Forskot á fasteignamarkaði Oddný G. Harðardóttir skrifar 5. október 2016 07:00 Samfylkingin ætlar að jafna leikinn og bjóða þeim sem ekki eiga fasteign að nýta fyrirframgreiddar vaxtabætur til að fjármagna útborgun í íbúð. Stærsta vandamál ungs fólks sem er að kaupa sína fyrstu íbúð er að kljúfa útborgunina. Margar fjölskyldur eru fastar á ótryggum leigumarkaði, þar sem stærstu útgjöld heimilisins eru leiga og minna er til skiptanna fyrir aðrar nauðsynjar. Mánaðarleigan er hærri en það sem flest fólk borgar af húsnæðisláni. Forskot á fasteignamarkaði er ein af nokkrum mikilvægum leiðum sem við viljum fara til að bæta stöðu barna og fjölskyldna á leigumarkaði. Þannig verður hægt að fá vaxtabætur næstu fimm ára greiddar út fyrirfram til kaupa á íbúð. Miðað við tekju- og eignamörk vaxtabóta myndi það þýða 3,0 m.kr. fyrir fólk í sambúð, 2,5 m.kr. fyrir einstætt foreldri og 2,0 m.kr. fyrir einstakling. Þrjár milljónir króna duga til dæmis fyrir útborgun á 20 milljón króna íbúð m.v. 85% lán, eða sem stór hluti útborgunar í dýrari eign. Það er stuðningur sem kemur unga fólkinu úr foreldrahúsum eða námsmannaíbúðum og leigjendum í öruggt húsnæði. Forskotið fá þau sem ekki eiga íbúð og ættu rétt á vaxtabótum, ásamt þeim sem ekki hafa átt fasteign síðustu þrjú ár á undan. Á undanförnum árum hefur stuðningur í formi vaxtabóta minnkað gríðarlega, þar sem skerðingarmörk tekna og eigna hafa ekki breyst í samræmi við launaþróun og fasteignaverð. Samfylkingin ætlar að snúa þessari þróun við. Samhliða Forskoti á fasteignamarkaði ætlum við að taka upp nýtt kerfi húsnæðisbóta, hækka skerðingarmörk og styðja betur við barnafjölskyldur en nú er gert. Og við ætlum að láta vaxtabætur ráðast af fjölda barna, sem er nýmæli. Forskot á fasteignamarkaði er liður í kosningastefnu Samfylkingarinnar. Okkar markmið er einnig veruleg fjölgun almennra leiguíbúða, um 4000 á kjörtímabilinu, auk 1000 námsmannaíbúða um allt land. Jafnframt að tvöfalda stuðning við barnafjölskyldur og útrýma barnafátækt á Íslandi, en árið 2014 bjuggu 6.100 börn við efnislegan skort á Íslandi og stór hluti þeirra í leiguhúsnæði. Jöfnum leikinn og kjósum heilbrigðari húsnæðismarkað.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Samfylkingin ætlar að jafna leikinn og bjóða þeim sem ekki eiga fasteign að nýta fyrirframgreiddar vaxtabætur til að fjármagna útborgun í íbúð. Stærsta vandamál ungs fólks sem er að kaupa sína fyrstu íbúð er að kljúfa útborgunina. Margar fjölskyldur eru fastar á ótryggum leigumarkaði, þar sem stærstu útgjöld heimilisins eru leiga og minna er til skiptanna fyrir aðrar nauðsynjar. Mánaðarleigan er hærri en það sem flest fólk borgar af húsnæðisláni. Forskot á fasteignamarkaði er ein af nokkrum mikilvægum leiðum sem við viljum fara til að bæta stöðu barna og fjölskyldna á leigumarkaði. Þannig verður hægt að fá vaxtabætur næstu fimm ára greiddar út fyrirfram til kaupa á íbúð. Miðað við tekju- og eignamörk vaxtabóta myndi það þýða 3,0 m.kr. fyrir fólk í sambúð, 2,5 m.kr. fyrir einstætt foreldri og 2,0 m.kr. fyrir einstakling. Þrjár milljónir króna duga til dæmis fyrir útborgun á 20 milljón króna íbúð m.v. 85% lán, eða sem stór hluti útborgunar í dýrari eign. Það er stuðningur sem kemur unga fólkinu úr foreldrahúsum eða námsmannaíbúðum og leigjendum í öruggt húsnæði. Forskotið fá þau sem ekki eiga íbúð og ættu rétt á vaxtabótum, ásamt þeim sem ekki hafa átt fasteign síðustu þrjú ár á undan. Á undanförnum árum hefur stuðningur í formi vaxtabóta minnkað gríðarlega, þar sem skerðingarmörk tekna og eigna hafa ekki breyst í samræmi við launaþróun og fasteignaverð. Samfylkingin ætlar að snúa þessari þróun við. Samhliða Forskoti á fasteignamarkaði ætlum við að taka upp nýtt kerfi húsnæðisbóta, hækka skerðingarmörk og styðja betur við barnafjölskyldur en nú er gert. Og við ætlum að láta vaxtabætur ráðast af fjölda barna, sem er nýmæli. Forskot á fasteignamarkaði er liður í kosningastefnu Samfylkingarinnar. Okkar markmið er einnig veruleg fjölgun almennra leiguíbúða, um 4000 á kjörtímabilinu, auk 1000 námsmannaíbúða um allt land. Jafnframt að tvöfalda stuðning við barnafjölskyldur og útrýma barnafátækt á Íslandi, en árið 2014 bjuggu 6.100 börn við efnislegan skort á Íslandi og stór hluti þeirra í leiguhúsnæði. Jöfnum leikinn og kjósum heilbrigðari húsnæðismarkað.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun