi lögreglu Júlíus kallaði á konu sína sem kom út, eins og konan á neðri hæðinni. Þær hringdu á lögregluna sem kemur og handtekur manninn. Hann segir að lögregluþjónarnir hafi vitað hver maðurinn var. Hann er ekki viss um hve lengi hann þurfti að halda manninum en „fannst tíminn vera frekar langur“. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús.“ Júlíus segir þetta sýna fram á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin. Tengdar fréttir Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Íþróttakennarinn Júlíus Ármann Júlíusson stóð í ströngu í nótt þegar hann þurfti að snúa niður mann sem hafði gert sig líklegan til að brjótast inn í íbúð á neðri hæð í húsi Júlíusar. Maðurinn hafði gengið eftir götunni og prófað hurðarhúna á bílum og húsum. Á neðri hæðinni býr kona með ellefu daga gamalt barn. Júlíus vaknaði fyrir tilviljun á milli hálf þrjú og þrjú í nótt og ákvað að fá sér vatnsglas. Þar sem hann stóð í eldhúsglugganum sá hann mann labba á milli bíla og húsa í götunni. Mbl ræddi fyrst við Júlíus í morgun. „Ég hélt í fyrstu að þetta væri blaðberi en þótti þetta eitthvað sérstakt,“ segir Júlíus í samtali við Vísi. „Svo þegar ég sé hann skjótast inn á milli húsanna og hverfa í smá tíma, þá fer ég að fylgjast með. Hann skýst aftur fram og tekur í húna á bílum og hverfur svo aftur á milli húsa.“Mætti honum á nærbuxunum Maðurinn nálgaðist húsið hjá Júlíusi, þar sem hann býr á efri hæð. Á neðri hæðinni býr einstæð móðir með ellefu daga gamalt barn. „Ég sé hann skjótast inn á bílastæðið við húsið mitt og ég opna útidyrahurðina. Þá heyri ég að hann er að taka í húninn niðri.“ Júlíus hljóp niður tröppurnar, berfættur og á nærbuxunum. Þegar hann kemur fyrir hornið á húsinu sér hann hvar maðurinn liggur á glugga hjá konunni á neðri hæðinni. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“Góðkunningi lögreglu Júlíus kallaði á konu sína sem kom út, eins og konan á neðri hæðinni. Þær hringdu á lögregluna sem kemur og handtekur manninn. Hann segir að lögregluþjónarnir hafi vitað hver maðurinn var. Hann er ekki viss um hve lengi hann þurfti að halda manninum en „fannst tíminn vera frekar langur“. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús.“ Júlíus segir þetta sýna fram á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin.
Tengdar fréttir Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58