Mætingin á niðurleið í Pepsi-deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2016 06:00 Stuðningsmenn FH mættu best í sumar. vísir/ernir Fréttablaðið er búið að reikna út áhorfendafjöldann í Pepsídeild karla í sumar út frá opinberum tölum á leikskýrslum á vef Knattspyrnusambands Íslands en í heildina mættu 127.740 áhorfendur á leikina 132. Þetta er fækkun um 18.758 frá því á síðasta sumri en að meðaltali mættu 968 áhorfendur á hvern leik í Pepsídeild karla í sumar. Þetta er í annað sinn á síðustu fjórtán árum og í annað sinn í tólf liða deild sem áhorfendur eru færri en 1.000 að meðaltali á leik. Mætingin á leiki í Pepsídeild karla hefur farið jafnt og þétt minnkandi undanfarin ár eins og sést. Frá stofnun tólf liða deildar árið 2008 hefur mætingin minnkað næstum því ár frá ári fyrir utan til dæmis á síðustu leiktíð þegar aukningin var gífurleg. Sumarið 2014 mættu aðeins 923 að meðaltali á hvern leik sem er versta mæting í tólf liða deild og versta mæting í heildina frá árinu 2000 þegar 899 mættu að meðaltali á hvern leik í tíu liða deild. Mætingin var mjög góð í fyrra en alls mættu 1.107 að meðtali á hvern leik. Hrunið var mikið í sumar eins og fram hefur komið. Bæði árið 2014 og aftur í ár var stórmót að trufla deildina en truflunin hefur aldrei verið jafnmikil og núna þegar hlé þurfti að gera á Pepsídeildinni vegna þátttöku Íslands.Versló-þynnka, ekki EM-þynnka Mikið var rætt og ritað í sumar um að Evrópumótið hafði slæm áhrif á deildina en Íslandsmótið dofnaði allsvakalega þegar strákarnir okkar voru að heilla heiminn í Frakklandi. Talað var um EM-þynnku en mætingin var samt ekkert svo slæm strax eftir Evrópumótið ef litið er á mætingu á leikina eftir verslunarmannahelgina. Hún var langverst á meðan Ísland var að spila. Fréttablaðið skipti mætingunni í sumar upp í fjóra flokka; Fyrir EM, á meðan á EM stóð, eftir EM og fram að verslunarmannahelgi og eftir verslunarmannahelgina. Sé þetta sett upp svona sést að áhuginn var mikill á deildinni og fór hún af stað með látum. Alls mættu 1.235 á leikina 42 sem voru spilaðir fyrir EM.Svona leit mætingin út í sumar. Sjá má grafíkina stærri með því að smella á myndina.Fallið var gríðarlegt ef litið er á leikina tólf sem spilaðir voru á meðan á EM stóð en aðeins mættu 516 að meðaltali á þá leiki. EM-þynnkan var svo ekkert sérstaklega mikil en deildin náði sér ágætlega í gang því 919 mættu að meðaltali á leikina 18 sem voru spilaðir eftir EM og fram að verslunarmannahelgi. Það var eftir verslunarmannahelgina sem mótið dofnaði hvað mest. Fótboltaáhugamenn virtust ekki ná sér eftir hana og mættu aðeins 886 að meðaltali á leikina 60 sem voru spilaðir það sem eftir var af mótinu þrátt fyrir að gríðarleg spenna væri bæði um Evrópusæti og í fallbaráttunni en allt þetta réðst í lokaumferðinni.Árbæingar traustir Íslandsmeistarar FH voru með bestu mætinguna í sumar en alls mætti 1.541 að meðaltali á hvern leik hjá Hafnarfjarðarliðinu sem varð meistari annað árið í röð og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. KR var í öðru sæti með 1.163 áhorfendur að meðaltali á leik en næst komu Stjarnan og Breiðablik. Þrátt fyrir að vera í fallbaráttu frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu og falla á endanum í fyrsta sinn eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild voru stuðningsmenn Fylkis traustir sínum mönnum og var Fylkir eitt af fimm liðum með yfir 1.000 áhorfendur að meðaltali í leik. Eyjamenn (651) og Ólafsvíkingar (501) draga meðaltalið mikið niður en neðsta Reykjavíkurliðið var Þróttur þar sem 740 manns mættu að meðaltali á leikina ellefu á Þróttarvelli. Skaginn var efstur landsbyggðarliðanna með 820 áhorfendur