Íslenski boltinn

KA keypti Ásgeir frá Stabæk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ásgeir SIgurgeirsson.
Ásgeir SIgurgeirsson. mynd/KA
Húsvíkingurinn efnilegi, Ásgeir Sigurgeirsson, verður áfram í herbúðum KA.

Þessi tvítugi strákur var í láni hjá KA frá norska félaginu Stabæk og sló í gegn. Hann skoraði 8 mörk í 17 leikjum og átti stóran þátt í því að KA vann Inkasso-deildina. Hann var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar á lokahófi fótbolti.net.

Ásgeir er uppalinn Völsungur og spilaði mjög ungur að árum með meistaraflokki félagsins. Hann var í kjölfarið keyptur til Stabæk þar sem hann meiddist illa. Hann fór því í lán til KA og þar komst hann í gang á nýjan leik.

KA hefur nú keypt leikmanninn frá Stabæk og Ásgeir skrifaði undir tveggja ára samning við KA-menn. Hann mun því spila með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×