Meistararnir ósigraðir | Patriots skoraði ekki stig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. október 2016 07:24 Vörn Denver var frábær enn á ný í gær. Aqib Talib stal tveimur boltum og fagnar hér er leiknum var frestað nokkrum mínútum fyrir leikslok vegna veðurs. Hann var svo kláraður er líða tók á nóttina. vísir/getty NFL-meistarar Denver Broncos unnu enn einn sigurinn um helgina og er eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í deildinni. Philadelphia og Minnesota hafa ekki enn tapað leik en þau hafa bæði aðeins leikið þrjá leiki en Denver er búið að vinna fjóra leiki. Denver varð fyrir áfalli í gær er leikstjórnandi liðsins, Trevor Siemian, fór meiddur af velli. Nýliðinn Paxton Lynch leysti hann af hólmi og gerði það vel. Síðasti leikur Tom Brady, leikstjórnanda New England Patriots í leikbanni var í gær og hans var sárt saknað er liðið skoraði ekki stig á heimavelli gegn Buffalo. Patriots hafði leyst fjarveru hans frábærlega í fyrstu þrem leikjum tímabilsins og unnið þá alla. Í gær féll þeim aftur á móti allur ketill í eld. Julio Jones hjá Atlanta varð í gær fyrsti útherjinn í þrjú ár sem grípur bolta fyrir yfir 300 jarda. Leikstjórnandi liðsins, Matt Ryan, kastaði yfir 500 jarda en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem útherji og leikstjórnandi ná yfir 300 og 500 jarda í sama leiknum. Cam Newton, leikstjórnandi Panthers, fékk heilahristing í leiknum og spilar væntanlega ekki um næstu helgi. Liðinu hefur gengið afleitlega í upphafi leiktíðar og hefur engan veginn staðið undir væntingum.Úrslit: Jacksonville-Indianapolis 30-27 Atlanta-Carolina 48-33 Baltimore-Oakland 27-28 Chicago-Detroit 17-14 Houston-Tennessee 27-20 New England-Buffalo 0-16 NY Jets-Seattle 17-27 Washington-Cleveland 31-20 Tampa Bay-Denver 7-27 Arizona-LA Rams 13-17 San Diego-New Orleans 34-35 San Francisco-Dallas 17-24 Pittsburgh-Kansas City 43-14Í kvöld: Minnesota - NY GiantsStaðan í deildinni. NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Sjá meira
NFL-meistarar Denver Broncos unnu enn einn sigurinn um helgina og er eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í deildinni. Philadelphia og Minnesota hafa ekki enn tapað leik en þau hafa bæði aðeins leikið þrjá leiki en Denver er búið að vinna fjóra leiki. Denver varð fyrir áfalli í gær er leikstjórnandi liðsins, Trevor Siemian, fór meiddur af velli. Nýliðinn Paxton Lynch leysti hann af hólmi og gerði það vel. Síðasti leikur Tom Brady, leikstjórnanda New England Patriots í leikbanni var í gær og hans var sárt saknað er liðið skoraði ekki stig á heimavelli gegn Buffalo. Patriots hafði leyst fjarveru hans frábærlega í fyrstu þrem leikjum tímabilsins og unnið þá alla. Í gær féll þeim aftur á móti allur ketill í eld. Julio Jones hjá Atlanta varð í gær fyrsti útherjinn í þrjú ár sem grípur bolta fyrir yfir 300 jarda. Leikstjórnandi liðsins, Matt Ryan, kastaði yfir 500 jarda en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem útherji og leikstjórnandi ná yfir 300 og 500 jarda í sama leiknum. Cam Newton, leikstjórnandi Panthers, fékk heilahristing í leiknum og spilar væntanlega ekki um næstu helgi. Liðinu hefur gengið afleitlega í upphafi leiktíðar og hefur engan veginn staðið undir væntingum.Úrslit: Jacksonville-Indianapolis 30-27 Atlanta-Carolina 48-33 Baltimore-Oakland 27-28 Chicago-Detroit 17-14 Houston-Tennessee 27-20 New England-Buffalo 0-16 NY Jets-Seattle 17-27 Washington-Cleveland 31-20 Tampa Bay-Denver 7-27 Arizona-LA Rams 13-17 San Diego-New Orleans 34-35 San Francisco-Dallas 17-24 Pittsburgh-Kansas City 43-14Í kvöld: Minnesota - NY GiantsStaðan í deildinni.
NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Sjá meira