Ný tækifæri fyrir Ísland vegna útgöngu Breta úr ESB Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. október 2016 16:27 Lilja Alfreðsdóttir hélt ræðu í gær í Háskóla Reykjavíkur um útgöngu Breta úr ES. Vísir Nýr starfsmaður verður ráðinn í sendiráð Íslands í Bretlandi sem mun hafa það eina starf að sinna hagsmunagæslu Íslands vegna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á fundi sem var haldinn í Háskólanum í Reykjavík um lagaleg áhrif útgöngun Bretlands úr ES í gær. Lilja sagði að með útgöngu Bretlands sköpuðust ýmis tækifæri fyrir Ísland en á síðasta ári voru um 12% af útfluttum vörum og þjónustu seld til Bretlands. Auk þess er talið að um 19% erlendra ferðamanna hér á landi séu Bretar. Um sex þúsund flugferðir eru á milli landanna á hverju ári. „Fyrir Ísland eru miklir hagsmunir undir og við ætlum að gera allt sem við getum til að tryggja þá. Það er mjög mikilvægt að við sýnum frumkvæði í málinu, en sitjum ekki og bíðum þess sem verða vill. Við erum í góðum samskiptum við Breta, en einnig aðrar þjóðir sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta - til dæmis Noreg og Sviss sem eru samherjar okkar innan EFTA þar sem Ísland fer nú með formennsku. BREXIT er efst á dagskránni hjá okkur á þeim vettvangi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Tækifæri vegna breytinga á fiskveiðistjórnunLilja sagði einnig að lagalega væri töluverð óvissa sem fylgdi útgöngu Breta úr ES. Þá sérstaklega hvað varðar búsetu- og starfsréttindi fólks, fjármagnsflutninga á milli landanna og sameiginlegar reglur þeirra sem hafa aðgang að innri markaði Evrópu. Mikil óvissa væri sem stendur hvaða áhrif útganga þeirra mun hafa á samskipti landanna og hvað varðar EES-samninginn. Þetta kæmi skýrt fram með lækkun pundsins á alþjóða markaði. Lilja sagði að sérstaklega þyrfti að fylgjast með mögulegum breytingum á fiskveiðistjórnun Breta sem mögulega þurfa ekki lengur að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar gætu mögulega verið tækifæri fyrir Ísland „Öllum er ljóst að áhrifa BREXIT mun gæta víða. Alþjóðaviðskipti fara sífellt vaxandi, samkeppnin er hörð og máttur neytenda er mikill. Það verður afar áhugavert að sjá hver framvindan verður og hvort þetta stóra skref verði farsælt fyrir Breta eða ekki. Fyrir Ísland er mikilvægt að Evrópumarkaðurinn verði áfram sterkur en að sama skapi gæti BREXIT leitt til aukinnar alþjóðavæðingar og styrkt Alþjóðaviðskiptastofnunina í sessi.“ Brexit Tengdar fréttir Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18 Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Nýr starfsmaður verður ráðinn í sendiráð Íslands í Bretlandi sem mun hafa það eina starf að sinna hagsmunagæslu Íslands vegna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á fundi sem var haldinn í Háskólanum í Reykjavík um lagaleg áhrif útgöngun Bretlands úr ES í gær. Lilja sagði að með útgöngu Bretlands sköpuðust ýmis tækifæri fyrir Ísland en á síðasta ári voru um 12% af útfluttum vörum og þjónustu seld til Bretlands. Auk þess er talið að um 19% erlendra ferðamanna hér á landi séu Bretar. Um sex þúsund flugferðir eru á milli landanna á hverju ári. „Fyrir Ísland eru miklir hagsmunir undir og við ætlum að gera allt sem við getum til að tryggja þá. Það er mjög mikilvægt að við sýnum frumkvæði í málinu, en sitjum ekki og bíðum þess sem verða vill. Við erum í góðum samskiptum við Breta, en einnig aðrar þjóðir sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta - til dæmis Noreg og Sviss sem eru samherjar okkar innan EFTA þar sem Ísland fer nú með formennsku. BREXIT er efst á dagskránni hjá okkur á þeim vettvangi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Tækifæri vegna breytinga á fiskveiðistjórnunLilja sagði einnig að lagalega væri töluverð óvissa sem fylgdi útgöngu Breta úr ES. Þá sérstaklega hvað varðar búsetu- og starfsréttindi fólks, fjármagnsflutninga á milli landanna og sameiginlegar reglur þeirra sem hafa aðgang að innri markaði Evrópu. Mikil óvissa væri sem stendur hvaða áhrif útganga þeirra mun hafa á samskipti landanna og hvað varðar EES-samninginn. Þetta kæmi skýrt fram með lækkun pundsins á alþjóða markaði. Lilja sagði að sérstaklega þyrfti að fylgjast með mögulegum breytingum á fiskveiðistjórnun Breta sem mögulega þurfa ekki lengur að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar gætu mögulega verið tækifæri fyrir Ísland „Öllum er ljóst að áhrifa BREXIT mun gæta víða. Alþjóðaviðskipti fara sífellt vaxandi, samkeppnin er hörð og máttur neytenda er mikill. Það verður afar áhugavert að sjá hver framvindan verður og hvort þetta stóra skref verði farsælt fyrir Breta eða ekki. Fyrir Ísland er mikilvægt að Evrópumarkaðurinn verði áfram sterkur en að sama skapi gæti BREXIT leitt til aukinnar alþjóðavæðingar og styrkt Alþjóðaviðskiptastofnunina í sessi.“
Brexit Tengdar fréttir Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18 Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18
Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00