Íslenski boltinn

Kristinn bestur og Óttar efnilegastur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn Freyr og Óttar Magnús.
Kristinn Freyr og Óttar Magnús. Vísir/samsett mynd
Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum deildarinnar. Þetta var tilkynnt eftir lokaumferðina í deildinni í dag.

Kristinn Freyr skoraði þrettán mörk fyrir Val sem hafnaði í fimmta sæti deildarinnar en tryggði sér bikarmeistaratitilinn.

Hann var nánast óstöðvandi þegar Val gekk sem best um mitt tímabil en það dró af honum eins og öðrum leikmönnum Vals á lokaspretti tímabilsins.

Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Víkings, átti gott sumar með sínu liði og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.

Hann kom aftur til uppeldisfélagsins frá Ajax í Hollandi í vetur en þessi 21 árs kappi skoraði alls níu mörk í sumar, þar af sjö í Pepsi-deild karla.


Tengdar fréttir

Garðar fékk gullskóinn

Hvorki hann né Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu fyrir lið sín í dag. Hrvoje Tokic skaust upp í þriðja sæti markalistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×