Kolbrún Þöll um ofurstökkið: Ég þarf bara að spenna mig aðeins betur Ingvi Þór Sæmundsson í Maribor skrifar 15. október 2016 10:00 Kolbrún Þöll Þorradóttir í stökkinu sínu. Mynd/Fimleiksamband Íslands Kolbrún Þöll Þorradóttir sýndi mögnuð tilþrif í undankeppninni kvennaliða á EM í hópfimleikum á fimmtudaginn þegar hún framkvæmdi stökk á trampólíni sem ekki hafa sést áður. Í annarri umferðinni bauð Kolbrún Þöll upp á sannkallað ofurstökk, tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Í þriðju umferðinni framkvæmdi hún annað ofurstökk, yfirslag með þremur og hálfri skrúfu af hesti. „Stóra stökkið [í annarri umferðinni] hefur engin kona framkvæmt áður. Ég gerði það einu sinni á Íslandi í vor til að undirbúa mig fyrir þetta mót,“ sagði Kolbrún Þöll sem ætlar að framkvæma stökkin enn betur í úrslitunum í dag og negla lendingarnar. „Þetta gekk mjög vel en lendingin klikkaði aðeins þegar ég fór sundur með fæturna. Ég náði ekki að klára og fór með hnén í dýnuna. En ég hef oft gert þetta og það hefur gengið mjög vel. Ég þarf bara að spenna mig aðeins betur og vera einbeittari.“ En hvernig dettur henni í hug að reyna svona stökk, sem storka náttúrulögmálunum? „Ég var búin að keppa lengi með tvær og hálfa skrúfu og langaði að bæta við það og gera meira. Það er skemmtilegra að gera eitthvað nýtt. Það er allt í lagi að taka þetta einu skrefi lengra,“ segir Kolbrún Þöll eins og ekkert sé eðlilegra. Fimleikar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Kolbrún Þöll Þorradóttir sýndi mögnuð tilþrif í undankeppninni kvennaliða á EM í hópfimleikum á fimmtudaginn þegar hún framkvæmdi stökk á trampólíni sem ekki hafa sést áður. Í annarri umferðinni bauð Kolbrún Þöll upp á sannkallað ofurstökk, tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Í þriðju umferðinni framkvæmdi hún annað ofurstökk, yfirslag með þremur og hálfri skrúfu af hesti. „Stóra stökkið [í annarri umferðinni] hefur engin kona framkvæmt áður. Ég gerði það einu sinni á Íslandi í vor til að undirbúa mig fyrir þetta mót,“ sagði Kolbrún Þöll sem ætlar að framkvæma stökkin enn betur í úrslitunum í dag og negla lendingarnar. „Þetta gekk mjög vel en lendingin klikkaði aðeins þegar ég fór sundur með fæturna. Ég náði ekki að klára og fór með hnén í dýnuna. En ég hef oft gert þetta og það hefur gengið mjög vel. Ég þarf bara að spenna mig aðeins betur og vera einbeittari.“ En hvernig dettur henni í hug að reyna svona stökk, sem storka náttúrulögmálunum? „Ég var búin að keppa lengi með tvær og hálfa skrúfu og langaði að bæta við það og gera meira. Það er skemmtilegra að gera eitthvað nýtt. Það er allt í lagi að taka þetta einu skrefi lengra,“ segir Kolbrún Þöll eins og ekkert sé eðlilegra.
Fimleikar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira