Aurum-málið: Telja að staða Glitnis hafi verið betri eftir sex milljarða króna lánið til FS38 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2016 15:45 Lárus Welding og Magnús Arnar takast í hendur í dómssal í morgun. Vísir/GVA Eitt af því sem deilt er um í Aurum-málinu er virði félagsins Aurum Holdings Limited en í málinu er ákært fyrir sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti FS38 ehf. í júlí 2008 en félagið, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, notaði lánið til þess að kaupa 25,7 prósent hlut í Aurum af Fons sem Pálmi átti einnig. Vill ákæruvaldið meina að hluturinn í Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði og því hafi fé bankans verið stefnt í hættu með lánveitingunni þar sem verðmæti félagsins hafi verið minna og tryggingar ekki fullnægjandi, en hluturinn í Aurum var settur að veði til tryggingar endurgreiðslu lánsins. Þá er í ákæru jafnframt vísað í bága greiðslugetu Aurum og Fons. Við skýrslutöku í dag vísaði Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, sem ákærður er fyrir umboðssvik, í þrjú verðmöt á hlut Fons í Aurum, í fyrsta lagi verðmat fyrirtækjaráðgjöf Glitnis, í öðru lagi frá Kaupþingi og í þriðja lagi frá Damas LLC sem hafði hug á að kaupa 19 prósent hlut í Aurum af FS38. Voru þessi verðmöt öll á þann veg að forsvaranlegt var fyrir áhættunefnd Glitnis, að sögn Lárusar, að meta virði Aurum á fjóra milljarða króna. „Í öllum gögnum er talað um að virðið sé fjórir milljarðar en að það geti orðið sex milljarðar. Í millitíðinni ábyrgist Fons þetta millibil en við erum ekki að meta félagið á sex milljarða króna,“ sagði Lárus við skýrslutökuna í dag. Sakborningarnir fjórir voru allir mættir í dómssal í morgun ásamt verjendum sínum.Vísir/GVAYfirdráttarskuld greiddAðspurður hvort að hann hefði einhvern tímann séð verðmatið sem unnið var í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis sagði Lárus að hann hefði ekki gert það en hann vissi að slíkt mat hefði verið unnið.Samkvæmt ákæru voru um 2,8 milljarðar af láni Glitnis til FS38 millifærðir til að greiða upp eftirstöðvar á láni Glitins til Fons sem hafði verið veitt í nóvember 2007. Þá voru tveir milljarðar greiddir inn á reikning í eigu Fons, félaginu til frjálsrar ráðstöfunar.Eftir stóðu þá 1,2 milljarðar sem voru lagðir inn á handveðsettan reikning Fons hjá markaðsviðskiptum Glitnis en peningarnir áttu að bæta tryggingastöðu félagsins hjá Glitni.Þann sama dag millifærði Glitnir svo einn milljarð af reikningi Fons inn á reikning í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem hann nýtti, samkvæmt ákæru, til þess að greiða upp rúmlega 700 milljóna króna ótryggða yfirdráttarskuld sína hjá Glitni. „Það sem er að gerast þarna er að við erum að taka alla eignina yfir og njótum alls batans af henni. Við erum að greiða upp lán sem hafa enga tryggingu og förum því úr því að hafa enga tryggingastöðu í að hafa tryggingastöðu sem er kannski ekki frábær en hún er allavega betri,“ sagði Lárus og vísaði þannig til þess að staða Glitnis hefði að hans mati verið betri eftir lánveitinguna til FS38 en fyrir hana.Ekkert „dubious“ Undir þetta tók Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis en hann er einnig ákærður fyrir umboðssvik. Sagði Magnús að staða bankans hefði verið betri eftir lánveitinguna því minni ótryggð áhætta hefði þá verið til staðar. Samkvæmt fundargerð áhættunefndar Glitnis samþykktu þeir Lárus og Magnús Arnar ásamt Rósant Má Torfasyni lánveitinguna á milli funda áhættunefndar. Í ákæru er það tiltekið að þetta hafi verið gert vegna þess að fyrir hafi legið andstaða við lánveitinguna í áhættunefnd. Við skýrslutökur í dag bæði yfir Lárusi og Magnúsi kom fram að engin andstaða hefði verið við málið í áhættunefnd. Þá hefði verið eðlilegt að samþykkja lán á milli funda en svo var leitað staðfestingar í áhættunefnd. Það hafi fengist varðandi lánið til FS38. „Það er ekki verið að gera eitthvað sérstakt þarna. Þetta er bara vinnan í bankanum og það er ekkert „dubious,““ sagði Magnús um afgreiðslu lánsins.Auk þeirra Lárusar og Magnúsar eru Jón Ásgeir, sem var einn stærsti eigandi Glitnis á þeim tíma sem meint brot áttu sér stað, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16 Lárus Welding um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Lárus Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis ítrekað út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. 