Umdeild ákvörðun dómara færði Seattle sigur á Atlanta | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. október 2016 08:00 Julio Jones og Richard Sherman í leiknum í gær. Vísir/Getty Eitt besta varnarlið deildarinnar hafði betur gegn besta sóknarliðinu er Seattle Seahawks vann sigur á Atlanta Falcons í dramatískum leik í NFL-deildinni í gær, 26-24. Sjáðu það helsta úr leiknum hér. Sigurinn var þó afar umdeildur þar sem dómarar leiksins þóttu sleppa augljósu víti á varnarmanninn Richard Sherman á lokamínútum leiksins í gær. Sherman var þá að gæta útherjans Julio Jones sem náði ekki að grípa sendingu frá Matt Ryan, leikstjórnanda Atlanta. Endursýningar í sjónvarpi sýndu að Sherman hélt í Jones, sem er ólöglegt og verðskuldaði líklega víti. Vítið hefði komið Atlanta í vallarmarksstöðu sem hefði mjög líklega dugað til sigurs í leiknum. Viðbrögð Dan Quinn, þjálfara Atlanta, sögðu allt sem segja þurfti en hann var brjálaður vegna dómgæslunnar. Quinn, sem þjálfaði áður varnarlið Seattle, vildi lítið sem ekkert segja um atvikið eftir leik en bæði lið hafa nú unnið fjóra leiki á tímabilinu - Seattle hefur þó aðeins tapað einum leik en þetta var annað tap Atlanta í ár.Dak Prescott fagnar í gær.Vísir/GettyPrescott eða Romo? Dak Prescott heldur áfram að gera frábæra hluti sem leikstjórnandi Dallas Cowboys en liðið hafði betur gegn Green Bay Packers, 30-16, á Lambeau Field í gærkvöldi. Hér er samantekt úr leiknum. Þetta var fimmti sigur Dallas á tímabilinu og óhætt að segja að nýliðinn Prescott hefur tekist að leysa Tony Romo, sem meiddist á undirbúningstímabilinu, af hólmi með glans. Eitt helsta umræðuefni NFL-deildarinnar þessa dagana er hvort að Romo eigi að fá byrjunarliðssætið sitt aftur eftir að hann verður leikfær á nýjan leik. Prescott kláraði átján af 27 sendingum sínum í leiknum fyrir 247 jördum og þremur snertimörkum. Hann kastaði einnig boltanum frá sér til andstæðings í fyrsta sinn á ferlinum en enginn leikmaður hefur hafið ferilinn á jafn mörgum heppnuðum sendingum og Prescott. Prescott komst í gegnum 176 sendingar áður en andstæðingur komst inn í sendingu hans en bætti hann þar með met Tom Brady.Gronkowski í leiknum í nótt.Vísir/GettyEngin miskunn hjá Brady Brady og hans menn í New England Patriots eru einnig komnir í fimm sigra á tímabilinu eftir nokkuð öruggan sigur á Cincinnati Bengals, 35-17. Þetta var fyrsti leikur Brady á heimavelli eftir fjögurra leikja bann hans sem hann tók út í upphafi tímabilsins. Brady klikkaði aðeins á sex af 35 sendingum sínum í gær en hann kastaði fyrir 376 jördum og þremur snertimörkum. Innherjinn Rob Gronkowski átti einnig frábæran leik en hann var með 162 jarda og eitt snertimark. Carolina Panthers, sem tapaði fyrir Denver Broncos í Super Bowl í febrúar, heldur hins vegar áfram að tapa leikjum. Í þetta sinn fyrir New Orleans Saints, 41-38, í æsispennandi leik þar sem Wil Lutz, sparkari Saints, tryggði sínum mönnum sigur seint í leiknum. Panthers hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og tapað fimm. Þrjú lið hafa unnið fimm leiki, Patriots, Cowboys og Minnesota Vikings sem hefur enn ekki tapað leik. Víkingarnir voru í fríi þessa helgina og spiluðu því ekki.