Repúblikanar telja að kosningunum sé hagrætt: „Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. október 2016 23:40 Donald Trump lét þau orð meðal annars falla í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, er einkar duglegur við að viðra skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann lét þau orð meðal annars falla þar í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum. Rúmlega þrjár vikur eru til kosnina og hefur fylgi Trump dalað í síðustu könnunum. „Kosningunum er algjörlega hagrætt af óhreinskilnum og brengluðum fjölmiðlum sem halda með óheiðarlegu Hillary – en einnig á mörgum kjörstöðum – SORGLEGT,“ sagði Trump meðal annars á Twitter í dag. The election is absolutely being rigged by the dishonest and distorted media pushing Crooked Hillary - but also at many polling places - SAD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 „Kjörstaðir loka, en trúið þið að ég hafi tapað stórum hluta kven-kjósenda vegna atburða sem GERÐUST ALDREI. Fjölmiðlar hagræða kosningum!“ Polls close, but can you believe I lost large numbers of women voters based on made up events THAT NEVER HAPPENED. Media rigging election!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ásakanir Trump vera hræðsluáróður. Mike Pence, varaforsetaefni Trump, segir kjósendur vera þreytta á „augljósri hlutdrægni fjölmiðla,“ og sagði að vera rót þessa hugleiðinga Trump. Pence sagði einnig að Repúblikanar muni taka niðurstöðum kosninganna með reisn, hvernig sem þær fari. Rudy Giuliani, einn helsti ráðgjafi Trump, sagði í samtali við CNN að fólk þyrfti að vera fábjánar til að halda að sumar kosningar, til að mynda í Fíladelfíu og Chicago, yrðu sanngjarnar. „Ég hef tekið eftir því að í þau fáu skipti sem Repúblikanar svindla... stjórna þeir ekki fátækrahverfunum jafn vel og Demókratar. Ef Repúblikanar hefðu völd yfir þeim hverfum þá myndu þeir kannski svindla jafn mikið og Demókratar,“ sagði Giuliani. „Afsakaðu. Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata frekar en Repúblikana.“Election is being rigged by the media, in a coordinated effort with the Clinton campaign, by putting stories that never happened into news!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45 Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, er einkar duglegur við að viðra skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann lét þau orð meðal annars falla þar í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum. Rúmlega þrjár vikur eru til kosnina og hefur fylgi Trump dalað í síðustu könnunum. „Kosningunum er algjörlega hagrætt af óhreinskilnum og brengluðum fjölmiðlum sem halda með óheiðarlegu Hillary – en einnig á mörgum kjörstöðum – SORGLEGT,“ sagði Trump meðal annars á Twitter í dag. The election is absolutely being rigged by the dishonest and distorted media pushing Crooked Hillary - but also at many polling places - SAD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 „Kjörstaðir loka, en trúið þið að ég hafi tapað stórum hluta kven-kjósenda vegna atburða sem GERÐUST ALDREI. Fjölmiðlar hagræða kosningum!“ Polls close, but can you believe I lost large numbers of women voters based on made up events THAT NEVER HAPPENED. Media rigging election!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ásakanir Trump vera hræðsluáróður. Mike Pence, varaforsetaefni Trump, segir kjósendur vera þreytta á „augljósri hlutdrægni fjölmiðla,“ og sagði að vera rót þessa hugleiðinga Trump. Pence sagði einnig að Repúblikanar muni taka niðurstöðum kosninganna með reisn, hvernig sem þær fari. Rudy Giuliani, einn helsti ráðgjafi Trump, sagði í samtali við CNN að fólk þyrfti að vera fábjánar til að halda að sumar kosningar, til að mynda í Fíladelfíu og Chicago, yrðu sanngjarnar. „Ég hef tekið eftir því að í þau fáu skipti sem Repúblikanar svindla... stjórna þeir ekki fátækrahverfunum jafn vel og Demókratar. Ef Repúblikanar hefðu völd yfir þeim hverfum þá myndu þeir kannski svindla jafn mikið og Demókratar,“ sagði Giuliani. „Afsakaðu. Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata frekar en Repúblikana.“Election is being rigged by the media, in a coordinated effort with the Clinton campaign, by putting stories that never happened into news!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45 Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00
Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45
Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18
Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08
Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04
Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14