19. október 2016 13:30 Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Eitt af því sem deilt er um í Aurum-málinu er virði félagsins Aurum Holdings Limited en í málinu er ákært fyrir sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti FS38 ehf. í júlí 2008 en félagið, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, notaði lánið til þess að kaupa 25,7 prósent hlut í Aurum af Fons sem Pálmi átti einnig. Vill ákæruvaldið meina að hluturinn í Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði og því hafi fé bankans verið stefnt í hættu með lánveitingunni þar sem verðmæti félagsins hafi verið minna og tryggingar ekki fullnægjandi, en hluturinn í Aurum var settur að veði til tryggingar endurgreiðslu lánsins. Þá er í ákæru jafnframt vísað í bága greiðslugetu Aurum og Fons. Við skýrslutöku í dag vísaði Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, sem ákærður er fyrir umboðssvik, í þrjú verðmöt á hlut Fons í Aurum, í fyrsta lagi verðmat fyrirtækjaráðgjöf Glitnis, í öðru lagi frá Kaupþingi og í þriðja lagi frá Damas LLC sem hafði hug á að kaupa 19 prósent hlut í Aurum af FS38. Voru þessi verðmöt öll á þann veg að forsvaranlegt var fyrir áhættunefnd Glitnis, að sögn Lárusar, að meta virði Aurum á fjóra milljarða króna. „Í öllum gögnum er talað um að virðið sé fjórir milljarðar en að það geti orðið sex milljarðar. Í millitíðinni ábyrgist Fons þetta millibil en við erum ekki að meta félagið á sex milljarða króna,“ sagði Lárus við skýrslutökuna í dag. Sakborningarnir fjórir voru allir mættir í dómssal í morgun ásamt verjendum sínum.Vísir/GVAYfirdráttarskuld greiddAðspurður hvort að hann hefði einhvern tímann séð verðmatið sem unnið var í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis sagði Lárus að hann hefði ekki gert það en hann vissi að slíkt mat hefði verið unnið.Samkvæmt ákæru voru um 2,8 milljarðar af láni Glitnis til FS38 millifærðir til að greiða upp eftirstöðvar á láni Glitins til Fons sem hafði verið veitt í nóvember 2007. Þá voru tveir milljarðar greiddir inn á reikning í eigu Fons, félaginu til frjálsrar ráðstöfunar.Eftir stóðu þá 1,2 milljarðar sem voru lagðir inn á handveðsettan reikning Fons hjá markaðsviðskiptum Glitnis en peningarnir áttu að bæta tryggingastöðu félagsins hjá Glitni.Þann sama dag millifærði Glitnir svo einn milljarð af reikningi Fons inn á reikning í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem hann nýtti, samkvæmt ákæru, til þess að greiða upp rúmlega 700 milljóna króna ótryggða yfirdráttarskuld sína hjá Glitni. „Það sem er að gerast þarna er að við erum að taka alla eignina yfir og njótum alls batans af henni. Við erum að greiða upp lán sem hafa enga tryggingu og förum því úr því að hafa enga tryggingastöðu í að hafa tryggingastöðu sem er kannski ekki frábær en hún er allavega betri,“ sagði Lárus og vísaði þannig til þess að staða Glitnis hefði að hans mati verið betri eftir lánveitinguna til FS38 en fyrir hana.Ekkert „dubious“ Undir þetta tók Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis en hann er einnig ákærður fyrir umboðssvik. Sagði Magnús að staða bankans hefði verið betri eftir lánveitinguna því minni ótryggð áhætta hefði þá verið til staðar. Samkvæmt fundargerð áhættunefndar Glitnis samþykktu þeir Lárus og Magnús Arnar ásamt Rósant Má Torfasyni lánveitinguna á milli funda áhættunefndar. Í ákæru er það tiltekið að þetta hafi verið gert vegna þess að fyrir hafi legið andstaða við lánveitinguna í áhættunefnd. Við skýrslutökur í dag bæði yfir Lárusi og Magnúsi kom fram að engin andstaða hefði verið við málið í áhættunefnd. Þá hefði verið eðlilegt að samþykkja lán á milli funda en svo var leitað staðfestingar í áhættunefnd. Það hafi fengist varðandi lánið til FS38. „Það er ekki verið að gera eitthvað sérstakt þarna. Þetta er bara vinnan í bankanum og það er ekkert „dubious,““ sagði Magnús um afgreiðslu lánsins.Auk þeirra Lárusar og Magnúsar eru Jón Ásgeir, sem var einn stærsti eigandi Glitnis á þeim tíma sem meint brot áttu sér stað, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16 Lárus Welding um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Lárus Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis ítrekað út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. 19. október 2016 13:30 Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16
Lárus Welding um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Lárus Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis ítrekað út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. 19. október 2016 13:30
Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15