Úrslit gærdagsins: Buffalo - San Francisco 45-16 Chicago - Jacksonville 16-17 Detroit - LA Rams 31-28 Miami - Pittsburgh 30-15 New England - Cincinnati 35-17 New Orleans - Carolina 41-38 NY Giants - Baltimore 27-23 Tennessee - Cleveland 28-26 Washington - Philadelphia 27-20 Oakland - Kansas City 26-10 Green Bay - Dallas 16-30 Seattle - Atlanta 26-24 Houston - Indianapolis 26-23 NFL Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Eitt besta varnarlið deildarinnar hafði betur gegn besta sóknarliðinu er Seattle Seahawks vann sigur á Atlanta Falcons í dramatískum leik í NFL-deildinni í gær, 26-24. Sjáðu það helsta úr leiknum hér. Sigurinn var þó afar umdeildur þar sem dómarar leiksins þóttu sleppa augljósu víti á varnarmanninn Richard Sherman á lokamínútum leiksins í gær. Sherman var þá að gæta útherjans Julio Jones sem náði ekki að grípa sendingu frá Matt Ryan, leikstjórnanda Atlanta. Endursýningar í sjónvarpi sýndu að Sherman hélt í Jones, sem er ólöglegt og verðskuldaði líklega víti. Vítið hefði komið Atlanta í vallarmarksstöðu sem hefði mjög líklega dugað til sigurs í leiknum. Viðbrögð Dan Quinn, þjálfara Atlanta, sögðu allt sem segja þurfti en hann var brjálaður vegna dómgæslunnar. Quinn, sem þjálfaði áður varnarlið Seattle, vildi lítið sem ekkert segja um atvikið eftir leik en bæði lið hafa nú unnið fjóra leiki á tímabilinu - Seattle hefur þó aðeins tapað einum leik en þetta var annað tap Atlanta í ár.Dak Prescott fagnar í gær.Vísir/GettyPrescott eða Romo? Dak Prescott heldur áfram að gera frábæra hluti sem leikstjórnandi Dallas Cowboys en liðið hafði betur gegn Green Bay Packers, 30-16, á Lambeau Field í gærkvöldi. Hér er samantekt úr leiknum. Þetta var fimmti sigur Dallas á tímabilinu og óhætt að segja að nýliðinn Prescott hefur tekist að leysa Tony Romo, sem meiddist á undirbúningstímabilinu, af hólmi með glans. Eitt helsta umræðuefni NFL-deildarinnar þessa dagana er hvort að Romo eigi að fá byrjunarliðssætið sitt aftur eftir að hann verður leikfær á nýjan leik. Prescott kláraði átján af 27 sendingum sínum í leiknum fyrir 247 jördum og þremur snertimörkum. Hann kastaði einnig boltanum frá sér til andstæðings í fyrsta sinn á ferlinum en enginn leikmaður hefur hafið ferilinn á jafn mörgum heppnuðum sendingum og Prescott. Prescott komst í gegnum 176 sendingar áður en andstæðingur komst inn í sendingu hans en bætti hann þar með met Tom Brady.Gronkowski í leiknum í nótt.Vísir/GettyEngin miskunn hjá Brady Brady og hans menn í New England Patriots eru einnig komnir í fimm sigra á tímabilinu eftir nokkuð öruggan sigur á Cincinnati Bengals, 35-17. Þetta var fyrsti leikur Brady á heimavelli eftir fjögurra leikja bann hans sem hann tók út í upphafi tímabilsins. Brady klikkaði aðeins á sex af 35 sendingum sínum í gær en hann kastaði fyrir 376 jördum og þremur snertimörkum. Innherjinn Rob Gronkowski átti einnig frábæran leik en hann var með 162 jarda og eitt snertimark. Carolina Panthers, sem tapaði fyrir Denver Broncos í Super Bowl í febrúar, heldur hins vegar áfram að tapa leikjum. Í þetta sinn fyrir New Orleans Saints, 41-38, í æsispennandi leik þar sem Wil Lutz, sparkari Saints, tryggði sínum mönnum sigur seint í leiknum. Panthers hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og tapað fimm. Þrjú lið hafa unnið fimm leiki, Patriots, Cowboys og Minnesota Vikings sem hefur enn ekki tapað leik. Víkingarnir voru í fríi þessa helgina og spiluðu því ekki.Úrslit gærdagsins: Buffalo - San Francisco 45-16 Chicago - Jacksonville 16-17 Detroit - LA Rams 31-28 Miami - Pittsburgh 30-15 New England - Cincinnati 35-17 New Orleans - Carolina 41-38 NY Giants - Baltimore 27-23 Tennessee - Cleveland 28-26 Washington - Philadelphia 27-20 Oakland - Kansas City 26-10 Green Bay - Dallas 16-30 Seattle - Atlanta 26-24 Houston - Indianapolis 26-23
NFL Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira