Skotar stefna á nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2016 19:45 Frumvarp um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verður lagt fram á skoska þinginu í næstu viku. Forsætisráðherra Skotlands segir forsendur hafa breyst frá síðustu atkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi í september 2014 samþykktu 55,3 prósent kjósenda að vera áfram í sambandinu. Síðan þá hafa Bretar ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu sem Skotar vilja hins vegar almennt vera hluti af. Á landsfundi Skoska þjóðarflokksins í dag gagnrýndi Nicola Sturgeon leiðtogi flokksins og forsætisráðherra Skotlands hvernig Íhaldsflokkurinn héldi á útgöngumálinu, eða Brexit. „Hamslaus hægri vængur flokksins hefur notað það sem skálkaskjól fyrir útlendingahræðsluna sem hefur lengi lúrt undir yfirborðinu en er nú öllum augljós. Þeir nota niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem afsökun til að yfirgefa ESB með hraði án þess að hafa til þess umboð og eru staðráðnir að keyra úrsögnina í gegn án tillits til skaðvænlegra afleiðinga þess,“ segir Sturgeon. Þessi stefna væri rekin án tillits til skoskra hagsmuna og því muni fulltrúar Skoska þjóðarflokksins á breska þinginu greiða atkvæði á móti útgöngunni á næsta ári og hvetja aðra þingmenn til að gera það einnig. Úrsögn úr Evrópusambandinu skaðaði efnahagslífið. „Útganga úr ESB með hraði og brotthvarf af sameiginlega markaðnum mun hafa hörmulegar afleiðingar. Fjármálaráðuneytið metur það svo að kostnaðurinn fyrir breskan efnahag nemi 66 milljörðum punda. Um 80 þúsund störf gætu tapast hér í Skotlandi,laun gætu lækkað um tvö þúsund pund og hægjast mun á hagvexti,“ segir Sturgeon. Þegar forsætisráðherrann var í Reykjavík í síðustu viku sagði hún ekki liggja fyrir hvort fram færi ný þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæðis Skotlands. Hins vegar hefðu rökin fyrir sjálfstæði breyst frá því árið 2014. „Aðstæðurnar eru aðrar nú. Það fylgir því mikil óvissa að vera hluti af Stóra-Bretlandi. Ef til vill væri best fyrir Skotland til að tryggja öryggi og stöðugleika með því að verða sjálfstætt ríki. Það er góð og gild spurning,“ sagði forsætisráðherrann í Reykjavík. En í dag tók hún síðan af allan vafa í þessum efnum. „Ég get staðfest nú að frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði verður birt til kynningar og athugasemda í næstu viku,“ sagði Sturgeon við mikinn fögnuð landsfundargesta. Brexit Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Frumvarp um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verður lagt fram á skoska þinginu í næstu viku. Forsætisráðherra Skotlands segir forsendur hafa breyst frá síðustu atkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi í september 2014 samþykktu 55,3 prósent kjósenda að vera áfram í sambandinu. Síðan þá hafa Bretar ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu sem Skotar vilja hins vegar almennt vera hluti af. Á landsfundi Skoska þjóðarflokksins í dag gagnrýndi Nicola Sturgeon leiðtogi flokksins og forsætisráðherra Skotlands hvernig Íhaldsflokkurinn héldi á útgöngumálinu, eða Brexit. „Hamslaus hægri vængur flokksins hefur notað það sem skálkaskjól fyrir útlendingahræðsluna sem hefur lengi lúrt undir yfirborðinu en er nú öllum augljós. Þeir nota niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem afsökun til að yfirgefa ESB með hraði án þess að hafa til þess umboð og eru staðráðnir að keyra úrsögnina í gegn án tillits til skaðvænlegra afleiðinga þess,“ segir Sturgeon. Þessi stefna væri rekin án tillits til skoskra hagsmuna og því muni fulltrúar Skoska þjóðarflokksins á breska þinginu greiða atkvæði á móti útgöngunni á næsta ári og hvetja aðra þingmenn til að gera það einnig. Úrsögn úr Evrópusambandinu skaðaði efnahagslífið. „Útganga úr ESB með hraði og brotthvarf af sameiginlega markaðnum mun hafa hörmulegar afleiðingar. Fjármálaráðuneytið metur það svo að kostnaðurinn fyrir breskan efnahag nemi 66 milljörðum punda. Um 80 þúsund störf gætu tapast hér í Skotlandi,laun gætu lækkað um tvö þúsund pund og hægjast mun á hagvexti,“ segir Sturgeon. Þegar forsætisráðherrann var í Reykjavík í síðustu viku sagði hún ekki liggja fyrir hvort fram færi ný þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæðis Skotlands. Hins vegar hefðu rökin fyrir sjálfstæði breyst frá því árið 2014. „Aðstæðurnar eru aðrar nú. Það fylgir því mikil óvissa að vera hluti af Stóra-Bretlandi. Ef til vill væri best fyrir Skotland til að tryggja öryggi og stöðugleika með því að verða sjálfstætt ríki. Það er góð og gild spurning,“ sagði forsætisráðherrann í Reykjavík. En í dag tók hún síðan af allan vafa í þessum efnum. „Ég get staðfest nú að frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði verður birt til kynningar og athugasemda í næstu viku,“ sagði Sturgeon við mikinn fögnuð landsfundargesta.
Brexit Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira