Íslenski boltinn

Kristinn: Hélt þetta myndi koma

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
vísir/anton
Kristinn Freyr Sigurðsson varð að játa sig sigraðan í baráttunni við Garðar Gunnlaugsson um gullskóinn þegar þeim mistókst báðum að skora í dag þegar Valur lagði ÍA 1-0 í lokaumferð Pepsi-deildar karla.

„Ég hélt að þetta myndi koma þegar Garðar klúðraði, þá hugsaði ég, þetta er að fara að gerast,“ sagði Kristinn Freyr miðjumaður Vals.

„Ef þú hefði boðið mér silfurskóinn fyrir tímabilið þá held ég að ég hefði tekið það.“

Kristinn Freyr náði að koma boltanum í markið í leiknum en var dæmdur rangstæður og hafði Kristinn ekkert út á það að setja.

„Ég er fyrir innan. En það var mjög fallegt af Nikolaj (Hansen) að gefa á mig. Þetta var hárréttur dómur.

„Ég hugsaði kannski aðeins meira um að skora heldur en í öðrum leikjum. Við vorum ekkert að spila upp á að ég myndi skora, það var ekki þannig. Við vildum að sjálfsögðu klára mótið með sigri,“ sagði Kristinn Freyr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×