að meðaltali á leik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Fréttablaðið er búið að reikna út áhorfendafjöldann í Pepsídeild karla í sumar út frá opinberum tölum á leikskýrslum á vef Knattspyrnusambands Íslands en í heildina mættu 127.740 áhorfendur á leikina 132. Þetta er fækkun um 18.758 frá því á síðasta sumri en að meðaltali mættu 968 áhorfendur á hvern leik í Pepsídeild karla í sumar. Þetta er í annað sinn á síðustu fjórtán árum og í annað sinn í tólf liða deild sem áhorfendur eru færri en 1.000 að meðaltali á leik. Mætingin á leiki í Pepsídeild karla hefur farið jafnt og þétt minnkandi undanfarin ár eins og sést. Frá stofnun tólf liða deildar árið 2008 hefur mætingin minnkað næstum því ár frá ári fyrir utan til dæmis á síðustu leiktíð þegar aukningin var gífurleg. Sumarið 2014 mættu aðeins 923 að meðaltali á hvern leik sem er versta mæting í tólf liða deild og versta mæting í heildina frá árinu 2000 þegar 899 mættu að meðaltali á hvern leik í tíu liða deild. Mætingin var mjög góð í fyrra en alls mættu 1.107 að meðtali á hvern leik. Hrunið var mikið í sumar eins og fram hefur komið. Bæði árið 2014 og aftur í ár var stórmót að trufla deildina en truflunin hefur aldrei verið jafnmikil og núna þegar hlé þurfti að gera á Pepsídeildinni vegna þátttöku Íslands.Versló-þynnka, ekki EM-þynnka Mikið var rætt og ritað í sumar um að Evrópumótið hafði slæm áhrif á deildina en Íslandsmótið dofnaði allsvakalega þegar strákarnir okkar voru að heilla heiminn í Frakklandi. Talað var um EM-þynnku en mætingin var samt ekkert svo slæm strax eftir Evrópumótið ef litið er á mætingu á leikina eftir verslunarmannahelgina. Hún var langverst á meðan Ísland var að spila. Fréttablaðið skipti mætingunni í sumar upp í fjóra flokka; Fyrir EM, á meðan á EM stóð, eftir EM og fram að verslunarmannahelgi og eftir verslunarmannahelgina. Sé þetta sett upp svona sést að áhuginn var mikill á deildinni og fór hún af stað með látum. Alls mættu 1.235 á leikina 42 sem voru spilaðir fyrir EM.Svona leit mætingin út í sumar. Sjá má grafíkina stærri með því að smella á myndina.Fallið var gríðarlegt ef litið er á leikina tólf sem spilaðir voru á meðan á EM stóð en aðeins mættu 516 að meðaltali á þá leiki. EM-þynnkan var svo ekkert sérstaklega mikil en deildin náði sér ágætlega í gang því 919 mættu að meðaltali á leikina 18 sem voru spilaðir eftir EM og fram að verslunarmannahelgi. Það var eftir verslunarmannahelgina sem mótið dofnaði hvað mest. Fótboltaáhugamenn virtust ekki ná sér eftir hana og mættu aðeins 886 að meðaltali á leikina 60 sem voru spilaðir það sem eftir var af mótinu þrátt fyrir að gríðarleg spenna væri bæði um Evrópusæti og í fallbaráttunni en allt þetta réðst í lokaumferðinni.Árbæingar traustir Íslandsmeistarar FH voru með bestu mætinguna í sumar en alls mætti 1.541 að meðaltali á hvern leik hjá Hafnarfjarðarliðinu sem varð meistari annað árið í röð og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. KR var í öðru sæti með 1.163 áhorfendur að meðaltali á leik en næst komu Stjarnan og Breiðablik. Þrátt fyrir að vera í fallbaráttu frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu og falla á endanum í fyrsta sinn eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild voru stuðningsmenn Fylkis traustir sínum mönnum og var Fylkir eitt af fimm liðum með yfir 1.000 áhorfendur að meðaltali í leik. Eyjamenn (651) og Ólafsvíkingar (501) draga meðaltalið mikið niður en neðsta Reykjavíkurliðið var Þróttur þar sem 740 manns mættu að meðaltali á leikina ellefu á Þróttarvelli. Skaginn var efstur landsbyggðarliðanna með 820 áhorfendur að meðaltali á leik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti