Íslenski boltinn

Aron Bjarki samdi við KR út tímabilið 2019

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Bjarki spilaði vel með KR í sumar.
Aron Bjarki spilaði vel með KR í sumar. vísir/andri marinó
Aron Bjarki Jósepsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KR. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2019.

Aron Bjarki hefur verið í herbúðum KR frá 2009 en byrjaði að spila með liðinu Pepsi-deildinni tímabilið 2011. Hann er uppalinn hjá Völsungi á Húsavík.

Aron Bjarki varð Íslandsmeistari með KR 2011 og 2013 og bikarmeistari 2011, 2012 og 2014.

Aron Bjarki var fastamaður í liði KR eftir að Willum Þór Þórsson tók við þjálfun þess um mitt síðasta sumar. Aron Bjarki og Indriði Sigurðsson náðu afar vel saman í miðri vörn KR og áttu stóran þátt í frábærum endaspretti liðsins.

Aron Bjarki hefur alls leiki 73 leiki með KR í efstu deild og skorað fimm mörk.

KR endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili og náði Evrópusæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×